þriðjudagur, janúar 30, 2007

HM

Ísland 29 - Danmörk 32

hvað segið þið?
kleina og kókómjólk í verðlaun fyrir þann sem gískar á rétt svar

mánudagur, janúar 29, 2007

x-factor

Stöð 2 er komin með nýja tækni til að tryggja áhorf: Framleiðum þátt sem er svo illa unninn, amatörlegur og ömurlegur að fólk getur ekki staðist það að horfa.
Þessa aðferð nota þeir meðal annars við X-Factor þættina.
Ég var nú aldrei mikill aðdáandi IDOL þáttanna en eitt máttu þeir þó eiga að það var vel að þeim staðið. Það er því miður ekki hægt að segja um x-factor þættina. Hverjum datt t.d. í hug að setja þessa þarna Ellý í dómarasætið? Verri sjónvarpsmanneskja þekkist ekki og maður fær algjöran kjánahroll í hvert skipti sem hún birtist á skjánum. Páll Óskar er þó aðeins skárri þrátt fyrir að þetta líkist nú oft hálfgerðu freak-show'i þegar hann opnar á sér kjaftinn. Einar Bárðar er hins vegar með mjög pro framkomu og á vel heima þarna (þrátt fyrir fáránleg komment í fyrstu þáttunum um að 16 ára stelpan sem er sú besta af öllum keppendunum væri ekki nógu gömul fyrir þáttinn... ekki nógu gömul fyrir þátt með 16 ára aldurstakmarki!!!).
Meira ömurlegt... Halla Vilhjálms er skelfilegur kynnir. Held það þurfi ekkert að fjölyrða frekar um það. Trúi því bara ekki að það sé ekki hægt að gera betur en þetta.
En það versta við þetta allt saman er að maður horfir á þetta, þökk sé þessari nýju ömurlegheita-taktík hjá stöð 2. Maður getur nefnilega ekki slitið sig frá skjánum því maður bara verður að sjá hvort þetta getur mögulega orðið ömurlegra, sem er svo alltaf raunin.
en af hverju ég er að væla yfir þessu veit ég ekki

föstudagur, janúar 26, 2007

Föstudagslagið

Þetta er bara flott

skál

HM

ohhh... við töpuðum fyrir Póllandi! KURVA!!!
Skil svosem ekki af hverju menn eru að velta sér uppúr þessu. Hvað með það þótt við töpuðum leik í móti í íþrótt sem enginn stundar og ennþá færri horfa á, í íþrótt sem er svo lítil að Íslendingar gátu haldið HM, í íþrótt sem er svo lítil að Grænland, með 56 þús. íbúa, kemst á HM, í íþrótt þar sem Guðmundur Hrafnkelsson komst ekki bara í landsliðið heldur var einn af leikjahæstu mönnum liðsins.
Þá fannst mér nú merkilegra þegar Vala flosa náði þriðja sæti, af fjórum konum sem stunduðu íþróttina í heiminum, á ólympíuleikum.
...verst að maður er alveg jafn vitlaus og allir hinir, öskrar og æsir sig yfir leikjunum og svo raular maður með sjálfum sér lag Baggalúts, "áfram ísland... jafnvel þó við getum ekki neitt"

föstudagur, janúar 19, 2007

Afmælisföstudagslagið

Föstudagslagið er að þessu sinni tileinkað afmælisbörnum helgarinnar... þ.e. Lindu á morgun og sjálfum mér á sunnudaginn :)

Skál í botn!

fimmtudagur, janúar 18, 2007

kvikmyndagagnrýni

Ég er ekki oft með kvikmyndagagnrýni á þessari síðu en ég má til að gagnrýna nýjustu myndina sem ég sá en það er líklega sú mynd sem fær mest áhorf landsmanna þessa dagana enda hafa framleiðendur verið svo rausnarlegir að leyfa netnotendum að sækja sér myndina án endurgjalds. Hér er rætt um kynlífsmyndband Gumma í Byrginu.
Ég verð að byrja á að hrósa myndatökunni fyrir einstakan stöðugleika og skýrleika. Leikararnir tveir eru líka stórgóðir og á hvorugur þeirra "down" kafla á þessum 20 mínútum sem myndin er.
Frumleikinn var mikill og tæknibrellurnar hreint ótrúlegar og alveg ljóst að hvergi var til sparað.
Hápunktur myndarinnar var svo þegar aukaleikarinn tengdi endaviðnám (anal resistor) við afturenda aðalleikarans og tróð sömuleiðis einhverju sem gæti alveg eins verið kústaskaft inn með kvöldmat gærdagsins ásamt góðri slummu af sleipiefnum að sjálfsögðu.

Ég gef gef þessari mynd hámarkseinkunn, fimm stjörnur af fimm mögulegum enda sérlega vel að verki staðið.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Átak

Við Óskar skelltum okkur í ræktina í gær, fullir af eldmóð og atorku. Báðir höfðum við gleymt hversu ömurlegt það er að lyfta, og þeirri tilfinningu að vera óglatt eftir að hafa ofreynt sig. Við vorum ekki jafn brattir á leiðinni út og við höfðum verið á leiðinni inn. Athygli vakti að við bárum okkur lang verst af öllum þeim sem voru þarna inni. Ég held klárlega að ástæðan hafi verið að við reyndum lang mest á okkur... af öllum. Ætlum svo að kaupa okkur árskort í vikunni, held að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær ég muni svo blogga um lélegustu kaup ársins og verður kortið þar efst á lista.

Kveðja
Íþróttaálfurinn

föstudagur, janúar 12, 2007

Föstudagslagið

Lagið að þessu sinni er með einni af mínum uppáhalds hljómsveitum

skál

mánudagur, janúar 08, 2007

Áramótaheit

...nei, sleppum þeim bara þetta árið