fimmtudagur, desember 21, 2006

jólaföstudagslagið

Það er komið að uppgjöri ársins...
Hér er árið 2006 í myndum, reyndar soldið stórt (30MB) en ég vona að þið sjáið ykkur fært að horfa á þetta því þetta er jafnframt mitt jólakort til ykkra allra.

þar sem þetta er stórt, þá er sniðugt að ýta á play takkann og svo á pásu takkann þar til videoið er fullhlaðið (þ.e. rauða línan komin alla leið)

Seinni partinn í dag verð ég svo floginn til Noregs
skál! ...og gleðileg jól

hægt er að smella á myndina, en þá fer maður inn í youtube og þar er hægt að horfa á videoið í fullri stærð

Hangikjet

Ég fór á jólahlaðborð um daginn... eina sem ég kom niður á því hlaðborðinu, sökum þynnku, var einn skammtur af hangkikjöti. Í síðustu viku var svo hangikjöt í mötuneytinu en þar bætti ég upp fyrir hlaðborðið og borðaði meira en góðu hófi gegnir, daginn eftir voru svo afgangar af hangikjöti í mötuneytinu og ekki borðaði ég minna þá. Í fyrradag bauð Linda til hangikjötsveislu þar sem borðað var meira en nokkurntíma fyrr. Eitthvað virðist matráðurinn hafa ofmetið hangikjöts græðgi starfsfólks því í gær í hádeginu voru aftur hangikjötsafgangar í mötuneytinu. Ég fór eftir vinnu og keyti tvö sver hangikjöts-stykki til að taka með til Noregs og borða á jóladag (konan sem var með hangikjötskynningu í Bónus þurfti að stoppa mig af í smakkinu). Í gærkvöldi gæddi ég mér svo á afgöngum af hangikjöti frá kvöldinu áður.
Ég elska hangikjöt

mánudagur, desember 18, 2006

mig hlakkar svo til

Það hefur alltaf stungið mig pínu lítið þegar fólk segir mér eða mig hlakkar til... eitthvað sem gerist nokkuð oft á þessum tíma árs.
Hins vegar pirrar það mig ólýsanlega mikið ef þetta ratar inn í texta laga. Hef rekist á tvö dæmi um þetta núna undanfarið:
Í laginu jólasveinninn kemur í kvöld, sem ég held að Hreimur syngi, er sungið:
"Þú veist hvenær hann kemur, þig hlakkar alltaf til"
Annað dæmi er í ömurlegu lagi sem ég veit ekkert hver syngur, en þar er sungið: "Dingalingaling hó hó hó hó, Það gerist margt um jólin og okkur hlakkar til"

glatað

myrkur

vá, klukkan orðin hálf tólf og það er ennþá nótt úti... magnað

kjósið í gríðarlega spennandi könnun :)
------------------------------>

föstudagur, desember 15, 2006

Föstudagslagið

Frá Liverpool ferðinni í haust þar sem við sáum Liverpool taka Tottenham í nefið. Ég var nú ekki á sérlega góðum stað að þessu sinni en stemningin frábær.
Góða helgi

Skál

Evrópumeistarar 2005 og 2006

þar fór möguleiki Eiðs Smára á að vinna meistaradeildina!

þriðjudagur, desember 12, 2006

Leikstjórinn

Ég held að það hafi alltaf blundað í mér lítill leikstjóri.
Af því tilefni bjó ég í gær til stórmynd sem frumsýnd verður á Þorláksmessu í öllum helstu kvikmyndahúsum. Margir segja myndina vera jólamyndina í ár og er það vissulega mikill heiður að myndin muni berjast við "The Holiday" og "Eragon" um hátíðarbíóstrauminn.
Lesendur burra.blogspot.com eru svo heppnir að þeir fá hér frumsýningu á nokkrum atriðum úr myndinni.
Góðar stundir
1. sýnishorn
2. sýnishorn
3. sýnishorn
4. sýnishorn

mánudagur, desember 11, 2006

Jólakort

Fékk allt í einu þá snilldarhugmynd að senda engin jólakort þetta árið.
Einhver sem vill opinberlega mótmæla þessari frábæru hugmynd?
Frábær mánudagur... það er svo stutt í jólin að það hálfa væri... vika.
Hvað á maður svo að gefa í jólagjöf og hvað á maður að óska sér... úff... einhverjar hugmyndir?
djöfull var þetta góð hugmynd hjá mér með jólakortin maður!

föstudagur, desember 08, 2006

Föstudagslagið

Það virðist vera vinsælt hjá áhugamanna-kvikmynda-klippurum að klippa brot úr myndum og mixa þeim við góð lög.
Hér ér einu af mínum uppáhalds lögum þessa dagana möndlað saman við atriði úr mynd sem mér fannst ekkert sérstök, en þetta tekst svo vel að mig langar næstum því að sjá myndina aftur!

skál!

fimmtudagur, desember 07, 2006

jólalagið

Á tólfta degi jóla gaf kærastan mín mér
tólf ára viskí
ellefu prósent hvítvín
tíu Hot’n’sweet
níu rauðvínsflöskur
átta Sambuca
sjö kalda Baylies
sex Gin í Tónik
fiiiiiiiiiiiiiiimm Hot shota
fjórar Tequila
þrjár Vodkaflöskur
tvær Captain Morgan og
risastóran bjór

Og svo fórum við í meðferð

styrkir

Skal nú játa það að ég er ekki nógu duglegur að gefa pening til líknarfélaga og þess háttar... það er bara eitthvað svo mikið um þetta, sérstaklega núna fyrir jólin, að maður endar með bullandi valhvíða og styður ekki nálægt því jafn mikið og maður hefði viljað.

En þegar svona gerist þá munar engum um þúsund kall eða svo...

Styrktarreikningur hefur verið opnaður fyrir foreldra Svandísar Þulu, 5 ára stúlku sem lést í bílslysi á Sandskeiði 2. desember s.l. Bróðir Svandísar Þulu,sem er átta ára slasaðist alvarlega og á langa sjúkrahúsvist fyrir höndum. Okkur langar að biðja þá sem vilja styðja fjárhagslega við bakið á foreldrum þeirra, þeim Hrefnu og Ásgeiri að leggja inn á eftirfarandi reikning:

REIKN: 120-05-75519, KT. 060875-5029

VINSAMLEGAST FRAMSENDIÐ PÓSTINN TIL ÞEIRRA SEM ÞIÐ TELJIÐ AÐ VILJI RÉTTA ÞEIM HJÁLPARHÖND.

Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn,
Aðstandendur og vinir.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Jólahlaðborð

Hversu glatað er það að hlakka til jólahlaðborðs í margar vikur og svo loksins þegar það kemur að átinu mikla þá er maður svo ónýtur af þynnku að maður kemur engu niður... bömmer
Minnir óneytanlega á ákveðið þorrablót hérna um árið sem mikil tilhlökkun hafði verið fyrir en maður lenti svo í sama ruglinu.
Anyway... þakka Þorláki fyrir sinn hlut í þessu klúðri, ef ekki hefði verið fyrir báða kassana af bjór sem hann keypti þá hefði þetta aldrei fokkast upp... (og Stefán hefði líklega fengið mun ljúfari svefn) en það var nú samt ferlega gaman að fá hann í bæinn strákinn og ætti hann að taka sjálfan sig til fyrirmyndar og koma miklu oftar!

föstudagur, desember 01, 2006

Föstudagslagið

Eftir mikla togstreitu þá hef ég ákveðið að sá vægir sem vitið hefur meira og ætla því að taka þetta lag í sátt þrátt fyrir að það hafi gert mér lífið leitt í alla nót (færslan fyrir neðan).
En skilaboðin eru góð og hér er föstudagslagið, lag dagsins! Allir að drífa sig svo að kaupa rauða nefið.

Skál

brostu!

Hversu geðveikur getur maður orðið af því að vakna upp svona 10 sinnum yfir nóttina með "brostu, það kostar ekki neitt... brost'út í annað út í eitt..." svo gjörsamlega á heilanum. Það var alveg hressandi fyrstu 4 skiptin en næstu 6 voru að gera mig brjálaðan, hætti næstum við að kaupa rauða nefið á eftir.
Það bætti reyndar úr skák þegar mig dreymdi að Linda var að spurja mig hvort ég gæti nú ekki tekið að mér að kyssa Paris Hilton (sem af einhverjum ástæðum var með okkur í aftursætinu á bíl... berbrjósta) þar sem hún var eitthvað svo andfúl og ég var nýbúinn að borða lakkrís...

athyglisverð nótt

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

ís

ojjj... tvær af hverjum þremur ísvélum í höfuðborginni reyndust ófullnægjandi hvað hreinlæti varðar og í einni fundust saurgerlar... ég er hættur að borða ís... (allavega í þessari viku)

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

fáfræði.is

hvað er bananalýðveldi?

Beraði á sér kynfærin fyrir framan 17 ára gamla skólastúlku

Valdi sendi mér þessa frétt af mbl, og lýsti sig sekan! ...sem ég hefði alveg trúað ef hann væri ekki fyrir austan.
Mér finnst soldið fyndið að svona gerist fyrir kl 9 að morgni... æ, mér finnst bara yfir höfuð hrikalega fyndið að sjá þessa atburðarrás fyrir mér, sérstaklega ef maður sér Valda kallinn fyrir sér sem gjörningarmanninn :)

Sautján ára gömul stúlka varð fyrir kynferðislegri áreitni á leið sinni í skólann í morgun.Að sögn lögreglunnar í Reykjavík átti atvikið sér við strætóskýli á Laugalæk laust fyrir klukkan níu í morgun en dökkklæddur karlmaður vatt sér að stúlkunni og renndi niður buxnaklaufinni og beraði á sér kynfærin. Stúlkan öskraði og tók þá maðurinn til fótanna. Málið er í rannsókn.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

saumari

Hvert fer maður til að gera örlitla saumaviðgerð á jakkafötum??
Er kannski einhver snjall saumari sem les þetta sem getur reddað mér fyrir helgina?

RÚV

Það er ekkert flókið við þetta...
Það á bara að loka sjónvarpsdeild RÚV eins og hún leggur sig, og það strax!

mánudagur, nóvember 27, 2006

lög...

hvaða lag/lög myndir þú vilja heyra á balli?

MUSE

Var fyrst að komast í það núna í dag að hlusta á "Black holes and revelations" með Muse...

...algjör sniiilld!

föstudagur, nóvember 24, 2006

Föstudagslagið

Ég held að þetta þarfnist bara engrar kynningar... nema bara að þessir menn eru algjörir snillingar!!!

skál!



(ef enginn verður var við mig næstu dagana þá hefur annar þeirra líklega drepið mig)

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Herra Ísland

Af einhverjum skrýtnum ástæðum hef ég alltaf haft meiri áhuga á ungfrú ísland en herra ísland... en nú er öldin önnur og hef ég bullandi áhuga á Herra Ísland þetta árið en keppnin fer fram á morgun.
Ástæðan fyrir áhuganum er reyndar sú að hann Þorbergur Ingvi frændi minn er einn keppanda sem herra norðurland. Þess vegna vil ég biðja ykkur öll um að vera svo góð að fara inn á ungfruisland.is, velja netkostningu og velja strákinn... og svo að sjálfsögðu að kjósa hann í símakostningu á meðan keppninni sjálfri stendur, enda er hann lang flottastur.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

laugardagur, nóvember 18, 2006

Laugardagslagið

Ég biðst afsökunar á föstudagslagsleysinu...
Það bar á því um land allt að fólk var engan vegin að komast í gírinn í gær, en fréttamiðlar NFS skelltu skuldinni óhikað á burri.blogspot.com enda kom ekkert föstudagslag.
En hér kemur bara laugardagslagið í staðinn...

skál!!

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Ruslpóstur dagsins

"Try Penis Enlarge Patch by yourself and tell your friend about it"
uhh.. já, það er einmitt það sem ég ætla að gera, fá mér typpastækkara og segja svo öllum vinum mínum frá því.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

bara ef...

Þar sem ég lá andvaka og hugsandi í nótt datt mér eitthvað ógeðslega sniðugt og fyndið í hug... ég man að ég hugsaði, djöfull ætla ég nú að blogga um þetta á morgun!!

...bara ef ég myndi nú hvað ég var að hugsa

föstudagur, nóvember 10, 2006

Föstudagslagið

Þetta þarfnast engrar kynningar... bjór takk!

Svona þegar maður lítur tvö ár til baka þá var ég hreinlega einn af fáum... ok, ég var líklega sá eini sem fékk ekki leið á þessu lagi... bara gaman :) líf og fjör og góða helgi!



Ps. Keypti PES 6 í gær... ef einhver þorir þá er það bara að mæta á njálsgötuna yfir helgina!! ...I´ll take you in the bakery

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

blöðin

Á forsíðu fréttablaðsins í dag 9. nóvember er sagt frá því að Frjálslyndi flokkurinn mælist nú með ellefu prósenta fylgi undir fyrirsögninni Frjálslyndir fimmfalda fylgið. Þar segir að Guðjón Arnar gleðjist yfir stuðningnum. Mbl.is og Vísir.is vitna í könnun fréttablaðsins.

Það skrýtna er að sama dag, á 6. síðu Blaðsins er hinsvegar sagt frá því að fylgi Frjálslyndra mælist nú 7% og þar með sé flokkurinn að tapa helmingi kjörfylgis síns og formaður flokksins bendir á að “þeir hafi aldrei mælst hátt í könnunum”.

Skrýtið

Ný könnun ----------->

mánudagur, nóvember 06, 2006

Ljóð

sýnishorn af ljóði dagsins:

Óhamingja
Veðurspáin segir sól, en ég veit að það verður regn
Bölvaðar auglýsingar stundum, verða mér um megn
Það er ekkert ókeypis og ef ódýrt þá er það drasl

Úr laginu Yndisleg óhamingja
http://www.tonlist.is/ViewAlbum.aspx?AlbumID=6049


Ef þetta er ekki framtíðin í textasmíð þá veit ég ekki hvað

föstudagur, nóvember 03, 2006

Föstudagslagið

Er ekki rétt að koma sér í gírinn með föstudagslaginu sem er jafnframt tilvalið tækifæri til að opna fyrsta öl helgarinnar

Talandi um tilefni til að skála... Buttercup að koma með nýtt efni. Þorlákur er kominn á kaf í að redda miðum á útgáfutónleikana fyrir mig, hann og Villa.
Buttercup eru dæmi um stórlega vanmetna og misskilda tónlistarmenn... Við láki og villi skiljum þessa menn, þetta snýst um svo miklu meira en bara að hlusta, maður þarf að skynja.

...hér er annað dæmi um misskilinn og allt of vanmetinn tónlistarmann

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

bull

Vegna gríðarlegs álags og þrystings frá lesendum sem ég hef ekki á nokkurn hátt getað höndlað þá ætla ég ekki að blogga fyrr en á mánudaginn....

reyndar er skýringin sú að ég er á námskeiðum þessa vikuna og get lítið komist á netið....
svo á ég líka við vandamál að stríða, er þó búinn að leita mér hjálpar, getið lesið um það HÉR

Lifið heil

ps. Þorlákur... þú verður að fá einhvern annan til að gefa þér details frá Villa-afmælinu... einhvern sem man eitthvað :/

föstudagur, október 27, 2006

ammlir

Er það bara ég eða er ekki yndislegt að fá svona rigningu og "ógeðisveður"?
Ég er svo langt frá því að vera eitthvað morgunglaður maður en mér fanst hreinlega hrikalega ljúft að koma út í rigninguna í morgun.

jæja... farinn að blogga um veðrið og svona... alltaf í boltanum

Villi, aka Vilhjálmur, aka Simbi, aka Vilfreð, aka Villi í Idol, aka Bon Jovi á afmæli einhverntíman á næstunni held ég. Hann ætlar allavega að halda upp á það heima hjá mér á morgun þar sem mér skilst að ölvun verði í hávegi höfð og iðkuð af kappi. Ég hlakka til!
Í tilefni af því hef ég ort ljóð um minn kæra félaga

Villi litli ofurtilli
Spáskur á svip og dularfullur
á morgun er þitt afmæli(lli)
þá verður þú sko rosa fullur

Annar og þó nokkuð myndarlegri drengur á hins vegar afmæli í dag.
En það er hann nafni minn Snær og verður hann þriggja ára gamall og ætlar hann, líkt og Villi, að halda upp á herlegheitin á morgun... Mér skilst að það verði ekki jafn mikil áhersla á ölvun í þeirri veislu... Ég hlakka samt til!

þriðjudagur, október 24, 2006

Mýrin

Hefur einhver séð Mýrina?

Er þetta eitthvað sem maður þarf að sjá eða?

mánudagur, október 23, 2006

Útskriftir

Var svo heppinn að vera boðið í tvær útskriftaveislur yfir helgina...
Annars vegar hjá Ástu Skúla ferðamálafræðingi, hins vegar hjá Ólafi Arnari sagnfræðingi.
Ég óska þeim báðum að sjálfsögðu aftur til hamingju með áfangann og þakka fyrir mig... mikið etið... mikið drukkið...

vetur sumar...

Af hverju er ekki vetrar og sumartími á íslandi???

föstudagur, október 20, 2006

Föstudagslagið

Líkt og fyrri föstudaga kemur hér lagið sem kemur okkur öllum í gírinn!
Þessir hafa hreinlega allt sem þarf! ...hressleikann, metnaðinn, dansinn, hoppin, míkrafónstatífið, myndatökuna, pílukastið... og trommusólólin!



miðvikudagur, október 18, 2006

Hvalveiðar

Hvalveiðar já... er það ekki bara fínt?


föstudagur, október 13, 2006

Föstudagslagið...

Það er komið að laginu sem kemur okkur í gírinn...
ekkert fyndið að þessu sinni, bara lag sem maður verður eitthvað svo hress og kátur af :D

góða helgi

fimmtudagur, október 12, 2006

Hvernig kaupa skal gos á hálftíma

Í gær varð ég þyrstur í gos og ákvað að fara í sjoppuferð sem undir venjulegum kringumstæðum er 6 mínútna process...
en ég semsagt...
1. fór úr vinnunni og niður í sjoppu, fattaði við innganginn að kortið mitt var í bílnum
2. labbaði upp í bíl en þegar að bílnum var komið fattaði ég lykillinn var ennþá á skrifborðinu í vinnunni
3. labbaði upp á skrifstofu og sótti bíllykilinn
4. labbaði niðrí sjoppu og tók flöskuna úr kælinum
5. var að fara að borga flöskuna þegar ég fattaði að ég fór aldrei í bílinn að sækja kortið mitt
6. labbaði aftur upp í bíl og sótti kortið
7. labbaði niður í sjoppu og keypti mér pepsi max
8. labbaði sæll og glaður aftur í vinnuna og fattaði á leiðinni að ég var með þúsund kall í vasanum

Stundum getur maður verið illa utan við sig

miðvikudagur, október 11, 2006

Umræðu lokið

Þá hafa bæði Valdi og Villi sagt sitt síðasta í þessari mögnuðu, æsispennandi og hámálefnalegu umræðu.
Þessi nýi liður tókst vonum framar og dagljóst að hann verði tekinn aftur upp áður en langt um líður.
Ef þið hafið ekki nú þegar lesið kommentin við síðustu færslu þá gerið það endilega núna og kjósið hér til hægri hvor stóð sig betur.

mánudagur, október 09, 2006

Nýr liður: Villi vs Valdi

Um leið og ég þakka Villa og Valda fyrir skemmtilegar og málefnalegar rökræður þá vil ég tilkynna að nýr, fastur liður er að hefjast hér á burri.blogspot.com.
Liðurinn heitir einfaldlega Villi vs Valdi en margir hafa líkt þeim kumpánum við Hannes og Mörð.
Í þessum lið munu þeir Villi og Valdi takast á við hin ýmsu mál þjóðfélagsins á sinn sérstæða og málefnalega hátt. Öðrum lesendum er að sjálfsögðu frjálst að taka virkan þátt í umræðunum.

Umræðumálið að þessu sinni er eftirfarandi:
Eru sjómenn hetjur þessa lands?

föstudagur, október 06, 2006

Föstudagslagið

Það er fátt sem kemur manni í betri föstudagsgír en að hlusta á hressandi tónlist í hressandi flutningi!

Sjáumst í partý í kvöld!

bananar

bananarnir
bananana
banönunum
banananna

appelsínan

Maður heldur til vinnu, vopnaður appelsínu.
Hlakkar til að kjammsa í sig eldsneyti morgunsins.
Kemur sér vel fyrir á skrifstofu sinni með fréttablaðið við hönd og opnar gullaldininn.
Helvítis appelsínan reynist vera þrælvond og morguninn ónýtur...
hlakka til kaffisins

fimmtudagur, október 05, 2006

party

Partý á morgun... kíkið á 123.is/bibbarokk
...þess má geta að tríóið tveir með öllum mætir í partýið og mun spila þar nokkrar vel valdar ballöður á nikkur sínar og má þar nefna dægurljóð á borð við undir bláhimni, stuð að eilífu og du hast. Annar þeirra verður svo leynigestur og fær að taka nokkur lög með hinum, við mikinn fögnuð áhorfenda.

passið ykkur svo á fuglaflensunni!

miðvikudagur, október 04, 2006

Alfa...

Hver er tilgangur lífsins?
Hvað gerist þegar þú deyrð?
Hvaða heimildir utan Biblíunnar eru til um Krist?
Var Jesú Guð sjálfur?
Hvernig varð Biblían til?
Er Biblían Orð Guðs?
Getum við fengið fyrirgefningu?

...er ekki Alfa námskeið í Fíladelfíu bara málið... hverjir eru með?

mánudagur, október 02, 2006

nýr simbi


Þessi gullfallegi drengur fæddist á föstudaginn sl. Móðir hans hetir Helga og talið er að pabbinn sé Villi.
Ég vil óska þeim innilega til hamingju með strákinn... hann er stórglæsilegur og hlakka ég til að heimsækja fjölskylduna nýbökuðu.

þriðjudagur, september 19, 2006

Liverpool

Það styttist í Liverpool ferðina, en ég fer út á föstudagsmorgni. En ég er semsagt að fara ásamt Sölva, Sævari, Ranný, Þorbergi, Herði, Reyni og Sævari (nei er ekki að ruglast, við verðum 3 sævararnir) á Liverpool - Tottenham á Anfield.
Þar sem ég verð á námskeiðum næstu tvo daga og ekki nettengdur heima þá verður líklega lítið um blogg fyrr en eftir næstu helgi.

Vil þó nefna að fólk má endilega taka frá laugardagskvöldið 30. sept. en þá verður mögulega nett innflutningspartý á Njálsgötunni, þetta er alls ekki 100% ákveðið og ég er reyndar ekki búinn að ræða það við Stebbann en hann er ekki vanur að setja sig upp á móti svona... Svo verð ég líka með heimsókn frá Sviss þessa helgina, en Vincent, strákurinn sem ég bjó með í Svartfjallalandi ætlar að kíkja... hann er mjög skemmtilegur og á lausu stelpur ;)
Svo er líka mikilvægt að fólk taki frá föstudaginn 6. okt og mæti á fjáröflunarkvöld Ármanns/Þróttar... kostar nánast ekkert inn og bjórinn næstum ókeypis og fullt af frábæru fólki :) nánri upplýsingar hjá BibbuBeib

Annars bara heyrumst við eftir helgi :D
Áfram Liverpool!

over and out

ps.
Lesið þessa frásögn stelpu sem missti systur sína í bilslysi!!

mánudagur, september 18, 2006

Sálin

Má til með að minnast aðeins á tónleika Sálarinnar ásamt Gospelkór Reykjavíkur á föstudaginn.
Gerði mér ekkert sérstaklega miklar væntingar... væntingarnar voru það litlar að ég keypti mér ekki einu sinni miða heldur var mér boðið á tónleikana... en Þvílík snilld sem þetta var og má nánast segja að maður hafi verið með gæsahúð frá fyrsta lagi til hins síðasta (sem voru reyndar bæði "Ekkert breytir því" í stórkostlegri útsetningu).
Svo var það bara hvert snilldarlagið á fætur öðru. Tvö ný lög voru frumflutt og voru þau fín, sérstaklega lagið sem var líka tekið í uppklappinu.
Soldið erfitt að segja hvað var best þar sem þetta var svo frábært í heildina en lög eins og Á einu augabragði, Þú fullkomnar mig, Svarið er já og Undir þínum áhrifum stóðu kannski uppúr. Jafnvel lög sem mér hefur aldrei fundist góð eins og Lestin er að fara fanst mér frábær.
Mér fannst þessir tónleikar miklu skemmtilegri en tónleikarnir með sinfoníunni sem voru þó mjög góðir.
Það eina sem ég get sett út á tónleikana var að ég hefði alveg verið til í að hlusta nokkur lög í viðbót en tónleikarnir hefðu semsagt mátt vera heldur lengri. Að öðru leiti... frábært... og þakka ég Villa og Helgu kærlega fyrir boðið.

tap fyrir chelsea í gær :( ekki gott, vona að mínir menn standi sig betur á móti Tottenham á laugardaginn þar sem ég mun styðja þá úr stúkunni :D get ekki beðið.

ananars er bara mánudagur og allir hressir :)

föstudagur, september 15, 2006

Föstudagslagið

Það er kominn föstudagur og ekki úr vegi að koma sér í helgargírinn með meistaranum sjálfum!!! :)

fimmtudagur, september 14, 2006

STOPP.IS

Endilega farið öll inn á STOPP.IS og skrifið undir viljayfirlýsinguna um að taka þátt í umferðarátakinu sem er í gangi!

miðvikudagur, september 13, 2006

miðvikudagur

Jæja... hvernig fannst ykkur svo magni?

djók!

mánudagur, september 11, 2006

24


Það gleymdist víst að tilkynna þetta formlega en það gerist hér með: Heiðursmenn þessir eru fluttir inn í íbúð að Njálsgötu 100 þar sem þeir búa í góðu yfirlæti í ást, alúð og umburðarlyndi. Hverjum sem hlotnast er meira en velkomið að kíkja í heimsókn á drengina enda ávalt kaldur í kælinum... innflutningspartý nánar auglýst síðar.

Djöfull drullaði annars RÚV rækilega á sig um helgina þegar þeir klipptu á útsendingu frá bikarúrslitaleik kvenna milli Vals og Breiðabliks þegar vítaspyrnukeppnin var að byrja. Skipti nú svosem ekki miklu máli fyrir mig þar sem ég var á leiknum enda sérlegur áhugamaður um kvennaíþróttir... En svona gerir maður bara ekki, að sýna leik í sjónvarpi og hætta svo útsendingu þegar vítaspyrnukeppni byrjar.

Getur einhver lánað mér 4 seríu af 24 fyrir næstu helgi?
Ég ætla, í samráði við Counter Terrorist Unit og bibbu rokk inc. að halda 24 maraþon á Njálsgötu 100 með tilheyrandi bjór og pizzu. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir, en sérstaklega þó sá sem reddar mér 4 seríu og þeir sem tóku þátt í 24 maraþoni á stætinu hérna um árið, einnig verður sérstakur glaðningur fyrir 24 nerði sem eru með CTU símhringinu í símanum sínum.

Fyrirsagnakeppnin sívinsæla "Toppaðu myndatextann" fer aftur í gang von bráðar

föstudagur, september 08, 2006

tv

Það er nánast ekki talað um neitt annað en Rockstar þessa dagana. Þetta eru skemmtilegir þættir en ég, ásamt held ég flestum öðrum, er orðinn verulega þreyttur á að tala um þetta. Allir hafa sína skoðun á þessu og allir vita betur. Mjög snemma í keppninni sagði ég að Dylana, Ryan og Magni yrðu í þremur efstu sætunum, var ekkert svo langt frá því þótt það líti út fyrir það núna að Lucas vinni þetta... mér er svosem skítsama hver vinnur þetta.
Það versta við þetta er að þótt maður sé kominn með meira en nóg af rockstar umræðu þá dregst maður inn í þetta eins og fluga að skít. Það er til dæmis nánast ómögulegt að standa í einrúmi með manneskju án þess að segja... "jájá... hérna... hvernig fannst þér svo Magni?" ...og þá er boltinn farinn að rúlla og ekki aftur snúið.
Nákvæmlega eins og núna ætlaði ég bara að skrifa að mér finnst rockstar umræða leiðinleg en í staðinn er ég búinn að skrifa heilt blogg um þetta... fokk!
Maður á að sjálfsögðu eftir að fylgjast spenntur með úrslitunum, en voðalega verður ljúft þegar þetta er búið.

Má til með að minnast á annað umtalað sjónvarpsefni... sjónvarpsefni sem mikið hefur verið lagt upp úr og hefur greinilega átt að vera mikill 'hittari', hefur líklega átt að vera flaggskip og helsta söluvara stöð 2 í vetur. Ég er að tala um Búbbana.
Ég gerði nokkuð miklar væntingar til þessara þátta þegar það var verið að kynna þetta, enda engin smá kynning sem var í gagni, held að búbbarnir og stjórnendur þeirra hafi verið í hverjum einasta frétta og umræðuþætti alla vikuna fyrir fyrsta þátt. Það kom þó því miður á daginn að þetta er algjörlega misheppnað. Þetta er ágætis barnaefni og ég efast ekki um að 6-11 ára krakkar hafi gaman að þessu... en ég var nú búinn að búast við einhverju aðeins meira spennandi af þessum hóp gamanleikara sem að þessu standa. Þetta var ekki góð fjárfesting hjá stöð 2

gaman að vera aftur farinn að meta helgarfrí :)

föstudagur, september 01, 2006

Flutningar

Það er á svona studnum sem maður veltir fyrir sér... hvað í andskotanum varð um alla diskana mína, hnífapörin mín, glösin mín, eldhúsáhöldin mín, rafmagnstækin mín, rúmfötin mín, veskan mín.
Ætli við stebbi flytjum ekki inn á Njálu á morgun, laugardagur til lukku og allt það... ohhh við eigum eftir að vera svo hamingjusamir og lukkulegir :)

Spron fær hrós fyrir að styrkja Magna og fjölskyldu um hálfa til eina og hálfa milljón!
Mastercard fær mínusinn fyrir að actually rukka mig fyrir það sem ég hef verið að eyða

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Áhyggjuyfirlýsing

Ég má til með að lýsa yfir áhyggjum mínum yfir þeirri þróun sem hefur átt sér stað meðal íslensku kvennþjóðarinnar og vona að þessi skrif verði til þess að fólk opni augun fyrir viðbjóði sem virðist í auknu mæli vera stundaður hér á landi.

Hér áður fyrr var það víst ekki óalgengt meðal bænda að þegar sambandið við kellingarnar fór að dafna þá var bara skellt sér upp í fjall, upp á næstu Skjöldu eða Dolly og "tappað af". Flest munum við eftir nýlegra dæmi þar sem maður var ákærður fyrir að hafa haft samræði við hesta, ekki man ég hvernig það mál endaði. Enþá nýrra dæmi var á forsíðu fréttablaðsins í dag en þar var sagt frá meistaramóti í hrútaþukli... hver vill eiginlega vera bestur á íslandi að þukla á hrútum? Ég er á þeirri skoðun að fólki sem stundar þá viðbjóðslegu iðju, að hafa kynferðisleg samræði við dýr, ætti að vera haldið einhverstaðar frá öðrum manneskjum og ekki síst dýrum.

"Hvað er hann að hafa áhyggjur af einhverju dýraklámi" hugsið þið eflaust núna og haldið að fyrir utan þessi einstöku dæmi þá þekkist þetta ekki hér á landi. En þar skjátlast ykkur all svakalega, ég hef nefnilega áreiðanlegar heimildir, jafnvel játningar, fyrir því að kynferðisleg samræði við dýr eru orðin gríðarlega vinsæl meðal landsmanna og þá sérstaklega ungra kvenna.
Já, ég sagði heimildir og játningar, og langar mig að deila með ykkur nokkrum af mínum heimildum. (ekki fyrir viðkvæma)

Stúlka ein hér í bæ sagði mér hreint út, óumbeðin, hér fyrir nokkrum dögum að kvöldið áður hafi hún átt unaðslega kvöldstund með fiðrildi, hún sagðist meira að segja eiga tvö. Ég hef alltaf litið á þessa stúlku sem vinkonu mína en eftir þetta get ég hreinlega ekki litið framan í hana án þess að fyllast viðbjóði. Ég vona að tíminn muni lækna sálarsár mín. Önnur ung stúlka tilkynnti mér að hún þurfti sko engan veginn á kærasta að halda þar sem kanínan hennar uppfyllti allar hennar kynferðislegu þarfir. Önnur stúlka átti að sögn iðulegar unaðsstundir með höfrungi, ég vil ekki einu sinni ímynda mér hvernig það hefur farið fram. Og svo hef ég heyrt orðróm um ástarsambönd við birni og froska svo eitthvað sé nefnt. Ef ykkur finst þetta ógeðslegt þá skulið þið halda ykkur fast því það versta er eftir. Í ljós hefur komið að mjög stór hluti kvennmanna hefur átt í ástarsambandi við egg. Hversu sjúkt er það? Þá er ekki lengur "bara" verið að tala um dýraklám heldur er farið að níðast á dýrafóstrum sem geta enga björg sér veitt, þetta er orðið eins konar dýrabarnaklám.

Þessi nýi lifnaðarháttur getur bara ekki á nokkurn hátt viðgengist og vona ég að þessi grein veki sofandi samfélag til meðvitundar um hvað er að gerast í undirheimunum. Ég vona að heilbrigðisyfirvöld fari að taka í taumana því það er nokkuð ljóst að það dugir ekkert minna en róttækar aðgerðir á þetta fólk.
Að lokum vil ég beina orðum mínum til ykkar, stúlknanna sem þessa iðju stunda: Það er ekki í lagi að hafa samræði við dýr, hversu góðir bólfélagar sem þau eru. Í guðanna bænum leitið ykkur hjálpar hið fyrsta.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Ég...

...var á frábæru ættarmóti í lok júlí
...var á mögnuðu Neistaflugi um versló
...er búinn að borða pizzu á megaviku
...byrja að vinna hjá Umferðarstofu í byrjun sept.
...er auper þessa dagana
...þori skal get og vil
...mætti ekki á neinn af menningarviðburðum menningarnætur, sá þó flugeldasýninguna í fjarska, fór í frábæra grillveislu og datt í það
...stóð mig betur á Gay pride og fór í bæinn til að sjá skrúðgönguna
...ætla að fara að fá mér ristaða beyglu með smurosti núna
...er kominn til baka frá því að fá mér ristaða beyglu með smurosti, drakk ávaxtasafa með
...er ekki búinn að setja inn nýjar myndir en það er allt í vinnslu
...er yaris
...setti inn nokkra linka hér til hliðar, er öruglega að gleyma einhverjum mikilvægum, skrifið það þá í komment
...ætla að vera duglegur að blogga
...skal ekki leggja nafn Drottins, Guðs míns við hégóma
...hef átt frábæran ágúst mánuð
...mun búa á Njálsgötunni ásamt Stefáni Jóhanni í vetur
...tapaði fótboltaleik í vikunni
...er ekki að fara á hjálpartækjasýningu í kvöld
...rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi
...finn fyrir ákveðnum létti að vera loksins búinn að blogga smá
...á leiðinni til Liverpool á leik í september
...er að tala um sjálfan mig

föstudagur, júlí 28, 2006

frí frí frí... og aftur frí

þá er komið að austfjarðaferð og því lítið bloggað á næstunni (ekki það að maður hafi eitthvað verið að skrifa hérna undanfarið).
Leiðin liggur austur til héraðs þessa helgina þar sem Gilluættarmót fer fram og fjöldinn allur af fábæru fólki safnast saman og fagnar því að vera afkomendur yndislegustu konu í heimi!
Þvínæst liggur leiðin til heimabyggðarinnar Norðfjarðar en þangað hef ég ekki komið í 2 ár og verður gaman að koma heim. Auðvitað er alltaf gaman að koma heim og hitta vini og ættingja, en það verður sérstaklega gaman að koma heim að þessu sinni þar sem mikil uppbygging og framkvæmdir hafa átt sér stað síðan álversframkvæmdir hófust... já það verður gaman að koma heim án þess að eina breytingin á bænum sé sú að einhver hefur málað húsið sitt, gylfi gunnars sé búinn að bæta við ruslið í kringum eignir sínar eða nýir bílar hafa bæst í rúnthringinn. Ég hlakka til að keyra inn í Norðfjörðinn!
Svo er það auðvitað Neistaflugið... hef á tilfinningunni að það verði betra en nokkru sinni þetta árið. Frábærar hljómsveitir (enda ekki við öðru að búast af stjórnendunum Valda og Þorláki), frábært veður (enda ekki við öðru að búast af félaga mínum þarna uppi) og frábært fók (enda ekki við örðu að búast þegar norðfirðingar og aðrir snillingar safnast saman!) ...semsagt, góð verslunarmannahelgin framundan.

heyrumst eftir versló

ps. klikkaði alveg á að setja inn Tyrklandsmyndir en Matthildur aka. Shakira, aka. Eyrnastór aka. Helga Möller aka. rauðbrystingur (Calidris canutus) stóð sig mun betur og má finna Tyrklandsmyndir HÉR

þriðjudagur, júlí 25, 2006

nýr burri

Þá er maður búinn að fjárfesta í þessum kagga, Citroen C3, árg. 2004, ekin 22 þ. km.
Vill einhver koma á rúntinn?

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Til bestustu ferðafélaga í heimi...


Takk fyrir algjöra snilldarferð! Det var livet!!!! ;)

þriðjudagur, júlí 11, 2006

...

Er farinn í viku til Marmaris
Bless

laugardagur, júlí 08, 2006

Úrslitaleikur

Það styttist í úrslitaleik HM 2006. Keppnin er búin að vera stórkostleg í alla staði og maður hefur nánast ekki misst af leik.
Svo er það að sjá hvort Zidane og félagar nái að endurheimta titilinn. Franck Ribery er reyndar minn uppáhalds franski leikmaður... alveg magnaður og hræðilega ljótur.
Talandi um frakkland... það eru komnar inn myndir frá Prag og Frakklandi á myndasíðuna. Ekkert sérlega spennandi myndir en það koma öruglega inn skemmtilegri myndir í næstu viku... eftir Tyrklandsferðina!! :D En ferðafélagið rakettan í samvinnu við sameinumst hjálpum þeim klúbbinn stendur fyrir vikuferð til Marmaris í Tyrklandi nú á þriðjudaginn og hlakka ég MIKIÐ til! ...þrátt fyrir að um bindindisferð félags eldri borgara er að ræða en ferðalangarnir eru allir búnir að vera þurrir í yfir 2 ár.

ALLIR AÐ STYÐJA FRAKKANA Í ÚRSLITALEIKNUM!!!! ALLEZ LES BLEUS


Franck Ribery

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Fréttir af fræga fólkinu

Undanfarið hefur sést til Sævars Jökuls Solheim knattspyrnusnillings og góðvinar Fjölnis Þorgeirssonar spóka sig um í veðurblíðunni í Kopervik sem er friðsæll bær á eyjunni Karmøy við vesturströnd Noregs.
Haft var eftir fjölskyldu og vinum Sævars að hann hafi valið að eyða fríinu á þessum stað vegna einstakar veðurblíðu, góðs aðgengis að hvers kyns vatnaíþróttum, nálægð við Subway og vegna þess að þarna fær hann að mestu frí frá aðgangshörðum fréttariturum, svokölluðum paparazi.
Ekki hefur hann þó alveg verið laus við paparaziana því myndinni hér að neðan tókst fréttaritara eins slúðurblaðana að smella af kappanum er hann var á göngu ásamt innfæddri stúlku í litlum skógi skammt frá heimili sínu í fyrradag.
Það hefur vakið heimsathygli hversu... sólbrúnn Sævar er orðinn.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Atvinnuleitin er hafin...

ef einhver veit um spennandi vinnu handa bráðrgreindum (mín skoðun og flestra annara sem hafa yfir 28 ára reynslu af mér), harðduglegum (aftur mín skoðun en mig minnir að einhver annar hafi líka einhverntíman sagt þetta um mig... ahhh... já það var í grillveislu hérna um árið... pulsuátkeppni), myndarlegum (mamma hefur oft sagt að ég sé það... og mér finnst það líka sjálfum), skemmtilegum (mín skoðun og allra vina minna! samt. 3 stk), stundvísum (það er tóm lýgi en batnandi mönnum og allt það...) og heilbrigðum (saklaus uns sekt er sönnuð) dreng, þá endilega látið vita. Get útvegað upplýsingar um meðmælendur (sem fæstir vilja líklega kannast við að hafa haft mig í vinnu... nema kannski bróðir minn) og ég geri mjög hógværar kröfur um laun (fer aðeins fram á að geta keypt mér hús, bíl, konu, viðhald, börn og hund fyrsta eina og hálfa árið.... nei djók, hata hunda)

sunnudagur, júlí 02, 2006

er það tilfellið...

Varð skyndilega hugsað til stúlku... eða öllu heldur þess sem þessi stúlka sagði. Ég starfaði nefnilega hjá ÍTR sumarið 2001 og þá var þessi stúlka sem heitir Berglind 26-7 ára (ég var bara 21 árs þá) og velti hún sér mikið uppúr karlamálum... eins og einhleypar stúlkur á þessum aldri gera gjarnan.
En hún sagði allavega þessu fleigu orð:
Þegar maður er orðinn þetta gamall þá er ekki skrýtið að maður verði svolítið áhyggjufull... Það er nú bara þannig að ALLIR myndarlegir strákar á mínum aldri eru annað hvort á föstu eða að það er eitthvað mikið að í hausnum á þeim.

þar höfum við það drengir

þriðjudagur, júní 27, 2006

Frakkar áfram

Frakkar komnir áfram í HM og mæta Brasilíu á laugardaginn! Fótboltapartý hjá mér allan daginn og ykkur er öllum boðið, skogvegen 1. Sjiiiiittt... þetta verður magnaður dagur (sem og föstudagurinn) og þvílík spenna komin í þessa keppni!! reyndar eru síðustu vikur búnar að vera algjör sæla! fullt af fótboltaleikjum hvern einasta dag! ég er strax farinn að hlakka til hm 2010. Veit reyndar ekki hvað maður á að gera af sér tvo næstu daga þegar það er pása í keppninni :)
Önnur keppni sem er ekki síður spennandi er HM draupnisins þar sem burrinn er að gera góða hluti og ætlar sér að sjálfsögðu ekkert annað en sigur!!!!

Er annars kominn til Noregs núna, þannig að það er tilgangslaust að reyna að hafa samband í franska númerið mitt...

mánudagur, júní 26, 2006

Buinn

Tha er madur bara kominn i fri madur, ljufa lifid. Gud veit hvad friid varir lengi, en amk thar til eg finn nyja vinnu en ferdaplanid er nu samt a hreinu
PARIS-NOREGUR-REYKJAVIK-TYRKLAND-REYKJAVIK-NESKAUPSTADUR-REYKJAVIK-?
Thetta verdur magnadur juli manudur.
Jaeja... aetla ad nyta sidasta daginn i paris i ad versla horfa a fotbolta og detta i thad :)

allé le bleu!

föstudagur, júní 16, 2006

eeeeggg

ohhh...
af hverju eru egg í öllum helvítis mat, samlokum, salati... maður getur ekki einu sinni fengið pizzu nú til dags án þess að eggi sé sullað yfir hana!
Einn daginn munu þessi hrottalegu egg yfirtaka heimin, og í góðri samvinnu við góðvini sína, hina viðbjóðslegu tómata, þá verða það þau sem borða okkur en ekki öfugt!

þriðjudagur, maí 30, 2006

EkkiIslensktLyklabordBlogg

Jaherna... langt sidan sidast!
Asaedan er einfold, hef att i toluverdum erfidleikum ad finna internetkaffi thar sem eg get breytt tungumalinu og nenni eg thar af leidandi ekki ad blogga... thetta verdur thvi stutt.

Eg var spurdur ekki fyrir svo longu hvort eg myndi segja ja ef mer yrdi bodid ad framlengja samninginn, t.e.a.s. ad vinna tha i prag eda italiu (thad var ekki buid ad akveda neitt, voru bara ad tjekka hverjir hofdu ahuga) og eg lysti tvi semsagt yfir ad eg hefdi ekki ahuga... finnst thad komid nog af leidsogn i bili, nenni ekki ad utskyra thad frekar her nema ad eg er semsagt a leidinni heim i juli :)

Mamma og pabbi komu i heimsokn um daginn... voru ad sjalfsogdu med i ollum turunum, held thau hafi bara verid mjog satt vid ferdina, mer fannst allavega yndislegt ad hafa thau i thessa 3 daga!

Auglysti oformlega eftir einhverjum til ad koma med mer a HM i thyskalandi... vidtokurnar hafa verid mjog draemar, thannig ad thad litur thannig ut ad thad verdi ekkert ur tyskalandsferd hja manni, aetli madur fari ekki bara i stadin til noregs og glapi a alla leikina thar :) thad eru btw ekki nema 10 dagar i HM... djofull hlakka eg til!.

En thratt fyrir breytt plon hvad HM vardar tha er thad nu ekki thannig ad madur se ekki til stadar a storitrottavidburdum. For i gaer a French open tennismotid, sem er eitt af staerstu tennis motum arsins... thar sa eg 3 leiki: Llodra-Stepanek, Blake-Srichapphan og Dementieva-Sucha. Thad verdur ad jatast ad af augljosum astaedum fannst mer skemmtilegast ad horfa a kvennaleikinn :) Annars er komin pinu tennisdella i mann og madur glapir a thetta i sjonvarpinu a hverjum degi... mjog spaugilegt samt ad sja tetta svona "med eigin augum" heheh
Thad er reyndar uppselt a megnid af leikjunum en eg keypti mida af einhverjum gaurum fyrir utan, atti ad kosta 30 evrur en eg borgadi 40, thannig ad thad var ekki smurt svo mikid a verdid.
...ok... va hvad tetta var faranlega mikil tilviljun!!! Rett eftir ad eg klaradi ad skrifa sidutstu setningu tha hringdi yfirmadur minn her i paris i mig... hun fekk 2 mida a undanurslitin i French open naesta thridjudag fra flugfelaginu sem vid notum og baud mer med! snilllld! :):) Eg er semsagt ad fara a undanurslitin i french open hihihi, gleymdi ad spurja hvort thad vaeri kvenna eda karla... skitt med thad, eg hlakka til!! :)

Svo var natturulega urslitin i champions league herna um daginn... madur kikti svona adeins fyrir utan vollinn og svona, rett til ad upplifa stemninguna... gat gleymt tvi ad fa mida, sumir tharna voru ordnir svo desperate eftir mida ad their voru tilbunir ad borga 1500 evrur (ca 120.000 ISK) fyrir midann... adeins meira en eg var tilbuinn ad greida heheh... thannig ad madur let ser naegja ad horfa a leikinn a irskum pobb... umkringdur Arsenal monnum... greyin :)

Jaeja... thetta er ordid miklu mun lengra en thetta atti ad vera og allir bunir ad gefast upp a ad lesa en vil samt ad lokum thakka theim sem hafa hringt i strakinn!!! thid erud svo frabaer!!! og ad sjalfsogdu lika tid sem hafid sent sms og e-mail, thad er svo gaman ad heyra i ykkur og fylgjast aeins med hvad er ad gerast!

Heyrumst thegar eg finn tolvu med islenskt lyklabord

mánudagur, maí 08, 2006

post páskablogg

Ja hérna... hallærislegt að hafa ennþá páskablogg... öss... biðst velvirðingar á aumingjaskapnum.

Hér er bara nóg að gera og lífið er fínt, veðrið orðið mjög gott og maður orðinn pínu sólbrúnn í smettinu. úfff... ég er að blogga um veðrið, þið getið allt eins hætt að lesa núna!
Allavega, mikil vinna í gangi þessa dagana, einn gædinn var rekinn í Prag og einn af okkar gædum þurfti þá að flytja sig yfir þannig að við erum færri sem þýðir meiri vinna... sem er fínt, meiri vinna þýðir meiri peningar og minni tími til að eyða þeim... merkilegt hvað maður eyðir miklu. Sé samt ekki eftir að hafa keypt playstation2 tölvuna, tölvuleikina og alla dvd diskana... það var góð fjárfesting :) eitthvað verður maður að gera þegar maður er í fríi!
Auðvitað saknar maður alltaf íslands... þyrfti eiginlega að fara að tala við hana Fanný mína, alltaf þegar ég fékk smá heimþrá þegar ég var í Svartfjallalandi þá tókst Fanný alltaf að sannfæra mig um að ég væri hreinlega ekki að missa af neinu heima (eitthvað sem ég svosem vissi, en gott þegar einhver segir manni það) ...góð vinkona hún Fanný! :)

Bikarúrslitaleikurinn nálgast!! Liverpool - WestHam... ég hlakka til. Svo er champions league úrslitaleikurinn í Paris þetta árið, ég verð í fríi og mun að sjálfsögðu sniglast fyrir utan völlinn í leit að miða... hæpið að maður fái eitthvað á viðráðanlegu verði en það verður þá gaman að upplifa stemninguna og sjá leikinn á breiðtjaldi.
Mamma og pabbi eru mjög sennilega að koma í heimsókn 19 maí! það verður frábært :D Það er nú einmitt Eurovision helgin! spurning hvort það verði partý á skeljagrandanum?!? synd að missa af því þá! Westenterten hafði lýst yfir mögulegri komu en ákvað að láta svo ekkert heyra í sér... piff... svona kallar! :p Arna Guðný og vinkona hennar koma til Paris snemma í júní, það verður gaman að hitta þær og sötra smá öl með íslenskum hætti :) Aðrir hafa ekki boðað komu sína en ég er ekki búinn að gefa upp vonina!!
Hlakka líka til þegar Davinci code myndin kemur út! og svo er auðvitað HM að byrja... þarf nú varla að nefna hvað ég hlakka til þá! verður gaman að vera í landi þá sem er með lið í keppninni.

Svo er spurningin hvað maður gerir þegar maður er búinn hér... samningurinn gildir bara út júní þannig að þá annað hvort er ég hreinlega búinn eða fæ tilboð um að vinna annars staðar (prag eða ítalíu), ef svo verður þá er spurningin hvort ég taki því eða komi til baka heim... allt óráðið, finst það líka best þannig :) Langar soldið mikið að fara yfir til þýskalands þá (byrjun júlí) og taka þátt í HM klikkuninni... nenni samt ekki að gera það einn! einhver sem er til í að kíkja til þýskalands???

Jæja... þá er ég búinn að blogga um allt sem ég hlakka til á næstuni, þetta var aðalega gert til að sannfæra sjálfan mig um að það var algjörlega að ástæðulausu að ég nennti varla fram úr rúminu í morgun.
Farinn út í sólina og segi bless

sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilegt páskaegg

Halló og gleðilega páska.
Ekki það að maður verði mikið var við að það sé páskadagur í dag, nema kannski að fólkið mitt þurfti að standa í trilljón kílómetra röð fyrir utan Versailles sökum páskaörtröðar (mikið er ég glaður að minn hópur fer í Luxemburg garðinn á eftir en ekki Eifel turninn eins og hinir hóparnir). Að öðru leiti bara venjulegur langur vinnudagur, sem er fínt. Spurning hvort maður geri sér glaðan dag og borði páskasteikina á McDonalds... aldrei að vita.

Bestu páskakveðjur til ykkar allra

sunnudagur, apríl 09, 2006

Jæja... þá er maður búinn að skila af sér fyrsta hópnum og gekk þetta eiginlega bara vonum framar... allavega var ég sáttur og gestirnir bara sáttir líka, nema að þeir hafi bara haft svona hrikalega gott póker feis þegar lýstu yfir ánægju... seinni möguleikinn er kannski líklegri.

Ég fann bar í gær með ódýran bjór og enska boltann á skjánum, þá var ég glaður. Það var reyndar inn í miðbæ, nú er ég í úthverfi (Noisel) og ekki miklar líkur á að ég verði jafn heppinn í dag.

Heimurinn er ekki stór... beið í fyrradag eftir að hópurinn minn kæmi niður úr Eifel turninum, og haldið þið að maður hafi ekki bara rekist á Sigga Frissa og Unni (norðfiðingar fyrir þá sem ekki vita) sem voru að þvælast á bakpokaferðalagi um Evrópu. Ótrúlega skemmtileg tilviljun, verst bara hvað maður hafði lítinn tíma til að spjalla við þau.

Annars er ég í fríi þessa helgina og er þetta fyrsta fríið síðan ég fór frá Noregi 15 mars. Mjög kærkomið frí... sérstaklega í ljósi þess að sökum stress og spennings svaf ég í samt. 8 tíma þessar 3 nætur sem ég var með fyrsta hópinn minn.
Það er bara verst að maður er yfirleitt einn í fríunum. Við erum semsagt 5 sem vinnum hérna, 3 eru með hóp samtímis, 1 á standby vakt og getur því ekki fengið sér í glas eða neitt og sá fimmti þá í fríi.

Ef einhver hefur áhuga á hvernig dagarnir eru hjá mér í vinnunni, þá er það nokkurnvegin svona:
Dagur 1: Gestirnir sóttir á flugvöllin að kvöldi til og farið heim á hótelið sem er í úthverfi Paris
Dagur 2: Keyrt um allan miðbæinn og stoppað á merkilegum stöðum s.s. concorde, trockadero og montmartre. Farin er sigling á Seinen ánni sem rennur í gegnum Paris. Deginum er svo slúttað með mat og Cabaret
Dagur 3: Keyrt út í Champagne héraðið. Stoppað í einhverjum af þeim 320 smábæjum sem þar eru. Vínkjallari heimsóttur og sjálfsögðu vínsmakk. Hádegisverður borðaður hjá vínbóndanum. Svo er keyrt út til höfuðstaðar Champagne, Reims, en þar hentar vel að versla en helsta aðdráttarafl bæjarins er þó Notre Dam de Reims sem er hærri, lengri og flottari en Notre Dam de Paris en einnig mikilvægari þar sem þessi er "konungskrýningarkirkjan" en allir konungar frakklands fyrir utan 2 voru krýndir í Reims.
Dagur 4: Keyrt út til Versailles og híbýli og garðurinn sem Sólkonungurinn byggði skoðuð. Keyrt til baka og fólk velur hvort það vilji upp í Eifel turninn eða Luxenburg garðinn. Að lokum er borðað á veitingastað á Champs Elysees og söddum ferðalöngum skutlað á flugvöllinn þar sem góður tími gefst til að safna saman tipsi handa guide og bílstjóra :)

jæja... er ekki rétt að reyna að finna sér einhvern stað til að horfa á leiki dagsins. Heyrumst!

saevarjokull@gmail.com
+33627832403

þriðjudagur, mars 28, 2006

Nýtt símanúmer

hæ, er kominn með nýtt símanúmer:
+33627832403
Best er að senda sms fyrst ef einhver ætlar að hringja í mig þar sem þetta er vinnusími og ekki sérlega vinsælt ef ónauðsynleg símtöl berast á vinnutíma. En please ekki vera feimin við sms´in!! :)

fimmtudagur, mars 23, 2006

gengur fint

Hallo... er nuna i Paris eftir snilldarviku i Prag.
I gangi er bara massivur laerdomur og mikil keyrsla. City tour allan thridjudaginn, laerdomur, Louvre og Cabaret (med brjostakonum hihihihi) i gaer, Versailles, Seinen-sigling og Eifel turninn i dag, Champagne og Reims tur a morgun, Disneyland og naeturlifid a laugardaginn, Sigurboginn, Champs-Elysees hreinlega bara man ekki hvad annad var planid a sunnudaginn, annar city tour a manudaginn og svo a tridjudaginn koma fyrstu gestirnir... Mikil keyrsla en ferlega gaman! ufff... sumir ordnir verulega stressadir enda mikid sem madur a eftir ad gera og laera. En sem betur fer verdur madur bara "ahorfandi" hja fyrsta hopnum, t.e.a.s. verd med i for thar sem reyndari guide verdur med.
sjitturinn hvad fronsk lyklabord eru troskaheft, nenni tessu ekki lengur

heyrumst...
saevarjokull@gmail.com ...fae franskt simanumer i vikunni

þriðjudagur, mars 14, 2006

myndir og e-ð

búinn að setja dágóðan bunka af myndum frá Íslandsreisunni á myndasíðuna... tékkitát.
Fékk nokkrar myndir lánaðar hjá Barða frá afmæli Fannýar þar sem ég var ekki með cameruna. Tók líka 3 hjá dichmilch frá Wigwam tónleikunum, þar sem ég gleymdi myndavélinni í partýinu :(
But anyway... held ég láti þennan myndabunka vera mína ferðasögu frá Íslandi enda segja þær víst meira en 1000 orð ekki satt.

Annars verður þetta síðasta bloggfærslan í bili þar sem að á morgun fer ég til tékklands í 5 daga og þaðan beint til París. Mun að sjálfsögðu gera mitt besta til að láta amk vita af mér sem fyrst.

Einhverjir hafa boðað komu sína til París í sumar og ætla að sjálfsögðu að hafa samband, aðrir eru að spá í því og hinir eru bara ekki búnir að fatta að þeir séu að fara til París í sumar... Ég set númerið mitt úti hérna inn eins fljótt og ég veit það en annars er emailið saevarjokull@gmail.com

Lag dagsins = "stone me into the groove" með "Atomic Swing"

Bless í bili og hafið það gott

föstudagur, mars 10, 2006

æm alæv

jæja... ekki rétt að láta við sér, þó ekki nema bara að tilkynna að maður sé á lífi.

Íslandsferðinn er lokið, hún varð reyndar lengri en til stóð þar sem það var hreinlega bara allt of gaman til fara til baka. Hún stóð þar með í tæpar 3 vikur og þökk sé frábærum, yndislegum, mögnuðum, dásamlegum, sætum og góðum vinum og fjölskyldu þá leiddist mér ekki í eina mínútu á meðan dvölinni stóð, ég vissi að þetta yrði gaman en þessu átti ég ekki von á.
Það stóð nú til að koma með einhverja ferðasögu en ég held að ég hreinlega sleppi því, hún yrði hreinlega svo fáránlega löng að ég nenni því ekki auk þess sem enginn myndi nenna að lesa hana.
Í stað þess vil ég bara ÞAKKA ÖLLUM MÍNUM NÁNUSTU VINUM OG ÆTTINGJUM (ÞIÐ VITIÐ HVER ÞIÐ ERUÐ) AUK ANNARRA SEM ÉG HITTI Á MEÐAN DVÖLINNI STÓÐ FYRIR FÁBÆRAR VIKUR, ÞÆR VERÐA LENGI Í MINNUM HAFÐAR.
Nú er bara njóta þess að vera hér í faðmi fjölskyldunnar enda endist það ekki nema í tæpa viku :(

Jæja... nóg af væli og snúum okkur að alvöru lífsins... fótbolta.
Liverpool dottnir út úr meistaradeildinni sem er nett áfall, sérstaklega í ljósi þess hversu illa gekk að nýta þau endalaust mörgu færi sem þeir fengu. Sjálfur hefði ég skorað úr amk færinu sem Crouch fékk einn á móti markmanni og furða ég mig í rauninni á því hvers vegna er ekki ennþá búið að hafa samband við mig. Ég held þeir séu hreinlega ekki búnir að fatta mig... en það kemur, það hlýtur að vera! Reyndar hlýt ég líka að vera shortlistaður sem manager ef Benitez skyldi fara til Madrid. Ég meina... það þar engan geimeðlissálfræðing til að sjá að það þýðir ekki að byrja með mann (Morientes) inná sem hefur ekki gert shit í allan vetur í mikilvægasta leik tímabilsins þar sem liðið varð að skora!
Annars þýðir ekki að svekkja sig á þessu... maður horfir bjartur fram á veginn og sér fram á annan sigur á Arsenal á sunnudaginn!!!

Fór í bíó í gær og sá loksins Munich. Snilldarmynd! Hlakka til að sjá næst Syriana. Annars var ég að horfa á trailer af Davinci Code og það er mynd sem ég er virkilega spenntur fyrir, sérstaklega eftir trailerinn.

Annars er maður í óða önn að læra allan andskotann um Paris og frakkland þessa dagana... enda styttis óðfluga í brottför! ekki laust við að maður sé að reyna að ná nokkrum frösum líka... þroskaheft tungumál maður!

jæja... farinn að horfa á Amelie eða eitthvað álíka gáfulegt

étið skít

laugardagur, mars 04, 2006

Til hamingju

Þorlákur, Villi og Valdi voru rétt í þessu að koma út úr skápnum... vil ég hér með óska þeim öllum og kærustum þeirra til hamingju með áfangann! Þeir meiga alveg vera vinir mínir áfram af því að ég er ekki fordómafullur gagnvart svona fólki

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

kex

Farinn í "utanlandsferð" :)
lítið bloggað næstu 2 vikurnar
sjáumst

mánudagur, febrúar 13, 2006

Toppaðu myndatextann, 6. umferð

Það er komið að sjöttu umferð "toppaðu myndatextann" að þessu sinni var það Ólafur Arnar sem sendi inn mynd og myndatexta, enda sigurvegari síðustu umferðar og þ.a.l. dómari í þessari.

Þið kunnið reglurnar... toppið þetta:

"Líffræðikennari fræðir hér nemendur sína um karlmannsendaþarm og eiginleika hans"

sunnudagur, febrúar 12, 2006

PARIS

Þá er það komið á hreint hvar ég mun vinna í sumar.
Ég verð semsagt farastjóri og leiðsögumaður í París. Vinnan byrjar um miðjan mars en þá fer ég til Prag á námskeið en þaðan verður farið til París þar sem áframhaldandi námskeið verða þar til fyrstu gestirnir koma, 27. eða 28 mars.
Ég er að sjálfsögðu vægast sagt ótrúlega spenntur og fullur tilhlökkunar. Segi kannski frá því seinna, þegar ég nenni, hjá hverjum ég er að vinna og hvernig þetta verður allt saman.
En nú þurfa bara allir að fara að drífa sig að plana frakklandsferð í sumar! Vænti þess að sjálfsögðu að fá fullt af heimsóknum!!

PS. Það styttis í íslandsferð! :)
BP. Ólafur er búinn að senda inn mynd og myndatexta, þannig að sjötta umferð hefst á morgun eða þriðjudag

föstudagur, febrúar 10, 2006

CCCP

*Riga er flott borg! ...þrátt fyrir ógnvænlegan frjósandi kulda!

*Ef einhver er að íhuga utanlandsferð, án þess að borga fúlgu fjár þá er flug frá london til lettlands með ryanair málið!!

*Er kominn með vinnu!! :D
Í sumar verð ég farastjóri og leiðsögumaður í Tékklandi, Ítalíu eða Frakklandi... spennandi!! :)

*Ólafur Arnar var sigurvegari fimmtu umferðar "toppaðu myndatextann". Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir mynd og myndatexta frá dómara næstu umferðar

*Norðfirðingadjamm á Broadway, Dreifaraþorrablót, Draupnisárshátíð, Afmæli, Körfuboltaleikur hjá Bibbu, Tónleikar með Hlyni, Fjölskylda og Vinir til að skemmta sér með... er ekki bara málið að skella sér heim í 12 daga eða svo??? jú, held það bara!! :)

*Snjóbretti um helgina? held það bara og vona!

*Grillað svínakjöt og rauðvín... er eitthvað ljúfara?... neibb... nema kannski grillað svínakjöt, rauðvín og góður øl í góðra vina hópi á eftir

*Liverpool að drulla á sig undanfarið? jább... :( en horfum bjartir fram á veginn

*Til hamingju með daginn Olla

*Sjómenn eru hetjur, sérstaklega Ásgeir Rúnar sem er menntaður flugmaður en starfar á sjó vegna ástríðu sinnar á báru og brimi. Fyrst og fremst finnst mér hann þó svalur af því hann er svo massaður.

*Teljari síðunnar er næstum því kominn í 50.000

*Allir meðlimir Dichmilch komu út úr skápnum í gær eftir að hafa tekið þátt í massívu hópkynlífi sem samanstóð eingöngu af karlmönnum og kiðlingum... kynþokki mun þó áfram vera þeirra helsta vörumerki

þriðjudagur, janúar 31, 2006

frí

Farinn í 10 daga bloggfrí sökum Lettlandsferðar, blogga líklega næst fimmtudaginn 9 feb. "Toppaðu myndatextann" ennþá í fullum gangi hér að neðan. Bless í bili

sunnudagur, janúar 29, 2006

Toppaðu myndatextann, 5. umferð

Valdi sendi inn mynd og myndatexta, en hann er dómari umferðarinnar.
Toppið þetta!

"Hér sjáið þið einn MeðLim hljómsveitarinnar Dich Milch. En á þessu tímabili hélt hann að hann væri hinn menski HE-MAN, og hann heldur það reyndar enn".

laugardagur, janúar 28, 2006

Hann er kominn heim!

Einn af mínum uppáhalds leikmönnum allra tíma, Robbie Fowler, er kominn aftur heim til Anfield.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir liðið, stuðningsmenn og Fowler sjálfann.
Fowler er markaskorari af guðs náð og á eflaust eitthvað eftir en hann verður 31 árs í apríl. Svo er líka frábært að fá svona 150% púllara með frábæran móral inn í liðið! Þetta er ekkert nema frábært!
Spurning hvort Owen komi svo ekki bara líka, þá er þetta fullkomnað!

--------
Robbie Fowler
Lag: That's Amore


"When the ball hits the net
It's a fairly safe bet that it's Fowler
Robbie Fowler

And when Liverpool score
You will hear the Kop roar "Oh, its Fowler
Robbie Fowler"

Ian Rush, Roger Hunt
Who's the best man up front? "Oh, its Fowler
Robbie Fowler"

He's the King of the Kop
He's the best of the lot
Robbie Fowler"

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Atvinnuviðtal

-Þá fer að líða að stóru stundinni hjá mér. Allan morgun- og laugardaginn verð ég í atvinnuviðtali. Þannig að fljótlega eftir helgi ætti ég loksins að geta tilkynnt ykkur, börnin mín, hvort ég sé á leiðinni til Tékklands, Ítalíu eða Íslands... allt mjög spennandi!

-Í næstu viku ætla ég svo að túristast í eina viku til Lettlands... svo er maður nú alltaf að spá í Liverpool leik... hmmmm freistandi.

-Valdi búinn að senda inn mynd og myndatexta þannig að einhverntíman um helgina verður fimmta umferð keppninnar.

-Er búinn að setja eitthvað af noregsmyndum í myndaalbúmið

-annars bara... góða helgi

mánudagur, janúar 23, 2006

Eurovision

Ég hef sjaldan látið Eurovision (eða Evróvision sem er heimskulegasta þýðing, eða öllu heldur hálfþýðing sem um getur!) fram hjá mér fara. Þetta árið verður engin undantekning en þökk sé tækninni þá getur maður að sjálfsögðu séð þetta allt á netinu.
Ekki var fyrsti þáttur undankeppninnar sérlega stórkostlegur, reyndar fannst mér öll lögin leiðinleg, nema kannski eitt, en það var lagið sem Regína Ósk söng, þokkalegt alveg.

Annars skilst mér að Birgittu hafi verið borgað stórar fúlgur fyrir að syngja eitt lag. Er þá ekki hægt að sleppa þessu undankeppnisdóti, er ekki bara gefið að hún vinni þetta?
Ég er reyndar mjög sáttur við að það sé undankeppni, það er miklu skemmtilegra heldur en þegar eitthvað lag er valið, með þessu fyrirkomulagi þá getum við allavega kennt þjóðinni allri um þegar lagið skítur á sig í Grikklandi að gömlum sið.

Skilst að undankeppnin kosti um 70 milljónir. Það er ekki lítill peningur. En ef það er upphæðin sem þetta kostar þá ætla ég ekki að gráta það, nema það að fyrst það var á annað borð verið að henda þetta miklum pening í þetta þá gátu þeir nú drullast til að hafa betri kynna en þau Brynhildi Guðjónsdóttur og Garðar Thor Cortes, þau voru vægast sagt ömurleg!

Er það satt að Sylvía nótt er með eitt lag þarna? Hvað verður það þá mikil snilld!! Hún verður þá að vinna!

laugardagur, janúar 21, 2006

26 ára

-nú eru ekki nema 4 ár þangað til ég verð þrítugur
-það er ekkert
-Afmælisdagurinn mun fara í snjóbrettabrun og afmælisveislu, ekki slæmt.
-Sunnu(þynnku)dagurinn mun svo fara í að horfa a Liverpool rassskella Man Utd. Fylgjast svo með hvernig Ferguson vælir yfir því að dómararnir hafi enn einu sinni eiðilagt leikinn fyrir þeim.
-toppið myndatextann enn í gangi hér fyrir neðan
-góða helgi kæru vinir

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Toppaðu myndatextann, 4. umferð

Það er komið að fjórðu umferð þessarar margumtöluðu myndatextakeppni sem farið hefur sigurför um... burrasíðuna.
Sjálfur var ég svo heppinn að vinna síðustu umferð, sem er gott og gilt þar sem ég kom ekki með myndina sjálfur heldur Villi dómari. Er ég því þar af leiðandi dómari þessarar umferðar.

Ég ætlast ekki til neins annars en að þátttökumet verði slegið þessa vikuna en reglurnar eru sem fyrr að búa til texta við myndina hér að neðan og setja hann í comment.

"Sóknarmaðurinn Goran skoraði mark á móti liði bróður síns, Boran, í frönsku fyrstudeildinni sl. helgi. Það sem vakti þó sérstaka athygli við þetta mark var að Goran og Boran eru síamstvíburar."

mánudagur, janúar 16, 2006

rass

Norðmönnum er búið að ganga ótrúlega vel í skíðastökki undanfarið, urðu m.a. heimsmeistarar í liðakeppni í dag... En ég það sem ég vildi minnast á er annað og mikilvægara en tengist þó líka skíðastökki.
Ef ég væri skíðastökkvari þá væri ég til í að eiga svona skó eins og á myndinn hér að neðan, mjög kúl og eru af gerðinni RASS. Einnig er hægt að fá innanhússkó, hlaupaskó, dansskó og ýmislegt fleira í þessu þýska merki.
Puma, Adidas, Nike og Reebok eru úti... Rass er inni

laugardagur, janúar 14, 2006

spurning dagsins... og svar

Spurning: hvað er betra en að vera með netta þynnku og renna sér á snjóbretti allan daginn í góðu veðri, góðu færi og góðum félagsskap. Koma svo heim og svínasteikin bíður eftir manni á borðinu.

Svar: Ekkert. Já ekkert segi ég

miðvikudagur, janúar 11, 2006

"Smá" seinkun

Eins og sumir væntanlega vissu þá var nú upphaflega planið að koma aftur til landsins í kringum miðjan janúar. Það hefur víst orðið smá seinkun á þeirri áætlun og er nýja planið að koma í febrúar. Ástæða seinkunarinnar er að ég sóttu um eitt starf hér í Noregi. Þetta mun verða eina starfið sem ég sæki um hér úti, en ég tel það töluvert ólíklegt að ég fái það. Ég ætla nú samt að bíða eftir svari um hvort maður komist í viðtal... það hlýtur nú að fara að gerast á næstu dögum.
En semsagt... vildi bara tilkynna um þessa lítilvægu seinkun :)

Annars er frá litlu að segja þannig að þá er best að halda kjafti bara held ég. Eftirjólaslor og aumingjaskapur í manni... stefndi á heila helgi með familíunni í Voss á snjóbretti, sem hefði verið snilld en einhver spurning með snjóleysi og Sölvi bróðir e-ð að veikjast, þannig að það skýrist líklega á morgun. Svo er ég ekki frá því að þarnæstu helgi hækkar talan sem segir til um aldur minn um einn. Það breytir svosem ekki miklu þar sem maður hagar sér nú alltaf eins og 10 ára, en það er þó tilefni til að gera sér kannski glaðan dag og ykkur er öllum boðið í partý í Kopervik! Þeir sem ekki mæta eru aumir og hommalegir.

ælir

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Toppaðu myndatextann, 3. umferð

Þá er komið að 3. umferð "toppaðu myndatextann".
Villi sigraði í síðustu umferð og er því dómari í þessari.
Hann sendi inn þessa mynd en myndatextann vantaði þannig að ég bætti honum inn í... toppið þetta nú helvítin ykkar!! :)

"Bylting á fólksbifreiðamarkaðnum: Hundur sem sleikir rass farþeganna er staðalbúnaður í nýja fjölskyldubílnum frá Volvo"

þriðjudagur, janúar 03, 2006

pandora.com

Gleðilegt nýtt ár!

Ég má til með að deila með ykkur snilldar vefsíðu sem bróðir minn benti mér blessunarlega á!
Pandora.com er síða þar sem þú skrifar inn nafn á lagi eða hljómsveit. Síðan finnur svo lög sem líkjast laginu sem þú valdir í t.d. takti, hljómagangi, hljóðfæranotkun o.s.frv. Þú getur svo sagt hvort þér líki viðkomandi lög og síðan finnur smám saman þinn tónlistarsmekk og þú ert kominn með eiginn DJ :) Snilldar tæki til finna flott lög sem manni líkar og maður annars vissi ekki að væru til!

Verði ykkur að góðu

3. umferð "Toppið myndatextann" kemur fljótlega