föstudagur, desember 30, 2005

áramót

jæja... þá er maður búinn að taka smá bloggjólafrí, ekkert nema gott um það að segja.

Haugalandsmesterskapet i Rock (21.des) gekk bara nokkuð vel, allavega spiluðum við stóráfallalaust og höfðum gaman að. Náðum þó ekki verðlaunasæti enda áttum við aldrei séns í rokkhundana í 1. og 2. sæti, það var helst þriðja sætið sem við gátum gert okkur einhverjar vonir um... en svo varð semsagt ekki... en fylleríið eftirá olli sko engum vonbrigðum :)
Ólafur Arnar og Marí frænka hans voru svo frábær að kíkja á keppnina og djömmuðu með manni fram eftir morgni, virkilega gaman að því! Ólafur kom svo aftur á Karmøy í gær þar sem við skelltum okkur í nett partý. Gaman að sjá strákinn eftir rúmlega hálft ár :)

Eins og fyrr þá fékk maður fullt af flottum jólagjöfum, það klikkar ekki að hvert ár þá kemur það manni á óvart hvað maður fær mikið skemmtilegt!

Svo eru það áramótin á morgun... innbakaðar nautalundir... mmmmmm best í heimi. Maður er búinn að byrgja sig þokkalega vel með flugeldum og öli, enda fer það alveg stórvel saman.

Jæja... nú er það spilakvöld hjá ömmu, heil umferð í boltanum á morgun... verður tíundi deildarsigurinn í röð staðreynd?? ég tippa á já!

Gleðileg áramót

föstudagur, desember 23, 2005

Hei hå nå er det jul igjen

Gleðileg jól kæru vinir og vandamenn (maður ætti kannski bara að segja "hafið það gott yfir þriggja daga helgina"). Takk fyrir góðar stundir á liðnu ári, hlakka til að sjá ykkur öll á því nýja, sem ég spái að verði óvenjulega athyglisvert, afdrifaríkt, spennandi en þó umfram allt skemmtilegt!
Njótið stundanna með fjölskyldum og vinum yfir hátíðirnar

þriðjudagur, desember 20, 2005

Toppaðu myndatextann, 2. umferð

Það er komið að annarri umferð keppninnar en fyrsta umferð tókst svona líka ljómandi vel. Dómari annarrar umferðar er sigurvegari síðustu uferðar, Orri Smárason.
Sem fyrr þá birtist hér mynd og myndatexti (Orri nýtti ekki rétt sinn til að senda inn mynd) og þið skrifið ykkar myndatexta í kommentin.

Í dag var George Bush Bandaríkjaforseti gerður að dýrlingi. Ástæðan mun vera sú að á ljósmynd sem af honum var tekin á morgunverðarfundi hvíta hússins í gær sáust ljóspunktar sem saman mynduðu geislabaug yfir höfðinu á honum. "Aldrei hefur yfirvaldið sent okkur jafn skýr skilaboð um að það eigi að taka einhvern í tölu dýrlinga" sagði Benedikt páfi glaðbeittur á blaðamannafundi síðdegis í dag.

mánudagur, desember 19, 2005

Rokk-keppni

Jæja... 5 dagar í jól og maður varla byrjaður að spá í jólagjafir, held að maður ætti kannski að fara að huga að því. En það er ennþá styttra í miðvikudaginn en þá keppum við í hljómsveitinni Mockana í keppninni Haugalandsmesterskapet i Rokk fyrir framan 5-600 áhorfendur.
Við vorum svo heppnir að fá að vera síðastir á svið af þeim 11 böndum sem þarna spila og spilum við 2 lög, eitt frekar rólegt en hitt mun rokkaðara. Stefnan er tekin á eitt af þremur efstu sætunum, sem ætti að vera mögulegt ef við náum að skila þessu þokkalega frá okkur (erum með svo magnaðan bassaleikara sjáið þið til! :) Svo sjáum við bara til á miðvikudagskvöldið hvort drukkið verður til að fagna eða til að drekkja sorgunum :)
Geri mitt besta til að fá einhvern til að taka video af okkur.
Svo er nú Ólafur Arnar kominn til Noregs, ekki spurning um að maður verður að hitta á strákinn, enda er hann ekkert allt of langt í burtu.

jæja... farinn í eitthvað jólastúss... bæ

föstudagur, desember 16, 2005

Úrslit og reglur

Góðir hálsar, það er föstudagur og 8 dagar til jóla. Ef það er ekki tilefni til að fá sér bjór þá veit ég ekki hvað.

Fyrsta umferð "toppaðu myndatextan" gekk framar björtustu vonum og ferlega gaman hversu margir drengir (já, engin stúlka tók þátt! -vona að úr því verði bætt næst) komu með stórskemmtilegan myndatexta. Það er því ljóst að keppnin er komin til að vera, í bili allavega.
En þá kom smá babb í bátinn, ég hafði svo gaman að þessu mest öllu að það reyndist nær ómögulegt að dæma hver vann... Óskar kom þó með lausn á þessu vandamáli og verða reglurnar um úrslit eftirfarandi:
Sigurvegari hverrar umferðar verður dómari í þeirri næstu, dæmi: sigurvegari í fyrstu umferð mun kommenta, eigi síður en á þriðja degi frá myndbirtingu annarar umferðar hver sigurvegari umferðarinnar er, sá sigurvegari mun svo vera dómari í þeirri þriðju og svo koll af kolli. Sjái dómari sér ekki unnt að kveða upp úrskurð á tilsettum tíma fellur það í skaut burra.
Einfalt :)
(aukaregla: sigurvegari senda mynd ásamt myndatexta á saevarjokull@gmail.com sem verður þá mynd næstu umferðar)

En, þá er bara að krýna sigurvegara fyrstu umferðar, en það var Orri Smárason. Orri er því kominn með eitt stig í "toppaðu myndatextann" og dæmir næstu umferð.

Næsta mynd kemur fljótlega

Annars er bara... æ nei, nenni ekki að skrifa meira í dag, ætla bara að fá mér öl eins og heiðursmanni sæmir
Góða helgi

þriðjudagur, desember 13, 2005

Toppaðu myndatextann, 1. umferð

Það er komið að því að burrinn byrji með nýja keppni... hver man svosem ekki eftir tilvitnunarkeppninni frægu :) (þar sem úrslit voru reyndar aldrei kunngjörð sökum tossaskapar síðustjóra, en Ólafur Arnar trónaði á toppnum þegar keppnin dó)

Nýja keppnin gengur út á það að toppa myndatextann eða "Beat this caption" eins og einhverjir kannast eflaust við.

Leikreglur eru semsagt þær að ég set mynd inn á síðuna og undir myndinni er myndatexti. Lesendur nota svo hugmyndaflugið í að commenta betri myndartexta eða bara texta sem þeim finnst passa við myndina hvort sem það er á ensku eða íslensku. Besta kommentið verður svo valið.
Einfalt ekki satt

Svo er bara að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og skrifa eitthvað sniðugt... sjáum svo til hvort fyrsta umferðin verði nokkuð eina umferðin :)

"úps, gleymdi að maður á ekki að borða rúgbrauð áður en maður fer í geimbúninginn"

laugardagur, desember 10, 2005

Þá var gaman...

Fékk smá nostalgíukast í gömlu góðu teiknimyndunum og setti inn nokkur sýnishorn hérna... já og þemalögin :)
Þannig að nú getið þið greyin mín, sem þrælið ykkur út dag hvern í próflærdómi tekið ykkur smá pásu og hugsað aftur til gömlu góðu daganna þegar vinna og skóli var eitthvað sem maður hafði ekki allt of miklar áhyggjur af... hmmm... minnir á núverandi ástand hjá mér :)

Alli og Íkornarnir. Eitthvað svo hresst... og röddin svo frábær

Þemalag

Kærleiksbirnirnir. Efast um að ég hafi viðurkennt að fíla þá á sínum tíma, svo hefur maður nú líklega horft á þetta eins og versti laumuhommi... staraaaaaa

Þemalag

Snöggur og Snar. Sjiiit þeir voru skemmtilegir, og nintendo tölvuleikurinn líka, full auðveldur samt, einn af þeim sem maður kláraði í fyrstu tilraun, eins og ducktales, Super Mario 2 ofl.

Þemalag

Brakúla greifi. Hrikalega svalur... Nanna var samt flottust! Sem svo oft áður þá sá okkar besti talsetjari, Laddi, um allar raddir. Minnir að þetta hafi alltaf verið á föstudögum á stöð 2, öðrum hvorum meginn við "eruð þið mirkfælin"

Þemalag

Sögur úr andabæ. Obboslega skemmtilegir þættir... og ´theme´lagið eitthvað það besta sem gerist í teiknimyndabransanum... ógnardjarfar ævintýraendur úúú

Þemalag

Búrabyggð. Stórkostlega skemmtilegir þættir... voru á sunnudögum á RÚV. Sérstaklega gaman þegar þeir þurftu að fara út þar sem tröllin voru! Ekki séns að fara ekki í gott skap þegar maður hlustar á þemalagið!

Þemalag

HE-MAN. Prins Adam sjálfur, persónan sem ég dýrkaði og dáði... svo ekki sé nú talað um alla HE-MAN kallana sem maður átti. Enginn annar en master of the universe... stórkostlegt!!!

Þemalag

Jimbó. Klárlega hressasta þota í heimi!

Þemalag

Mask. Veit ekki hversu vinsælt þetta var á Íslandi, en þegar ég bjó í Noregi á sínum tíma þá var ég vitlaus í þetta!

Þemalag

Paddington. Sjitt hvað hann var svalur! Með marmilaðið alltaf... magnað

Þemalag

Pósturinn Páll. Pósturinn Páll, Pósturinn Páll, Pósturinn Páll og köturinn njáll...

Þemalag

Raggy Dolls. Þetta fannst mér alveg frábærlega skemmtilegt... af einhverjum ástæðum

Þemalag

Skófólkið. Shoe shoe shoe shoe people. Stórkostlegir þættir þar sem allir eru skór! Passið ykkur þegar þið hlustið á þemalagið, maður fær það gjörsamlega á heilann!!

Þemalag

Strumparnir. Standa alltaf fyrir sínu... einhvernveginn minnir mig að þeir tengjast klámi á Íslandi. Hafð ekki einhver tekið klám upp á strumpaspólu sem hann var með á leigu... æ man það ekki... En Kjartan var samt mest töff "Ég hata strumpa"


Superted. Hrikalega svalur bangsi!!!

Þemalag

Turtles. Hvað voru þessir ekki flottir maður!!! Donatello, Michaelangelo, Raphael og Donatello... ussss... glæsilegir

Þemalag

Thundercats. Thunder..Thunder...Thunder...Thundercats HOOOOOOOOOOOOOOO! Ég elskaði Thundercats... ekkert smá flottir, svo átti maður auðvitað fullt af Thundercats köllum, þeir voru með takka aftan á sem hreyfði á þeim hendurnar, mjög töff.

Þemalag

Jæja... þetta var nú skemmtilegt! Góða helgi :)

mánudagur, desember 05, 2005

So you think you can dance

Það var ferlega gaman að sjá hversu margir tóku prófið: Hvað veist þú um Sævar?, þetta var reyndar frekar erfitt þannig að góðar niðurstöður komu á óvart en það var nú samt töluvert af þeim, þótt allur gangur hafi nú verið á því.

En ég er ekki hér kominn til að tala um það sem jákvætt er... heldur ætla ég að sjálfsögðu að benda á hið neikvæða því það vita allir að til að byggja fólk upp þá á að hamra á því sem miður fer.
Það var nú allur gangur á því hvaða spurningar fólk var með rangar, merkilega margir héldu reyndar að ég myndi nenna að hlusta á Megas, sem er fráleitt. En hvað um það.
Ég setti inn eina spurningu í lokin sem átti að vera töluvert idiotproof, eitthvað sem allir vissu, svona til að hressa fólk við eftir slakt gengi.
Spurningin var: með hvaða liði heldur Sævar?
Það tókst nú samt tveimur yndislegum manneskjum að svara þeirri spurningu vitlaust sem er alveg magnað og fá Matthildur skvetta og Hugi frændi (sem bæði eru þekkt fyrir að hafa gríðarlega mikinn fótboltaáhuga) stórt og mikið hrós fyrir að þekkja mig ekki baun!! :)

Talandi um fótbolta...

Ferlega er nú gaman að vera Liverpool maður í dag!
-18 stig af 18 mögulegum í síðustu 6 deildarleikjum (og ekkert á leiðinni að hætta sigurgöngunni)
-komnir upp úr riðlinum í meistaradeildinni (enn einn meistaradeildarsigurinn nálgast :)
-Búnir að halda hreinu í sl. 8 leikjum eða síðan 25 september
-Crouch kominn á markalistann (nú verður ekki aftur snúið, watch out for the longest legs in the world)
-Kewell að verða sprækari og sprækari með hverjum leiknum
-Meiðslalistinn sjaldan verið jafn stuttur (ótrúlegt en satt)
-osfrv.

Já... lífið getur verið ljúft þótt það sé mánudagur!!

laugardagur, desember 03, 2005

góða helgin

hæ...
vildi bara óska ykkur góðrar helgar með því að deila með ykkur uppáhaldslaginu mínu þessa dagana og brjóta þannig flest öll lög í heiminum um höfundarétt o.þ.h. kjaftæði.
hægrismellið hér og veljið "save as"
verið nú á rassgatinu þessa helgina... próflestur er ekki afsökun!

fimmtudagur, desember 01, 2005

Tónleikar

Hvernig er það, fór enginn á Sigur Rós tónleikana? Ef jú, vinsamlegast bloggið eða kommentið um hvernig var á þeim! Ef nei, þá eruð þið hálfvitar.
Mikið var biturt að komast ekki á tónleikana á Íslandi og enn bitrara var að það var löngu uppselt þegar ég komst að því að þeir voru að spila hér í Noregi.
en...
mér til mikillar ánægju þá eru tónleikarnir á netinu á Sigur Rós síðunni.
Snilld!
En þegar ég sit hér og horfi á þá, þá langar mig bara ennþá meira að hafa séð þá live :(