föstudagur, mars 30, 2007

Sjónhverfing


Ef þú horfir mjög vel á myndina í nokkrar sekúndur þá ættir þú að fara að sjá bát í bakgrunninn

miðvikudagur, mars 28, 2007

Tónleikar




Jamm... það eru semsagt tónleikar með Hlyni Ben á Hvebbanum annað kvöld (fimmtudag) kl. 21:30 og er ég þess heiðurs aðnjótandi að vera í bandinu hans.
Tókum þessar fínu hljómsveitarmyndir og allt maður... usss... maður var reyndar að verða smá lasinn þegar myndirnar voru teknar, með skærbleikt nef, hafði því töluverðar áhyggjur af útkomunni, en neinei, hlynsinn reddaði því nú með einu handtaki, barabimmbarabúmm og myndirnar orðnar svarthvítar, ég er ekki frá því að hann hafi blurrað mig soldið líka...

but anyways, vona að sem flestir sjái sér fært að kíkja á Hverfisbarinn á morgun, fá sér einn öl (já eða fimm fötur eins og sumir) og hlusta á fagra tóna frá fögr... ...frá hljómsveitinni

Kíkið líka endilega á mæspeis síðuna hans Hlyns ...ég er alltaf að fatta það meira og meira hvað maður er glataður að vera ekki með svona mæspeis

mánudagur, mars 26, 2007

Tapaði í "kex"


Íslandsmótið í "Kex" var haldið við góða þáttöku að Sóltúni 30 sl. helgi.
Eftir um 8 mínútna harða baráttu þá var það ljóst að Óskar Sturluson tapaði en aðeins var um sekúnduspursmál að ræða en Óskar kom rétt á eftir félaga sínu Sigurði Vilmundi.
Í viðtali kvaðst Óskar ekki par sáttur við árangurinn og kenndi hann m.a. áfenginu og mótherja sínum um. "Það vita allir að áfengi spilar stóran þátt í svona keppni en helvítið hann Siggi skemmdi þetta allt með því að bæta vodka í bolluna, sem hann þorði svo ekki að smakka á sjálfur". Óskar bætti svo að lokum við að "þetta hafði aldrei endað svona ef Siggi hefði verið búinn að fá sér sílikonið sem hann er alltaf að tala um, þá hefði ég rústað þessu!"

Óskar tekur afleiðingunum af tapinu með miklum drengskap ...og bestu lyst

föstudagur, mars 23, 2007

Tott.is

Góðvinur minn og stórsöngvari hljómsveitarinnar Outloud er ekki vanur að sitja auðum höndum og hefur staðið í ýmsu undanfarin ár til að skapa sér og litlu fjölskyldu sinni smá auka tekjur og má þar m.a. nefna klifur hans undanfarið upp metorðastigann í söngheiminum.
Þetta brask Villa hefur gengið mis vel en nú er hann kominn af stað með business hugmynd sem á að slá í gegn, fyrst á íslandi en síðar út í hinum stóra heimi.
Hugmyndin gengur út á það að gefa út svokallaða "Tott miða", en ef keyptur er slíkur miði hjá Villa þá er hægt að framvísa hann hjá hvaða starfsmanni Tott.is ehf sem er og fá þá viðeigandi þjónustu á hvaða tíma sólarhrings sem er.
Villi segist vera mjög bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins enda hafi þetta alveg vantað á markaðinn og sé hann nú þegar búinn að ráða 3 starfsmenn sem munu starfa í þessu ásamt honum sjálfum en stanslausar æfingar og þjálfun hafa átt sér stað undanfarið.
Til að byrja með mun miðinn vera á sérstöku kynningarverði eða 2400 krónur en miðana má panta á villi.blogdrive.com en Villi er einnig búinn að tryggja sér lénið tott.is og er síðan í vinnslu.


Hér má sjá Villa ásamt einum starfsmanna sinna hjá tott.is en umfangsmikil þjálfun hefur átt sér stað innan fyrirtækisins undanfarin misseri.

fimmtudagur, mars 22, 2007

fimtud. 29 mars

Takið næsta fimmtudagskvöld frá!
þið eruð að fara á tónleika

miðvikudagur, mars 14, 2007

Vottorð

Hvar getur maður fengið fake vottorð um að maður hafi verið í námi erlendis? Vantar nefnilega að þykjast hafa verið í námi í noregi síðasta vetur.
3ja rétta máltíð á argentínu fyrir þann sem reddar þessu...

þriðjudagur, mars 13, 2007

myndbandið

er það nú það nýjasta, að gera vont lag ennþá verra með lélegum enskum texta og asnalegu, svarthvítu, þunglyndu og ofurdramatísku myndbandi... við vinnum Eurovision!

Kastljós í gær

föstudagur, mars 09, 2007

Næstu fórnarlömb

Næstu fórnarlömb: PSV
Svo Chelsea í undanúrslitum og úrslitaleikurinn 2005 endurtekinn, Milan - Liverpool :)

mánudagur, mars 05, 2007

bloggpásan

Svekkjandi að vera í bloggpásu, annars gæti maður sko tuðað yfir því að all time lágmarki var náð í íslenskri þáttargerð í X-factor á föstudaginn þegar allir voru farnir að grenja í beinni útsendingu.
Ég gæti líka vælt og grátið og leitast eftir samúð yfir ömurlegum og ósanngjörnum úrslitum í enska boltanum á laugardaginn, í framhaldi af því hefði ég líklega minnst á að ég vorkenni Eggerti greyinu eftir leikinn í gær, þvílík dramatík og nánast örugt að West Ham sé fallið. Ég myndi svo enda fótboltaumfjöllunina á því að minnast á þann gríðarlega spenning og eftirvæntingu sem býr innra með mér fyrir leikinn á móti Barcelona á morgun.
Ætli ég myndi svo ekki enda færsluna, ef ég væri ekki í bloggpásu, á því að minnast á að Daníel Geir frændi minn er að taka þátt í keppninni fyndnasti maður íslands í Austurbæ á fimmtudaginn. Ég er að sjálfsögðu búinn að kaupa mér miða til að styðja stákinn (samt aðalega af því að bjór fylgir miðanum) og hvet sem flesta til að gera slíkt hið sama enda ráða viðtökur úr sal víst töluverðu um úrslitin!

Kveðja úr bloggfríinu

föstudagur, mars 02, 2007