föstudagur, júlí 28, 2006

frí frí frí... og aftur frí

þá er komið að austfjarðaferð og því lítið bloggað á næstunni (ekki það að maður hafi eitthvað verið að skrifa hérna undanfarið).
Leiðin liggur austur til héraðs þessa helgina þar sem Gilluættarmót fer fram og fjöldinn allur af fábæru fólki safnast saman og fagnar því að vera afkomendur yndislegustu konu í heimi!
Þvínæst liggur leiðin til heimabyggðarinnar Norðfjarðar en þangað hef ég ekki komið í 2 ár og verður gaman að koma heim. Auðvitað er alltaf gaman að koma heim og hitta vini og ættingja, en það verður sérstaklega gaman að koma heim að þessu sinni þar sem mikil uppbygging og framkvæmdir hafa átt sér stað síðan álversframkvæmdir hófust... já það verður gaman að koma heim án þess að eina breytingin á bænum sé sú að einhver hefur málað húsið sitt, gylfi gunnars sé búinn að bæta við ruslið í kringum eignir sínar eða nýir bílar hafa bæst í rúnthringinn. Ég hlakka til að keyra inn í Norðfjörðinn!
Svo er það auðvitað Neistaflugið... hef á tilfinningunni að það verði betra en nokkru sinni þetta árið. Frábærar hljómsveitir (enda ekki við öðru að búast af stjórnendunum Valda og Þorláki), frábært veður (enda ekki við öðru að búast af félaga mínum þarna uppi) og frábært fók (enda ekki við örðu að búast þegar norðfirðingar og aðrir snillingar safnast saman!) ...semsagt, góð verslunarmannahelgin framundan.

heyrumst eftir versló

ps. klikkaði alveg á að setja inn Tyrklandsmyndir en Matthildur aka. Shakira, aka. Eyrnastór aka. Helga Möller aka. rauðbrystingur (Calidris canutus) stóð sig mun betur og má finna Tyrklandsmyndir HÉR

þriðjudagur, júlí 25, 2006

nýr burri

Þá er maður búinn að fjárfesta í þessum kagga, Citroen C3, árg. 2004, ekin 22 þ. km.
Vill einhver koma á rúntinn?

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Til bestustu ferðafélaga í heimi...


Takk fyrir algjöra snilldarferð! Det var livet!!!! ;)

þriðjudagur, júlí 11, 2006

...

Er farinn í viku til Marmaris
Bless

laugardagur, júlí 08, 2006

Úrslitaleikur

Það styttist í úrslitaleik HM 2006. Keppnin er búin að vera stórkostleg í alla staði og maður hefur nánast ekki misst af leik.
Svo er það að sjá hvort Zidane og félagar nái að endurheimta titilinn. Franck Ribery er reyndar minn uppáhalds franski leikmaður... alveg magnaður og hræðilega ljótur.
Talandi um frakkland... það eru komnar inn myndir frá Prag og Frakklandi á myndasíðuna. Ekkert sérlega spennandi myndir en það koma öruglega inn skemmtilegri myndir í næstu viku... eftir Tyrklandsferðina!! :D En ferðafélagið rakettan í samvinnu við sameinumst hjálpum þeim klúbbinn stendur fyrir vikuferð til Marmaris í Tyrklandi nú á þriðjudaginn og hlakka ég MIKIÐ til! ...þrátt fyrir að um bindindisferð félags eldri borgara er að ræða en ferðalangarnir eru allir búnir að vera þurrir í yfir 2 ár.

ALLIR AÐ STYÐJA FRAKKANA Í ÚRSLITALEIKNUM!!!! ALLEZ LES BLEUS


Franck Ribery

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Fréttir af fræga fólkinu

Undanfarið hefur sést til Sævars Jökuls Solheim knattspyrnusnillings og góðvinar Fjölnis Þorgeirssonar spóka sig um í veðurblíðunni í Kopervik sem er friðsæll bær á eyjunni Karmøy við vesturströnd Noregs.
Haft var eftir fjölskyldu og vinum Sævars að hann hafi valið að eyða fríinu á þessum stað vegna einstakar veðurblíðu, góðs aðgengis að hvers kyns vatnaíþróttum, nálægð við Subway og vegna þess að þarna fær hann að mestu frí frá aðgangshörðum fréttariturum, svokölluðum paparazi.
Ekki hefur hann þó alveg verið laus við paparaziana því myndinni hér að neðan tókst fréttaritara eins slúðurblaðana að smella af kappanum er hann var á göngu ásamt innfæddri stúlku í litlum skógi skammt frá heimili sínu í fyrradag.
Það hefur vakið heimsathygli hversu... sólbrúnn Sævar er orðinn.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Atvinnuleitin er hafin...

ef einhver veit um spennandi vinnu handa bráðrgreindum (mín skoðun og flestra annara sem hafa yfir 28 ára reynslu af mér), harðduglegum (aftur mín skoðun en mig minnir að einhver annar hafi líka einhverntíman sagt þetta um mig... ahhh... já það var í grillveislu hérna um árið... pulsuátkeppni), myndarlegum (mamma hefur oft sagt að ég sé það... og mér finnst það líka sjálfum), skemmtilegum (mín skoðun og allra vina minna! samt. 3 stk), stundvísum (það er tóm lýgi en batnandi mönnum og allt það...) og heilbrigðum (saklaus uns sekt er sönnuð) dreng, þá endilega látið vita. Get útvegað upplýsingar um meðmælendur (sem fæstir vilja líklega kannast við að hafa haft mig í vinnu... nema kannski bróðir minn) og ég geri mjög hógværar kröfur um laun (fer aðeins fram á að geta keypt mér hús, bíl, konu, viðhald, börn og hund fyrsta eina og hálfa árið.... nei djók, hata hunda)

sunnudagur, júlí 02, 2006

er það tilfellið...

Varð skyndilega hugsað til stúlku... eða öllu heldur þess sem þessi stúlka sagði. Ég starfaði nefnilega hjá ÍTR sumarið 2001 og þá var þessi stúlka sem heitir Berglind 26-7 ára (ég var bara 21 árs þá) og velti hún sér mikið uppúr karlamálum... eins og einhleypar stúlkur á þessum aldri gera gjarnan.
En hún sagði allavega þessu fleigu orð:
Þegar maður er orðinn þetta gamall þá er ekki skrýtið að maður verði svolítið áhyggjufull... Það er nú bara þannig að ALLIR myndarlegir strákar á mínum aldri eru annað hvort á föstu eða að það er eitthvað mikið að í hausnum á þeim.

þar höfum við það drengir