sunnudagur, maí 29, 2005

Svartfjallaland var það

Jahá... þá eru hlutirnir loksins farnir að skýrast, ég er á leiðinni til landsins sem vermdi sjöunda sæti Eurovision, Serbíu og Svartfjallalands... ekki nóg með það heldur er áætluð brottför eftir rétt rúma viku!! ekki laust við að maður fái nettan kvíðahnút í mallakút þar sem fyrirvarinn er ekki lengri.
Ég verð í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands (Montenegro) en er enn að bíða eftir frekari upplýsingar um fyrirtækið sem ég verð hjá, eina sem ég veit er að þetta er eitthvað inn/útflutningsfyrirtæki og ég verð að vinna í markaðsdeildinni hjá þeim.
Það er heldur ekki orðið ljóst hvað ég verð lengi... en þetta verður eitthvað fram eftir hausti allavega þannig að maður missir af hinu frábæra íslenska sumri... en, æ, fokkit það koma önnur sumur eftir þetta... vona ég.
Annars er maður svona rétt að byrja að lesa sér til um staðinn. Ég held að það sé nokkuð heitt þarna... en hitinn þessa dagana er um 20-30 gráður.
Serbar & Svartfellingar hafa lýst yfir áhuga á að ganga í Evrópusambandið en það stendur þeim þó fyrir þrifum að til þess að komast í sambandið þarf að rétta yfir Slobodan Milosevic í alþjóða eða mannréttindadómstólum en litið er á fyrrverandi herforingja sem þjóðarhetjur og þeir dáðir á þessum slóðum. Stjórnvöld standa því frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort gera eigi það sem er landinu fyrir bestu eða að gera það sem almúginn vill.
Hér geta forvitnir lesið aðeins um sögu Júgóslavíu.

Já... ég ætla nú ekki að drepa fólk úr leiðindum með leiðinlegum skrifum um Serbíu & Svartfjallaland en... ég er allavega á leiðinni þangað og maður verður að reyna að læra aðeins um landið sem maður er að fara til... finnst ég ekkert vita og ekkert kunna!

fimmtudagur, maí 26, 2005

Besta félagslið í heimi!!!!

Til stóð að blogga aðeins um utanlandsferð mína þar sem það er nú allt að komast á hreint, en það verður að bíða enda algjört aukaatriði þar sem LIVERPOOL SIGRAÐI AC MILAN Í ÚRSLITALEIK MEISTARADEILDARINNAR!!!
Aldrei hef ég nokkurn tíman verið jafn glaður!
...orðlaus

laugardagur, maí 21, 2005

com´on com´on com´on

Kona óð út í sjó með svuntu
vatnið náði henni up að hné
þetta rímar á flóði

mánudagur, maí 16, 2005

Hvítasunna

Ferlega skemmtileg helgi! Nenni ekki að blogga en er búinn að henda myndum frá föstudeginum og laugardeginum inn á myndasíðuna en Ólafur Arnar hélt uppi heiðri myndavélanna á sunnudaginn... check it
Það er allt að skýrast með utanlandsferðina mína, segi frá því í vikunni
Eurovision næstu helgi!!! Veeeeííííí

miðvikudagur, maí 11, 2005

Góð kaup?

Bónus er frábær verslun! Fór í Bónus á laugarvegi í dag og gerði býsna góð kaup og var ég oft gapandi yfir lágu verði.
Hálft Myllu brauð kostaði t.d. 39 krónur en kostar yfir hundrað kallinn í öðrum verslunum (samt. gróði af því að versla við Bónus = 100). Cocoa puffs kostaði 208 krónur og 1 kg af korn flögum kostaði 138 sem er ekkert! (samt. gróði af því að versla við Bónus = 600). Undanrennan kostaði 38 krónur og KEA vanillu skyr ekki nema 135, góð kaup! (samt. gróði af því að versla við Bónus = 840). Doritos kostaði 138 og annað kex og nammi var á góðu verði (samt. gróði af því að versla við Bónus = 1140). 2 ltr kók kostaði 109 og e-ð pastadrasl í pakka kostaði mun minna en annars staðar (samt. gróði af því að versla við Bónus = 1300). Skinka, spægipylsa, ostur og annað út á brauð var á góðu verði (samt. gróði af því að versla við Bónus = 1600). Stöðumælasektin sem beið eftir mér undir rúðuþurrkunni hljómaði upp á 2500 (samt. gróði af því að versla við Bónus = -900)

Ég hefði átt að versla í 10-11

föstudagur, maí 06, 2005

Trixið komið í hús

Loksins Loksins!

15 ára bið er loksins á enda runnin. Bryndís og Matthildur eru komnar til lands og haldiði að þessar elskur hafi ekki kippt með tveimur pökkum af Trixi handa stráknum!!! þvílík hamingja, enda var Trix áráttan farin að breytast í þrahyggju.
Svo var það stressið mikla... yrði þetta enn eitt tilfellið þar sem minningin var svo frábær en það myndi svo breytast í mikil vonbrigði við endurupplifunina.
Onei... þetta var snilld, alveg eins og mig minnti að þetta væri og nostalgíu kastið var gríðarlegt. mmm... takkk fyrir mig!
Mikið er nú líka gott að vera búinn að fá þær aftur til lands, fjölskyldulífið hefur verið hálf lamað án Bibbunnar!

Já... þess má líka geta að þið getið gleymt því að fá smakk af góðgætinu. Það er mitt... mitt miiiiiiiitttttt!!!!! múhahahahahahahah

mánudagur, maí 02, 2005

sól, bolti og bjór

Þegar ég var lítill drengur þá var Trix uppáhalds morgunkornið mitt. Einn af sorgardögunum í mínu lífi var þegar Trixið var bannað vegna litarefna, held að þetta hafi verið um svipað leiti og m&m var bannað vegna litarefna. Nú er hægt að hoppa út í búð og kaupa m&m, af hverju ekki Trix???
Þeir eru nú nokkrir sem ég hef beðið um að kaupa handa mér smá Trix sýnishorn í Ameríkuferðum sínum en... þeir hafa ýmist ekki keypt það vegna plássleysis eða keypt það og leyft svo öðrum að éta það þegar til Íslands var komið :p Þannig að (og þetta er tilgangur þessara skrifa) BRYNDÍS, ÉG TREYSTI Á AÐ ÞÚ KOMIR MEÐ SMÁ TRIX Á STRÆTIÐ ÞEGAR ÞIÐ KOMIÐ TIL BAKA!

Þessi fína helgi er búin... Maður kíkti aðeins á næturlíf Reykjavíkurborgar aldrei þessu vant og hitti fullt af skemmtilegu fólk eins og sjá má á myndasíðunni. HK tapaði naumlega fyrir Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum í blaki :( Svekkjandi fyrir mitt lið, en leikurinn var mjög góður og við nafnarnir skemmtum okkur vel á áhorfendapöllunum. Sjálfur spilaði ég fótboltaleik með stórliði Fc Ice. Að þessu sinni töpuðum við, sem er orðið frekar algengt þessa dagana en... hópurinn er að styrkjast og ég er sannfærður um að förum að vinna. Heiða er svo frábær að hún er búin að koma og horfa á tvo leiki hjá okkur... hvet alla til að koma á gerfigrasvöllinn við Kaplakrika í Hafnarfirði og styðja við bakið á Fc Ice á miðvikudainn kl 21:00. :)

Nýr klúbbur var stofnaður um helgina... Þetta er klúbbur sem mun koma saman vikulega og horfa á Bachelor... Af augljósum ástæðum hafa allir klúbbmeðlimir kosið að gefa ekki upp nafn sitt... en þeir eru allir karlmenn.

Liverpool - Chelsea á morgun!!!! Hverjir komast í úrslitaleikinn... ég get ekki beðið!!!

Mig langar út að grilla með Kára og Villa
Mér finnst vorið yndislegt og veðrið búið að vera frábært undanfarið... skítt með kuldann. Ekki skemmir að maður getur loksins notið vorsins án þess að hafa áhyggjur af prófum. Með allri þessari dagsbirtu þarf maður miklu minni svefn og sólin gefur aukinn kraft sem er mjög gott þar sem við getum ekki bara öðlast auka kraft eins og verndari Eterníu gerði, eða með því að segja "By the power of Greyskull"

sólskinskveðjur :)