föstudagur, október 27, 2006

ammlir

Er það bara ég eða er ekki yndislegt að fá svona rigningu og "ógeðisveður"?
Ég er svo langt frá því að vera eitthvað morgunglaður maður en mér fanst hreinlega hrikalega ljúft að koma út í rigninguna í morgun.

jæja... farinn að blogga um veðrið og svona... alltaf í boltanum

Villi, aka Vilhjálmur, aka Simbi, aka Vilfreð, aka Villi í Idol, aka Bon Jovi á afmæli einhverntíman á næstunni held ég. Hann ætlar allavega að halda upp á það heima hjá mér á morgun þar sem mér skilst að ölvun verði í hávegi höfð og iðkuð af kappi. Ég hlakka til!
Í tilefni af því hef ég ort ljóð um minn kæra félaga

Villi litli ofurtilli
Spáskur á svip og dularfullur
á morgun er þitt afmæli(lli)
þá verður þú sko rosa fullur

Annar og þó nokkuð myndarlegri drengur á hins vegar afmæli í dag.
En það er hann nafni minn Snær og verður hann þriggja ára gamall og ætlar hann, líkt og Villi, að halda upp á herlegheitin á morgun... Mér skilst að það verði ekki jafn mikil áhersla á ölvun í þeirri veislu... Ég hlakka samt til!

þriðjudagur, október 24, 2006

Mýrin

Hefur einhver séð Mýrina?

Er þetta eitthvað sem maður þarf að sjá eða?

mánudagur, október 23, 2006

Útskriftir

Var svo heppinn að vera boðið í tvær útskriftaveislur yfir helgina...
Annars vegar hjá Ástu Skúla ferðamálafræðingi, hins vegar hjá Ólafi Arnari sagnfræðingi.
Ég óska þeim báðum að sjálfsögðu aftur til hamingju með áfangann og þakka fyrir mig... mikið etið... mikið drukkið...

vetur sumar...

Af hverju er ekki vetrar og sumartími á íslandi???

föstudagur, október 20, 2006

Föstudagslagið

Líkt og fyrri föstudaga kemur hér lagið sem kemur okkur öllum í gírinn!
Þessir hafa hreinlega allt sem þarf! ...hressleikann, metnaðinn, dansinn, hoppin, míkrafónstatífið, myndatökuna, pílukastið... og trommusólólin!



miðvikudagur, október 18, 2006

Hvalveiðar

Hvalveiðar já... er það ekki bara fínt?


föstudagur, október 13, 2006

Föstudagslagið...

Það er komið að laginu sem kemur okkur í gírinn...
ekkert fyndið að þessu sinni, bara lag sem maður verður eitthvað svo hress og kátur af :D

góða helgi

fimmtudagur, október 12, 2006

Hvernig kaupa skal gos á hálftíma

Í gær varð ég þyrstur í gos og ákvað að fara í sjoppuferð sem undir venjulegum kringumstæðum er 6 mínútna process...
en ég semsagt...
1. fór úr vinnunni og niður í sjoppu, fattaði við innganginn að kortið mitt var í bílnum
2. labbaði upp í bíl en þegar að bílnum var komið fattaði ég lykillinn var ennþá á skrifborðinu í vinnunni
3. labbaði upp á skrifstofu og sótti bíllykilinn
4. labbaði niðrí sjoppu og tók flöskuna úr kælinum
5. var að fara að borga flöskuna þegar ég fattaði að ég fór aldrei í bílinn að sækja kortið mitt
6. labbaði aftur upp í bíl og sótti kortið
7. labbaði niður í sjoppu og keypti mér pepsi max
8. labbaði sæll og glaður aftur í vinnuna og fattaði á leiðinni að ég var með þúsund kall í vasanum

Stundum getur maður verið illa utan við sig

miðvikudagur, október 11, 2006

Umræðu lokið

Þá hafa bæði Valdi og Villi sagt sitt síðasta í þessari mögnuðu, æsispennandi og hámálefnalegu umræðu.
Þessi nýi liður tókst vonum framar og dagljóst að hann verði tekinn aftur upp áður en langt um líður.
Ef þið hafið ekki nú þegar lesið kommentin við síðustu færslu þá gerið það endilega núna og kjósið hér til hægri hvor stóð sig betur.

mánudagur, október 09, 2006

Nýr liður: Villi vs Valdi

Um leið og ég þakka Villa og Valda fyrir skemmtilegar og málefnalegar rökræður þá vil ég tilkynna að nýr, fastur liður er að hefjast hér á burri.blogspot.com.
Liðurinn heitir einfaldlega Villi vs Valdi en margir hafa líkt þeim kumpánum við Hannes og Mörð.
Í þessum lið munu þeir Villi og Valdi takast á við hin ýmsu mál þjóðfélagsins á sinn sérstæða og málefnalega hátt. Öðrum lesendum er að sjálfsögðu frjálst að taka virkan þátt í umræðunum.

Umræðumálið að þessu sinni er eftirfarandi:
Eru sjómenn hetjur þessa lands?

föstudagur, október 06, 2006

Föstudagslagið

Það er fátt sem kemur manni í betri föstudagsgír en að hlusta á hressandi tónlist í hressandi flutningi!

Sjáumst í partý í kvöld!

bananar

bananarnir
bananana
banönunum
banananna

appelsínan

Maður heldur til vinnu, vopnaður appelsínu.
Hlakkar til að kjammsa í sig eldsneyti morgunsins.
Kemur sér vel fyrir á skrifstofu sinni með fréttablaðið við hönd og opnar gullaldininn.
Helvítis appelsínan reynist vera þrælvond og morguninn ónýtur...
hlakka til kaffisins

fimmtudagur, október 05, 2006

party

Partý á morgun... kíkið á 123.is/bibbarokk
...þess má geta að tríóið tveir með öllum mætir í partýið og mun spila þar nokkrar vel valdar ballöður á nikkur sínar og má þar nefna dægurljóð á borð við undir bláhimni, stuð að eilífu og du hast. Annar þeirra verður svo leynigestur og fær að taka nokkur lög með hinum, við mikinn fögnuð áhorfenda.

passið ykkur svo á fuglaflensunni!

miðvikudagur, október 04, 2006

Alfa...

Hver er tilgangur lífsins?
Hvað gerist þegar þú deyrð?
Hvaða heimildir utan Biblíunnar eru til um Krist?
Var Jesú Guð sjálfur?
Hvernig varð Biblían til?
Er Biblían Orð Guðs?
Getum við fengið fyrirgefningu?

...er ekki Alfa námskeið í Fíladelfíu bara málið... hverjir eru með?

mánudagur, október 02, 2006

nýr simbi


Þessi gullfallegi drengur fæddist á föstudaginn sl. Móðir hans hetir Helga og talið er að pabbinn sé Villi.
Ég vil óska þeim innilega til hamingju með strákinn... hann er stórglæsilegur og hlakka ég til að heimsækja fjölskylduna nýbökuðu.