þriðjudagur, september 19, 2006

Liverpool

Það styttist í Liverpool ferðina, en ég fer út á föstudagsmorgni. En ég er semsagt að fara ásamt Sölva, Sævari, Ranný, Þorbergi, Herði, Reyni og Sævari (nei er ekki að ruglast, við verðum 3 sævararnir) á Liverpool - Tottenham á Anfield.
Þar sem ég verð á námskeiðum næstu tvo daga og ekki nettengdur heima þá verður líklega lítið um blogg fyrr en eftir næstu helgi.

Vil þó nefna að fólk má endilega taka frá laugardagskvöldið 30. sept. en þá verður mögulega nett innflutningspartý á Njálsgötunni, þetta er alls ekki 100% ákveðið og ég er reyndar ekki búinn að ræða það við Stebbann en hann er ekki vanur að setja sig upp á móti svona... Svo verð ég líka með heimsókn frá Sviss þessa helgina, en Vincent, strákurinn sem ég bjó með í Svartfjallalandi ætlar að kíkja... hann er mjög skemmtilegur og á lausu stelpur ;)
Svo er líka mikilvægt að fólk taki frá föstudaginn 6. okt og mæti á fjáröflunarkvöld Ármanns/Þróttar... kostar nánast ekkert inn og bjórinn næstum ókeypis og fullt af frábæru fólki :) nánri upplýsingar hjá BibbuBeib

Annars bara heyrumst við eftir helgi :D
Áfram Liverpool!

over and out

ps.
Lesið þessa frásögn stelpu sem missti systur sína í bilslysi!!

mánudagur, september 18, 2006

Sálin

Má til með að minnast aðeins á tónleika Sálarinnar ásamt Gospelkór Reykjavíkur á föstudaginn.
Gerði mér ekkert sérstaklega miklar væntingar... væntingarnar voru það litlar að ég keypti mér ekki einu sinni miða heldur var mér boðið á tónleikana... en Þvílík snilld sem þetta var og má nánast segja að maður hafi verið með gæsahúð frá fyrsta lagi til hins síðasta (sem voru reyndar bæði "Ekkert breytir því" í stórkostlegri útsetningu).
Svo var það bara hvert snilldarlagið á fætur öðru. Tvö ný lög voru frumflutt og voru þau fín, sérstaklega lagið sem var líka tekið í uppklappinu.
Soldið erfitt að segja hvað var best þar sem þetta var svo frábært í heildina en lög eins og Á einu augabragði, Þú fullkomnar mig, Svarið er já og Undir þínum áhrifum stóðu kannski uppúr. Jafnvel lög sem mér hefur aldrei fundist góð eins og Lestin er að fara fanst mér frábær.
Mér fannst þessir tónleikar miklu skemmtilegri en tónleikarnir með sinfoníunni sem voru þó mjög góðir.
Það eina sem ég get sett út á tónleikana var að ég hefði alveg verið til í að hlusta nokkur lög í viðbót en tónleikarnir hefðu semsagt mátt vera heldur lengri. Að öðru leiti... frábært... og þakka ég Villa og Helgu kærlega fyrir boðið.

tap fyrir chelsea í gær :( ekki gott, vona að mínir menn standi sig betur á móti Tottenham á laugardaginn þar sem ég mun styðja þá úr stúkunni :D get ekki beðið.

ananars er bara mánudagur og allir hressir :)

föstudagur, september 15, 2006

Föstudagslagið

Það er kominn föstudagur og ekki úr vegi að koma sér í helgargírinn með meistaranum sjálfum!!! :)

fimmtudagur, september 14, 2006

STOPP.IS

Endilega farið öll inn á STOPP.IS og skrifið undir viljayfirlýsinguna um að taka þátt í umferðarátakinu sem er í gangi!

miðvikudagur, september 13, 2006

miðvikudagur

Jæja... hvernig fannst ykkur svo magni?

djók!

mánudagur, september 11, 2006

24


Það gleymdist víst að tilkynna þetta formlega en það gerist hér með: Heiðursmenn þessir eru fluttir inn í íbúð að Njálsgötu 100 þar sem þeir búa í góðu yfirlæti í ást, alúð og umburðarlyndi. Hverjum sem hlotnast er meira en velkomið að kíkja í heimsókn á drengina enda ávalt kaldur í kælinum... innflutningspartý nánar auglýst síðar.

Djöfull drullaði annars RÚV rækilega á sig um helgina þegar þeir klipptu á útsendingu frá bikarúrslitaleik kvenna milli Vals og Breiðabliks þegar vítaspyrnukeppnin var að byrja. Skipti nú svosem ekki miklu máli fyrir mig þar sem ég var á leiknum enda sérlegur áhugamaður um kvennaíþróttir... En svona gerir maður bara ekki, að sýna leik í sjónvarpi og hætta svo útsendingu þegar vítaspyrnukeppni byrjar.

Getur einhver lánað mér 4 seríu af 24 fyrir næstu helgi?
Ég ætla, í samráði við Counter Terrorist Unit og bibbu rokk inc. að halda 24 maraþon á Njálsgötu 100 með tilheyrandi bjór og pizzu. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir, en sérstaklega þó sá sem reddar mér 4 seríu og þeir sem tóku þátt í 24 maraþoni á stætinu hérna um árið, einnig verður sérstakur glaðningur fyrir 24 nerði sem eru með CTU símhringinu í símanum sínum.

Fyrirsagnakeppnin sívinsæla "Toppaðu myndatextann" fer aftur í gang von bráðar

föstudagur, september 08, 2006

tv

Það er nánast ekki talað um neitt annað en Rockstar þessa dagana. Þetta eru skemmtilegir þættir en ég, ásamt held ég flestum öðrum, er orðinn verulega þreyttur á að tala um þetta. Allir hafa sína skoðun á þessu og allir vita betur. Mjög snemma í keppninni sagði ég að Dylana, Ryan og Magni yrðu í þremur efstu sætunum, var ekkert svo langt frá því þótt það líti út fyrir það núna að Lucas vinni þetta... mér er svosem skítsama hver vinnur þetta.
Það versta við þetta er að þótt maður sé kominn með meira en nóg af rockstar umræðu þá dregst maður inn í þetta eins og fluga að skít. Það er til dæmis nánast ómögulegt að standa í einrúmi með manneskju án þess að segja... "jájá... hérna... hvernig fannst þér svo Magni?" ...og þá er boltinn farinn að rúlla og ekki aftur snúið.
Nákvæmlega eins og núna ætlaði ég bara að skrifa að mér finnst rockstar umræða leiðinleg en í staðinn er ég búinn að skrifa heilt blogg um þetta... fokk!
Maður á að sjálfsögðu eftir að fylgjast spenntur með úrslitunum, en voðalega verður ljúft þegar þetta er búið.

Má til með að minnast á annað umtalað sjónvarpsefni... sjónvarpsefni sem mikið hefur verið lagt upp úr og hefur greinilega átt að vera mikill 'hittari', hefur líklega átt að vera flaggskip og helsta söluvara stöð 2 í vetur. Ég er að tala um Búbbana.
Ég gerði nokkuð miklar væntingar til þessara þátta þegar það var verið að kynna þetta, enda engin smá kynning sem var í gagni, held að búbbarnir og stjórnendur þeirra hafi verið í hverjum einasta frétta og umræðuþætti alla vikuna fyrir fyrsta þátt. Það kom þó því miður á daginn að þetta er algjörlega misheppnað. Þetta er ágætis barnaefni og ég efast ekki um að 6-11 ára krakkar hafi gaman að þessu... en ég var nú búinn að búast við einhverju aðeins meira spennandi af þessum hóp gamanleikara sem að þessu standa. Þetta var ekki góð fjárfesting hjá stöð 2

gaman að vera aftur farinn að meta helgarfrí :)

föstudagur, september 01, 2006

Flutningar

Það er á svona studnum sem maður veltir fyrir sér... hvað í andskotanum varð um alla diskana mína, hnífapörin mín, glösin mín, eldhúsáhöldin mín, rafmagnstækin mín, rúmfötin mín, veskan mín.
Ætli við stebbi flytjum ekki inn á Njálu á morgun, laugardagur til lukku og allt það... ohhh við eigum eftir að vera svo hamingjusamir og lukkulegir :)

Spron fær hrós fyrir að styrkja Magna og fjölskyldu um hálfa til eina og hálfa milljón!
Mastercard fær mínusinn fyrir að actually rukka mig fyrir það sem ég hef verið að eyða