þriðjudagur, desember 23, 2008

Gleðileg jól

Gleðileg jól, afsakið jólakortaleysið, ég mun í staðinn hafa samband við alla eftir áramót, þakka þeim fyrir liðið ár og tjá þeim tilhlökkun mína yfir stundunum sem við munum eiga saman á komandi ári.

Borðum vel og drekkum mikið... á meðan við enn getum.

mánudagur, desember 15, 2008

Misrétti

Mér finnst virkilega skammarlegt hjá íþróttafréttamönnum að í umfjöllun þeirra um "stjörnuleikjahelgi KKÍ" í körfubolta, þá er aldrei sýnt frá troðslukeppni kvenna. Þetta er misrétti og ekkert annað.

fimmtudagur, desember 11, 2008

föstudagur, nóvember 28, 2008

Föstudagsfjör

Maður hefur séð ýmislegt skrýtið um ævina... en þetta er eitt það snarvangefnasta sem ég hef séð.Góða helgi
Skál

P.s. Hlynur Ben (ásamt okkur fögru undirleikurunum) verður með stöffið af plötunni sinni á Rosenberg í kvöld. Skilst að herlegheitin hefjist kl. 22. Um að gera að kíkja við og fá sér einn kaldan. Meira um þetta hér: http://hlynurben.blogcentral.is/

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Útvarp Saga

Á leiðinni heim frá því að horfa á góðan sigur Liverpool í meistaradeildinni á Classic kveikti ég á útvarpi sög, eins og ég geri svo oft. Þar var viðtalstími hjá Sigurði G. Tómassyni. Roskinn maður hringdi inn og hóf samtalið svona: "Sigurður, ég mátti til með að rífa í tólið þegar ég heyrði í honum Birni Bjarna hérna áðan."
Í einfeldni minni hló ég alla leiðina heim

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Guns n' Roses

Tékkið á speisinu hjá GN'R

Þar er hægt að hlusta á nýju plötuna Chinese Democracy í heild sinni í takmarakaðan tíma! ...en hún kemur í búðir eftir helgi.

http://www.myspace.com/gunsnroses

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

föstudagur, október 31, 2008

"Æfingin skapar meistarann"

Mér var hugsað til þess áðan hversu fáránlega mikið maður spilaði körfubolta á yngri árum. Heima hjá mér voru ímyndaðar körfur fyrir ofan gang og bað hurðina þar sem iðulega var spilaður "körfubolti", ofast á móti yngri bræðrum mínum sem máttu sín lítils á móti risanum sem gat troðið og blokkaði auk þess flest öll skot þeirra, skil ekki ennþá hvernig þeir nenntu þessu.
Sverrir félagi minn var með körfu í innkeyrslunni... þar eyddum við endalausum klukkutímum, undirlagið var reyndar möl, en það var algjört aukaatriði þar sem mestur tíminn fór í troðslukeppnir og stöku alley-oop. Minnir að það hafi líka verið karfa á gilsbakka 3 en það var erfiðara að troða þar, nema að maður hoppaði af þvottahúströppunum, þá var séns.
Upphitun fyrir blakæfingar fóru yfirleitt í að skjóta á körfu... Óla Sig, Geir og fleiri þjálfurum til mikilla ama, við vorum jú ekki að æfa neinn helvítis körfubolta.
Karfan við barnaskólann var ferlega vinsæl, oft var smalað í lið og spilað þar. Snjór var ekki fyrirstaða, jafnvel bara bónus þar sem hann hækkaði undirlagið og jók möguleika á spjaldkaststroðslu að hætti Harold Miner í troðslukeppninni ´93.
Siggi Hallur var með körfu á svölunum, ef maður hitti ekki spjaldið þá fór boltinn út á götu... það var því öruggast að troða bara. Engu skipti þótt það væri 20cm hátt þrep á miðjum körfuboltavellinum, held að enginn hafi meiðst alvarlega.
Tilkoma fjögurra karfa á malbikaða vellinum við hlið malarvallarins var gríðarlegur hvalreki á fjörur körfuboltaáhugamanna. Þar gat maður reyndar ekki troðið en þar var mikið spilað og jafnvel tekið þátt í "steet ball" keppnum, alveg atvinnumanna.

Þrátt fyrir alla þessa körfuboltaiðkun þá er alveg ótrúlegt að ég get ekkert í þessari íþrótt! Kann ekkert að dribbla, skýt eins og stelpa og er fyrirmunað að hitta ofan í djöfulsins körfuna.
Þið skulið ekki láta blekkjast ef einhver segir við ykkur að æfingin skapi meistarann... það er kjaftæði!

þriðjudagur, október 28, 2008

68,8%

Það er þá komið í ljós að það var hirt af manni rúm 30% af því sem maður hefur nurlað saman í gegnum árin... fúlt.

Villi og Sigurjón eiga báðir afmæli í dag, það er ekkert fúlt, bara mjög flott. Til hamingju með það.

Mono mun sigra Flúðir á Útlaganum um helgina, það er sko alls ekkert fúlt enda er það víst síðasta skrefið fyrir heimsfrægð... ef ekki þá stendur bjór og pottur í bústað alltaf fyrir sínu.

Lífið í vesturbænum gengur prýðilega og styttist nú í það að maður sé búinn að ganga frá mesta ruslinu svo hægt verði að bjóða í heimsókn.

...þannig að þetta er að langmestu leiti bara flottur dagur, enda ekki við öðru að búast á þriðjudegi