föstudagur, apríl 27, 2007

jammm...

Langar að leyfa lesendum að njóta ávaxta spádómsgáfu minnar (sem er reyndar alveg fáránlega lítil).
En það er varðandi meistaradeildina í næstu viku.
Ég held að báðum leikjum verði snúið við, Liverpool á eftir að taka Chelsea, líklega 2-0 og Milan koma bandóðir í leikinn á móti Man Utd. og vinna 1-0 eða 2-1.

Svo eru nokkur skilaboð fyrir helgina:

-Dóri, djöfull tek ég þig í bakaríið í næsta PES móti
-Ríkisstjórnarkostningar nálgast og stjórnmálaumræður að ná hámarki, sem er gaman, en ég er samt spenntari fyrir eurovision
-Hávarður, please slökktu á Metallica
-Þriggja klúta myndir ættu að geta hentað öllum
-Óskar, þú getur ekkert í PES
-Stemning verður á balli í Hlégarði annað kvöld
-Ólafur Arnar ætlar að brjóta hefðina og halda ekki eurovision partý þetta árið
-Líkamsræktarkortið er ekki lengur í pásu
-Rokkferð í júlí er í fullum undirbúningi
-Villi, ég sæki pokann til þín á eftir
-hættið þessu stressi og hlustið í staðinn á fallegt lag, eins og þetta hér að neðan
-eigið góða helgi

miðvikudagur, apríl 25, 2007

föstudagur, apríl 20, 2007

Draumar

Hef aldrei bloggað um drauma, en vá hvað mig dreymdi ótrúlega magnaðan draum í nótt. Kallinn ásamt góðu föruneyti var hvorki meira né minna að berjast við að bjarga heiminum frá vonda kallinum. Svona nettur Jack Bauer fílingur nema engar byssur voru notaðar, bara hnefarnir og hamar. Sögusviðið var heldur ekki stór hluti af heiminum heldur fór þetta að mestu leiti fram á Urðarteig 7, 740 Neskaupstað. Ætla nú ekki að fara í smáatriðum yfir drauminn, þótt hann hafi falið í sér spennu, hrylling, plott, kjaftshögg, kleinur og kaffi, horfin lík og vondan kall sem þurfti að drepa með því að berja í hausinn á honum með hamri, þurfti þó að vera vinstra meginn þar sem hann var með stálplötu hægra meginn.
En það var tvennt sem ég fór að velta fyrir mér með drauma í morgun:
Annars vegar, hvernig getur manni dreymt að maður situr á tveggja tíma löngum fyrirlestri um klofningu atóma (sem gaurinn með stálplötuna hélt, hann vissi sko ekki að ég var með hamarinn inná mér og áformaði árás) þar sem maður fylgdist með af miklum áhuga og allt meikaði algjörlega sens, þrátt fyrir að dreymandi sé algjörlega ókunnur klofningu atóma.
Hins vegar gerði vondi kallinn þvílíka plottið á móti mér, plott sem dró mig og félaga út frá urðarteigi 7 (þar sem stjórnstöð eyðileggingar alheimsins var) yfir í urðarteig 4b (sem er ekki til held ég), ég meina það er ég sem er að dreyma þetta, hvernig gat ég fallið fyrir þessu plotti vonda kallsins?

Get glatt ykkur með því að heimurinn bjargaðist að lokum

mánudagur, apríl 02, 2007

Gleðilega páska

Það eru næstum því komnir páskar... á páskum fer maður í páskafrí... gaman
Gleðilega páska!