miðvikudagur, febrúar 28, 2007

...

það þekkja það væntanlega allir bloggarar að maður á sína upp og niðurdaga í blogginu... yfirleitt hefur þetta ekkert með það að gera hvort maður eigi upp eða niðurdag í lífinu sjálfu heldur er maður bara stundum óstöðvandi í skrifunum en aðra daga hefur maður hreinlega ekki frá neinu að segja.
Ég er einmitt í svona lægð núna, ekki það að það sé ekki mikið að gerast í kringum mann, þvert á móti, ég bara hreinlega nenni ekki að blogga, mig langar ekki að blogga, það er nánast orðin kvöð að blogga.

Ég er þó að sjálfsögðu ekki hættur þessu enda veit ég að hin óþrjótandi skriflöngun mun hellast yfir mig fyrr en varir en vildi samt koma því á framfæri að hér verður ekkert bloggað fyrr en down-tíminn er liðinn og up-tími gengur í garð... hvenær sem það nú verður

föstudagur, febrúar 23, 2007

Föstudagslagið

Löngu löngu löngu orðið tímabært að þessir menn sjái um föstudagslagið!

Skál!

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

jammjamm...

Það styttist í árlega norðfirðinga-rokkveislu á Broadway, en hún verður á föstudaginn. Það er almenn hefð fyrir geignvænlegri ölvun, ég held að það verði engin breyting þar á þetta árið þar sem það verður feitt staffadjamm hjá mér fyrr um kvöldið.

Ég fékk mér nokkrar bollur í fyrradag... hef ekki fengið mér bollu á bolludegi í mörg ár.
Ég borðaði saltkjöt og baunir í gær... hef ekki borðað saltkjöt og baunir í mörg ár.
Held maður sé að detta inn í það að vera týpískur. kúl. Ætla að klæða mig í grímubúning á öskudegi á næsta ári.

En mál málanna í dag:

Þetta verður magnað!!!

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Söngvakeppnin

Ekki hefur nú verið mikið um blogg þessa vikuna, ég held ég haldi því bara áfram, en er þó með 4 spurningar sem vert er að svara, enda snúa þær að söngvakeppninni á laugardaginn. Kókómjólkin og kleinan eru jú að sjálfsögðu enn í boði fyrir þá sem komast næst réttum úrslitum:

1. Hvaða lag verður í fyrsta sæti keppninnar?
2. Hvaða lag verður í öðru sæti keppninnar?
3. Hvaða lag verður í þriðja sæti keppninnar?
4. Hvar ætlar þú að horfa á keppnina?


Hér fyrir neðan eru svo myndir af flytjendunum sem ég stal af RÚV.is, en hægt er að hlusta á öll lögin með því að smella á myndirnar.



ps.
Varast ber að hnerra á meðan maður pissar

föstudagur, febrúar 09, 2007

Föööööstudagslagið

Í haust hélt Draupnisklúbburinn aðra árshátíð ársins 2006 og tókst hún stórvel, menn gengu jafnvel svo langt að segja "besta árshátíð ever"
Eins og gengur og gerist á draupnisárshátíðum þá var haldinn fjöldi móta en í þetta skiptið var haldið fyrsta singstarmót Draupnisins... myndu video upptökur frá kvöldinu duga í föstudagslagið út árið... en... af mikilli virðingu við samfélagsmenn mína (og öðru fólki sem gæti slysast til að sjá myndbandið) ákvað ég að kippa út hljóðinu og setja inn uppáhaldslagið mitt í staðinn.
Hér er afraksturinn...

skál!

eins og áður með stór myndbönd, þá er gott að smella á pásu takkann og bíða þar til myndbandið er fullhlaðið

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Evróvísion

Mig langar svolítið til að hneykslast enn og aftur yfir að helmingur orðsins Eurovision sé þýddur þegar talað er um Eurovision eða söngkvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva en ég ætla að sleppa því í þetta skiptið.
Í staðinn ætla ég að minnast á snillinginn sem skipuleggur keppnina og ákveður svo að fá Bubba Morthens (sem er reyndar alltaf slæm hugmynd) til að koma og segja sína skoðun á Eurovision, vitandi það að Bubba finnst þetta ömurleg keppni og er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum.
Snillingar!
Annars er ekkert sem kemur á óvart í þessu, fullt af ömurlegum lögum og svo slæðist eitt og eitt ágætis lag með, ég held bara að maður muni halda með Heiðu með lag hennar og Dr. Gunna í lokakeppninni, svo var reyndar lagið með Jónsa mjög fínt
Það hefur vakið athygli mína að fólk er að hrósa laginu sem Eiríkur Hauksson syngur. Er eitthvað að hjá fólki!? Eiríkur er auðvitað einhver mesti töffari okkar allra tíma en lagið er því miður leiðinlegt, ófrumlegt og glatað.
Mér fannst mjög gaman að sjá austfirðing meðal flytjanda en því miður er lag hans líka mjög vont og get ég ekki með nokkru móti skilið hvernig það komst áfram... þótt Andri hafi staðið sig nokkuð vel. Þá fannst mér fyrsta lagið það kvöldið, eftir Roland something mun betra.
En bottom line... ég hef alltaf rosalega gaman að þessari keppni og hlakka til úrslitakeppninnar laugardaginn 16. feb. þótt ég sé skíthræddur um að þessi Hafsteinn með Páls Óskars lagið í nýjum búningi eigi eftir að taka þetta... eða ennþá verra, að Friðrik Ómar (aðeins tveimur árum of seinn með trommuþemað) vinni þetta!!

föstudagur, febrúar 02, 2007

Föstudagslagið

Það er nostalgíuföstudagur og púslaði ég því saman brotum af mínum allra allra allra uppáhalds...

skál!

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Ísland - Rússland

Það er best að spá fyrir leik dagsins... svona fyrst kleinan og kókómjólkin gekk ekki út síðast, þótt Ólafur hafi nú verið skrambi nálægt því.
Ég segi Ísland 27 Rússland 30
Svo ætlar Ásgeir að halda PES mót á Njálsgötunni (aka. Byrginu) á föstudagskvöldið en hann er byrjaður að taka við skráningum.