þriðjudagur, janúar 31, 2006

frí

Farinn í 10 daga bloggfrí sökum Lettlandsferðar, blogga líklega næst fimmtudaginn 9 feb. "Toppaðu myndatextann" ennþá í fullum gangi hér að neðan. Bless í bili

sunnudagur, janúar 29, 2006

Toppaðu myndatextann, 5. umferð

Valdi sendi inn mynd og myndatexta, en hann er dómari umferðarinnar.
Toppið þetta!

"Hér sjáið þið einn MeðLim hljómsveitarinnar Dich Milch. En á þessu tímabili hélt hann að hann væri hinn menski HE-MAN, og hann heldur það reyndar enn".

laugardagur, janúar 28, 2006

Hann er kominn heim!

Einn af mínum uppáhalds leikmönnum allra tíma, Robbie Fowler, er kominn aftur heim til Anfield.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir liðið, stuðningsmenn og Fowler sjálfann.
Fowler er markaskorari af guðs náð og á eflaust eitthvað eftir en hann verður 31 árs í apríl. Svo er líka frábært að fá svona 150% púllara með frábæran móral inn í liðið! Þetta er ekkert nema frábært!
Spurning hvort Owen komi svo ekki bara líka, þá er þetta fullkomnað!

--------
Robbie Fowler
Lag: That's Amore


"When the ball hits the net
It's a fairly safe bet that it's Fowler
Robbie Fowler

And when Liverpool score
You will hear the Kop roar "Oh, its Fowler
Robbie Fowler"

Ian Rush, Roger Hunt
Who's the best man up front? "Oh, its Fowler
Robbie Fowler"

He's the King of the Kop
He's the best of the lot
Robbie Fowler"

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Atvinnuviðtal

-Þá fer að líða að stóru stundinni hjá mér. Allan morgun- og laugardaginn verð ég í atvinnuviðtali. Þannig að fljótlega eftir helgi ætti ég loksins að geta tilkynnt ykkur, börnin mín, hvort ég sé á leiðinni til Tékklands, Ítalíu eða Íslands... allt mjög spennandi!

-Í næstu viku ætla ég svo að túristast í eina viku til Lettlands... svo er maður nú alltaf að spá í Liverpool leik... hmmmm freistandi.

-Valdi búinn að senda inn mynd og myndatexta þannig að einhverntíman um helgina verður fimmta umferð keppninnar.

-Er búinn að setja eitthvað af noregsmyndum í myndaalbúmið

-annars bara... góða helgi

mánudagur, janúar 23, 2006

Eurovision

Ég hef sjaldan látið Eurovision (eða Evróvision sem er heimskulegasta þýðing, eða öllu heldur hálfþýðing sem um getur!) fram hjá mér fara. Þetta árið verður engin undantekning en þökk sé tækninni þá getur maður að sjálfsögðu séð þetta allt á netinu.
Ekki var fyrsti þáttur undankeppninnar sérlega stórkostlegur, reyndar fannst mér öll lögin leiðinleg, nema kannski eitt, en það var lagið sem Regína Ósk söng, þokkalegt alveg.

Annars skilst mér að Birgittu hafi verið borgað stórar fúlgur fyrir að syngja eitt lag. Er þá ekki hægt að sleppa þessu undankeppnisdóti, er ekki bara gefið að hún vinni þetta?
Ég er reyndar mjög sáttur við að það sé undankeppni, það er miklu skemmtilegra heldur en þegar eitthvað lag er valið, með þessu fyrirkomulagi þá getum við allavega kennt þjóðinni allri um þegar lagið skítur á sig í Grikklandi að gömlum sið.

Skilst að undankeppnin kosti um 70 milljónir. Það er ekki lítill peningur. En ef það er upphæðin sem þetta kostar þá ætla ég ekki að gráta það, nema það að fyrst það var á annað borð verið að henda þetta miklum pening í þetta þá gátu þeir nú drullast til að hafa betri kynna en þau Brynhildi Guðjónsdóttur og Garðar Thor Cortes, þau voru vægast sagt ömurleg!

Er það satt að Sylvía nótt er með eitt lag þarna? Hvað verður það þá mikil snilld!! Hún verður þá að vinna!

laugardagur, janúar 21, 2006

26 ára

-nú eru ekki nema 4 ár þangað til ég verð þrítugur
-það er ekkert
-Afmælisdagurinn mun fara í snjóbrettabrun og afmælisveislu, ekki slæmt.
-Sunnu(þynnku)dagurinn mun svo fara í að horfa a Liverpool rassskella Man Utd. Fylgjast svo með hvernig Ferguson vælir yfir því að dómararnir hafi enn einu sinni eiðilagt leikinn fyrir þeim.
-toppið myndatextann enn í gangi hér fyrir neðan
-góða helgi kæru vinir

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Toppaðu myndatextann, 4. umferð

Það er komið að fjórðu umferð þessarar margumtöluðu myndatextakeppni sem farið hefur sigurför um... burrasíðuna.
Sjálfur var ég svo heppinn að vinna síðustu umferð, sem er gott og gilt þar sem ég kom ekki með myndina sjálfur heldur Villi dómari. Er ég því þar af leiðandi dómari þessarar umferðar.

Ég ætlast ekki til neins annars en að þátttökumet verði slegið þessa vikuna en reglurnar eru sem fyrr að búa til texta við myndina hér að neðan og setja hann í comment.

"Sóknarmaðurinn Goran skoraði mark á móti liði bróður síns, Boran, í frönsku fyrstudeildinni sl. helgi. Það sem vakti þó sérstaka athygli við þetta mark var að Goran og Boran eru síamstvíburar."

mánudagur, janúar 16, 2006

rass

Norðmönnum er búið að ganga ótrúlega vel í skíðastökki undanfarið, urðu m.a. heimsmeistarar í liðakeppni í dag... En ég það sem ég vildi minnast á er annað og mikilvægara en tengist þó líka skíðastökki.
Ef ég væri skíðastökkvari þá væri ég til í að eiga svona skó eins og á myndinn hér að neðan, mjög kúl og eru af gerðinni RASS. Einnig er hægt að fá innanhússkó, hlaupaskó, dansskó og ýmislegt fleira í þessu þýska merki.
Puma, Adidas, Nike og Reebok eru úti... Rass er inni

laugardagur, janúar 14, 2006

spurning dagsins... og svar

Spurning: hvað er betra en að vera með netta þynnku og renna sér á snjóbretti allan daginn í góðu veðri, góðu færi og góðum félagsskap. Koma svo heim og svínasteikin bíður eftir manni á borðinu.

Svar: Ekkert. Já ekkert segi ég

miðvikudagur, janúar 11, 2006

"Smá" seinkun

Eins og sumir væntanlega vissu þá var nú upphaflega planið að koma aftur til landsins í kringum miðjan janúar. Það hefur víst orðið smá seinkun á þeirri áætlun og er nýja planið að koma í febrúar. Ástæða seinkunarinnar er að ég sóttu um eitt starf hér í Noregi. Þetta mun verða eina starfið sem ég sæki um hér úti, en ég tel það töluvert ólíklegt að ég fái það. Ég ætla nú samt að bíða eftir svari um hvort maður komist í viðtal... það hlýtur nú að fara að gerast á næstu dögum.
En semsagt... vildi bara tilkynna um þessa lítilvægu seinkun :)

Annars er frá litlu að segja þannig að þá er best að halda kjafti bara held ég. Eftirjólaslor og aumingjaskapur í manni... stefndi á heila helgi með familíunni í Voss á snjóbretti, sem hefði verið snilld en einhver spurning með snjóleysi og Sölvi bróðir e-ð að veikjast, þannig að það skýrist líklega á morgun. Svo er ég ekki frá því að þarnæstu helgi hækkar talan sem segir til um aldur minn um einn. Það breytir svosem ekki miklu þar sem maður hagar sér nú alltaf eins og 10 ára, en það er þó tilefni til að gera sér kannski glaðan dag og ykkur er öllum boðið í partý í Kopervik! Þeir sem ekki mæta eru aumir og hommalegir.

ælir

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Toppaðu myndatextann, 3. umferð

Þá er komið að 3. umferð "toppaðu myndatextann".
Villi sigraði í síðustu umferð og er því dómari í þessari.
Hann sendi inn þessa mynd en myndatextann vantaði þannig að ég bætti honum inn í... toppið þetta nú helvítin ykkar!! :)

"Bylting á fólksbifreiðamarkaðnum: Hundur sem sleikir rass farþeganna er staðalbúnaður í nýja fjölskyldubílnum frá Volvo"

þriðjudagur, janúar 03, 2006

pandora.com

Gleðilegt nýtt ár!

Ég má til með að deila með ykkur snilldar vefsíðu sem bróðir minn benti mér blessunarlega á!
Pandora.com er síða þar sem þú skrifar inn nafn á lagi eða hljómsveit. Síðan finnur svo lög sem líkjast laginu sem þú valdir í t.d. takti, hljómagangi, hljóðfæranotkun o.s.frv. Þú getur svo sagt hvort þér líki viðkomandi lög og síðan finnur smám saman þinn tónlistarsmekk og þú ert kominn með eiginn DJ :) Snilldar tæki til finna flott lög sem manni líkar og maður annars vissi ekki að væru til!

Verði ykkur að góðu

3. umferð "Toppið myndatextann" kemur fljótlega