fimmtudagur, september 29, 2005

Músík
Ég, ásamt 150 þúsund pólverjum, fór a Sting tónleika á laugardaginn. Það var magnað helvíti, ekkert smá góður a tonleikum kallinn!
Á sunnudaginn fór ég á útitónleika í fallegum garði þar sem píanoleikari sem ég veit ekki hvad heitir spiladi verk eftir Chopin, þad var einnig afskaplega fínt. Set myndbrot af bádum tónleikunum hérna inn við tækifæri.
Frá mér kemur því miður lítið af tónlist þessa dagana... nema einstaka trall og humm.

Boltinn
Vildi að ég gæti sagt fótboltafréttir af sjálfum mér, ekkert smá sem ég sakna þess að spila! Hlakka til þegar ég kem heim i janúar að byrja á fullu med þriðja uppáhalds liðinu mínu, á eftir Liverpool og BN'96, FC Ice.
Liverpool gerði jafntefli vid Chelsea i gær eftir að hafa verið betri aðilinn í leiknum og fengu ekki dæmt verðskuldað víti... svekkjandi.
Ég er ekki sammála dómum sem sumir leikmenn fengu, Alonso var sagður vera slakur, mér fannst hann einn besti maður leiksins, stoppaði miðjuspil chelsea hvað eftir annað með frábærri baráttu. Ég er orðinn rosalegur aðdáandi Peter Crouch, hann var líka einn besti maður leiksins i gær, frábær leikmadur þarna á ferð... held ég seti bara mynd af þessum 2,02 metra tannstöngli, þar sem hann er að taka tvo manchester titti í nefid í skallaeinvígi, í lok þessarar færslu, honum til heiðurs.
Þad er ljóst að það verður hörð barátta um hvaða nafn verður aftan á búningnum sem ég mun kaupa mer í Liverpool.

Lífið
Annars er lífið bara ljúft... Fer til Krakow, sem þykir mjög fallegur staður, á morgun og verð yfir helgina. Auschwitz fangabúðirnar eru ekki langt frá þeim stað þannig ad það er spurning hvort maður kikki ekki þangað í leiðinni.
Er ad leita mér að upplýsingum hvar maður nálgast miða á landsleikinn Pólland-Ísland 7. okt. Það verður stuuuuð...

Sælar

laugardagur, september 24, 2005

Sting!

Ég er að fara á tónleika með Sting í kvöld... ÚYEAHH!!!!

föstudagur, september 23, 2005

Klukk

Ég hef verið duglegur að vafra um bloggheima síðustu daga og mér til mikillar skemmtunar hefur blessaður klukkleikurinn dreift sér um bloggsíður eins og vírus. Það er gaman að lesa tilgangslausar staðreyndir um vini sína en... skemmtilegheitin urðu minni eftir því sem á leið, ástæðan... jú, enginn klukkaði burrann! Á hverjum degi skoðaði ég bloggsíðu allra í heiminum og... ekkert klukk, mér leið eins og ég væri gleymdur, skilinn útundan, þetta jaðraði við einelti. En svo kom að því maður! af mikilli miskunarsemi, næsleika og tilfinningagreind klukkaði Smárason mig eftir að hafa talið upp 5 mjög skemmtilegar tilgangslausar staðreyndir um sjálfan sig.

here we go...

1. Ég heiti Sævar Jökull Solheim. Ég er 3/4 íslendingur sem gerir það að verkum að ég tel mig ekki vera orðinn drukkinn fyrr en ég get engan veginn gengið eðlilega, hreyti þoglumæltum fúkyrðum yfir annað fólk og allt kvennfólk er orðið fallegt. Kjeellingar í útlöndum þykjast vera orðin "drunk" eftir 3 bjóra.
Ég er 1/4 norðmaður sem gerði það að verkum að norska ríkið vildi ólmt dæla í mig peningum á meðan námstíma mínum stóð.
Ég er þó farinn að efast um þennan uppruna minn þar sem undanfarna 3 mánuði hef ég iðulega fengið að heyra að ég líkist mest "typical Serbian hooligan" eða "dæmigerðri serbneskri fótboltabullu"
Áfram Partizan!

2. Ég hef á ferðalagi mínu markvisst þróað með mér mikla ofsahræðslu við moskító, mýflugur og önnur lítil ógeð sem stinga mann og láta mann fá litlar bólur sem mann klægjar í og klórar sig til blóðs útaf.
Á hverju kvöldi úða ég skordýraspreyi á sjálfan mig og um allt herbergið (þrátt fyrir að vita að eina lifandi veran þar er ég), leggst svo undir sængina og þjappa henni vel að mér um allan líkama til að tryggja að ef fluga bíður eftir mér í laumi undir sænginni þá er hún að minnsta kosti dauð eftir þjöppunina. (stefni á að óska eftir sálfræðitíma hjá fyrrgreindum Smárasyni þegar ég kem heim)

3. Mér finnst of gott að sofa og finnst 13:00 vera ákjósanlegur tími til að skríða framúr.
Ég geri stundum heimskulega hluti þegar ég sef. Á yngri árum í Noregi vöknuðu foreldrar mínir eitt sinn upp við það að ég stóð og pissaði á HE-MAN kastalann minn og alla HE-MEN kallana. Á marbakkanum kastaði ég sænginni út um gluggann, pabbi þurfti að hlaupa út á brókinni og sækja hana. Í Svartfj.landi vakti ég Vincent (meðleigjandann) til að tilkynna honum að hann væri með missed call... sem var að sjálfsögðu ekki rétt.

4. Til er margskonar fíkn, s.s. koffín- nikótín- kynlífs- áfengis- spila- og netfíkn.
Ég er fíkill í mjólkurvörur.

5. Í fyrra datt Eyþór Arnalds á hausinn á mér þar sem ég sat í sakleysi mínu í tröppunum sem liggja ofan í laugardalslaugina.
Fyrst Eyþór Arnalds er að detta á fólk út um allt þá hlýtur það að vera töff, þannig að stuttu seinna tók ég upp á því að hrynja niður allan bratta stigann á Hverfisbarnum. Hvernig ég stóð ómeiddur (fyrir utan rassverki næstu 2 mánuðina) upp frá því er mér ráðgáta... en ég var allavega töff... eins og Eyþór.

Ég klukka Ólaf Arnar, þótt búið sé að klukka hann... dobbúl klukk félagi! Þórarinn á splunkunýja blogginu, mellurnar, Villa Harða og Dich Milch hommana.

Góða helgi

miðvikudagur, september 21, 2005

(al)þjóðaréttir

Ég hélt að maður gæti gengið að því vísu að þegar maður kemur inn á veitingastað alþjóðlegrar skyndibitakeðju þá á maður allstaðar að geta fengið það sama... oooneiii... Á KFC í austur evrópu er hreinlega ómögulegt að fá BBQ borgara! HVAÐ ER ÞAÐ?!?! Ef Ásgeir Rúnar vinur minn væri hérna með mér núna þá myndum við fara í hungurverkfall!! ...eða nei, kannski ekki hungurverkfall, það er of erfitt, en við myndum klárlega stofna til mótmæla aðgerða, enda báðir miklir KFC BBQ borgara aðdáendur.
Kannski þetta hafi eitthvað að gera með það hvað þeir vilja ómögulega blanda saman sætum og söltum mat. Annað hvort borðaru sætt eða salt... punktur. Ég veit ekki hvert serbneskir vinir mínir ætluðu við morgunverðarborðið þegar ég setti BÆÐI ost OG sultu á brauðið mitt, svo hneykslaðir voru þeir og ekki séns í helvíti að fá þá til að smakka góðgætið.

Ég held ég láti skyndibitann bara bíða þar til maður kemur heim, enda þjóðlegri réttir hér stórgóðir.

Að lokum...
Tímabilið byrjar ekki alveg jafn vel og vonast var til... en góðu fréttirnar eru að enginn leikur hefur tapast og meistaradeildarbaráttan byrjar vel.
Get ekki beðið eftir að sjá þessar hetjur þann 15. okt.
Ætlar einhver að joina?


Kv. frá Prag

sunnudagur, september 11, 2005

Klaufinn...

Hillú
Má ekki vera að því að blogga núna,bara að láta vita að ég týndi símanum mínum í gær, þannig að saevarjokull@gmail.com er eina leiðin til að ná í mig.
Týndi reyndar kreditkortinu mínu líka... í fyrradag.
Meiri klaufinn
Annars gengur ferðin bara ljómandi vel
Kv. frá Zagreb

föstudagur, september 02, 2005

farinn hættur búinn bless

Sælar!

Þá er maður bara að kveðja Svarfjallaland maður... þetta er búið að líða ótrúlega hratt og búið vera hreint magnað.
Ekki laust við það að maður hafi loksins hrunið í það í gær! er rétt núna að ná áttum. Þótt maður hafi verið búinn að sulla í bjór í mest allt sumar þá hefur alveg vantað að hrynja í það með stæl og verða sjálfum sér og öðrum til háborinnar skammar... það var ljúft!!!

Í dag var síðasti dagurinn í vinnunni. Alltaf leiðnilegt að kveðja, en fokkit læf gós on.
Það er nú því miður oft þannig að góðum fylleríum fylgir þynnka. Dagurinn í dag var óbærilegur en það gerðist samt frekar fyndið atvik í vinnunni sökum þynnku... allt starfsfólkið var kallað saman í smá partý, ég fékk slatta af kveðjugjöfum og fólk gúffaði í sig veitingum (sumir höfðu enga lyst) og svo var formlega verið að þakka mér fyrir sumarið og eitthvað nema hvað... Sævar, sem sökum þynnku sá bara allt svart reyndi að brosa blítt þrátt fyrir þynnkusvitann sem perlaði á enninu en viti menn... í miðri tilfinningaríkri ræðu forstjórans þurfti strákurinn að skila morgunmatnum og það strax!! þannig að það var ekkert annað að gera, þrátt fyrir að augu allra væru á manni, en að segja bara ekskjús mí og bruna af stað í áttina að baðherberginu með hönd fyrir munni...
Já... eftir að kornfleksið hafði farið út sömu leið og það fór inn var frekar vandræðalegt að koma til baka og láta sem ekkert væri. Hressandi að koma með svona "last impression" :)

Þótt vinnan sé búinn og maður fer að yfirgefa Svartfjallaland er ekki þar með sagt það séu leiðinlegir dagar framundan... onei... planið er eftirfarandi: Podgorica -> Króatía (Dubrovnik, Split, Sagreb) -> Serbía (Subotica) -> Ungverjaland (Budapest) -> Tékkland (Prag) -> Pólland (Warshaw, Krakow ofl.) -> England (London, Liverpool) -> Noregur. Áætlaður komutími til Íslands... Janúar.
Þetta er nú gróft plan og margt gæti breyst í leiðinni þar sem lítið hefur verið gert af því að panta gistingu og ferðir fyrirfram.

Jæja... veit ekkert hversu mikið maður bloggar í túrnum
kemur í ljós
verið hress, ekkert stress... bless

fimmtudagur, september 01, 2005

Sarajevo, part III of III

Myndirnar má stækka með því að smella á þær

Nóg komið af stríði og morðum.
Sarajevo er mjög falleg borg sem gaman er koma til, sértaklega í múslimska hlutann þar sem umhverfið er svo allt annað en í hinum nýtískulegri hluta. Á göngugötu bæjarins gengur maður úr röð tískuvöruverslana (mynd 1) yfir í annan heim, undirlagðan af götusölum, járnsmiðum og tyrkneskum veitingastöðum, (mynd 2) ótrúlegt að breyta svona um umhverfi með því einu að labba 3 skref.
Tyrkir réðu lengi ríkjum í Sarajevo og mætast því þarna ólíkir menningarheimar og það er eitt af því sem mér finnst mjög merlilegt og skemmtilegt við þessa borg. Hún er ein af sönnunum þess að fólk með mismunandi trúarbrögð getur vel lifað í sátt og samlyndi, því til sönnunar er þarna fjöldi "anda-/bænahúsa" og í aðeins 500 metra radíus má finna kaþólskar kirkjur, moskur múslima, "monastery" orthodoxtrúaðra og synagógur gyðinga... svo er bara að velja á milli, bentu á þann sem að þér þykir bestur.
Ef ég stæði frammi fyrir vali þá myndi ég líklega ekki velja að vera múslimi... það er eitthvað svo mikið vesen, að þurfa að fara með bænirnar á sérstökum stöðum 5 sinnum á dag. Stúlkurnar á mynd 3 eru einmitt á leið til bæna. Mig langar samt núna rosalega mikið að fara til einhvers lands þar sem múslimar ráða ríkjum... held að það sé mjööög áhugavert... kannski það sé bara næst á dagskrá.

Þar með lýkur þessari Sarajevo trilogíu :)

Jæja... 3 blogg þessa vikuna, ég held að það sé persónulegt heimsmet sem ég mun reyndar slá á morgun!