þriðjudagur, mars 28, 2006

Nýtt símanúmer

hæ, er kominn með nýtt símanúmer:
+33627832403
Best er að senda sms fyrst ef einhver ætlar að hringja í mig þar sem þetta er vinnusími og ekki sérlega vinsælt ef ónauðsynleg símtöl berast á vinnutíma. En please ekki vera feimin við sms´in!! :)

fimmtudagur, mars 23, 2006

gengur fint

Hallo... er nuna i Paris eftir snilldarviku i Prag.
I gangi er bara massivur laerdomur og mikil keyrsla. City tour allan thridjudaginn, laerdomur, Louvre og Cabaret (med brjostakonum hihihihi) i gaer, Versailles, Seinen-sigling og Eifel turninn i dag, Champagne og Reims tur a morgun, Disneyland og naeturlifid a laugardaginn, Sigurboginn, Champs-Elysees hreinlega bara man ekki hvad annad var planid a sunnudaginn, annar city tour a manudaginn og svo a tridjudaginn koma fyrstu gestirnir... Mikil keyrsla en ferlega gaman! ufff... sumir ordnir verulega stressadir enda mikid sem madur a eftir ad gera og laera. En sem betur fer verdur madur bara "ahorfandi" hja fyrsta hopnum, t.e.a.s. verd med i for thar sem reyndari guide verdur med.
sjitturinn hvad fronsk lyklabord eru troskaheft, nenni tessu ekki lengur

heyrumst...
saevarjokull@gmail.com ...fae franskt simanumer i vikunni

þriðjudagur, mars 14, 2006

myndir og e-ð

búinn að setja dágóðan bunka af myndum frá Íslandsreisunni á myndasíðuna... tékkitát.
Fékk nokkrar myndir lánaðar hjá Barða frá afmæli Fannýar þar sem ég var ekki með cameruna. Tók líka 3 hjá dichmilch frá Wigwam tónleikunum, þar sem ég gleymdi myndavélinni í partýinu :(
But anyway... held ég láti þennan myndabunka vera mína ferðasögu frá Íslandi enda segja þær víst meira en 1000 orð ekki satt.

Annars verður þetta síðasta bloggfærslan í bili þar sem að á morgun fer ég til tékklands í 5 daga og þaðan beint til París. Mun að sjálfsögðu gera mitt besta til að láta amk vita af mér sem fyrst.

Einhverjir hafa boðað komu sína til París í sumar og ætla að sjálfsögðu að hafa samband, aðrir eru að spá í því og hinir eru bara ekki búnir að fatta að þeir séu að fara til París í sumar... Ég set númerið mitt úti hérna inn eins fljótt og ég veit það en annars er emailið saevarjokull@gmail.com

Lag dagsins = "stone me into the groove" með "Atomic Swing"

Bless í bili og hafið það gott

föstudagur, mars 10, 2006

æm alæv

jæja... ekki rétt að láta við sér, þó ekki nema bara að tilkynna að maður sé á lífi.

Íslandsferðinn er lokið, hún varð reyndar lengri en til stóð þar sem það var hreinlega bara allt of gaman til fara til baka. Hún stóð þar með í tæpar 3 vikur og þökk sé frábærum, yndislegum, mögnuðum, dásamlegum, sætum og góðum vinum og fjölskyldu þá leiddist mér ekki í eina mínútu á meðan dvölinni stóð, ég vissi að þetta yrði gaman en þessu átti ég ekki von á.
Það stóð nú til að koma með einhverja ferðasögu en ég held að ég hreinlega sleppi því, hún yrði hreinlega svo fáránlega löng að ég nenni því ekki auk þess sem enginn myndi nenna að lesa hana.
Í stað þess vil ég bara ÞAKKA ÖLLUM MÍNUM NÁNUSTU VINUM OG ÆTTINGJUM (ÞIÐ VITIÐ HVER ÞIÐ ERUÐ) AUK ANNARRA SEM ÉG HITTI Á MEÐAN DVÖLINNI STÓÐ FYRIR FÁBÆRAR VIKUR, ÞÆR VERÐA LENGI Í MINNUM HAFÐAR.
Nú er bara njóta þess að vera hér í faðmi fjölskyldunnar enda endist það ekki nema í tæpa viku :(

Jæja... nóg af væli og snúum okkur að alvöru lífsins... fótbolta.
Liverpool dottnir út úr meistaradeildinni sem er nett áfall, sérstaklega í ljósi þess hversu illa gekk að nýta þau endalaust mörgu færi sem þeir fengu. Sjálfur hefði ég skorað úr amk færinu sem Crouch fékk einn á móti markmanni og furða ég mig í rauninni á því hvers vegna er ekki ennþá búið að hafa samband við mig. Ég held þeir séu hreinlega ekki búnir að fatta mig... en það kemur, það hlýtur að vera! Reyndar hlýt ég líka að vera shortlistaður sem manager ef Benitez skyldi fara til Madrid. Ég meina... það þar engan geimeðlissálfræðing til að sjá að það þýðir ekki að byrja með mann (Morientes) inná sem hefur ekki gert shit í allan vetur í mikilvægasta leik tímabilsins þar sem liðið varð að skora!
Annars þýðir ekki að svekkja sig á þessu... maður horfir bjartur fram á veginn og sér fram á annan sigur á Arsenal á sunnudaginn!!!

Fór í bíó í gær og sá loksins Munich. Snilldarmynd! Hlakka til að sjá næst Syriana. Annars var ég að horfa á trailer af Davinci Code og það er mynd sem ég er virkilega spenntur fyrir, sérstaklega eftir trailerinn.

Annars er maður í óða önn að læra allan andskotann um Paris og frakkland þessa dagana... enda styttis óðfluga í brottför! ekki laust við að maður sé að reyna að ná nokkrum frösum líka... þroskaheft tungumál maður!

jæja... farinn að horfa á Amelie eða eitthvað álíka gáfulegt

étið skít

laugardagur, mars 04, 2006

Til hamingju

Þorlákur, Villi og Valdi voru rétt í þessu að koma út úr skápnum... vil ég hér með óska þeim öllum og kærustum þeirra til hamingju með áfangann! Þeir meiga alveg vera vinir mínir áfram af því að ég er ekki fordómafullur gagnvart svona fólki