föstudagur, maí 25, 2007

Föstudagslagið

Föstudagslögin verða 3 þennan föstudaginn... enda þrennir stórtónleikar framundan hjá okkur.

Keane í Haugesund
Muse á Wembley, London
TOTO í Reykjavík

Mikið hlakka ég hrikalega gríðarlega ótrúlega mikið til þessa alls!!!

Hér eru böndin live:

Skál





fimmtudagur, maí 24, 2007

miðvikudagur, maí 23, 2007

Fótboltapartýið...

...verður heima hjá mér, Njálsgötu 100 !!!
Leikurinn er sýndur í opinni dagskrá þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að slá upp góðu meistaradeildarpartýi... Allir velkomnir, þeir sem hafa hug á að vera með í að panta pizzu hafi samband við mig :) þetta verður geeeegggjað

Uppstillingin

Vona þetta verði byrjunarlið kvöldsins


Kuyt - Crouch

Kewell - Alonso - Gerrard - Pennant

Riise - Agger - Carrager - Finnan


Reina


Mætti líka vera svona


Kuyt............

..Gerrard

Kewell - Alonso - Mascerano - Pennant

Riise - Agger - Carrager - Finnan

Reina

þriðjudagur, maí 22, 2007

Leikurinn

Jæja... þá er bara að koma að því maður
Hápunktur ársins
Liverpool - AC Milan á morgun
Ég er hreinlega farinn að titra úr spenningi...
Er ekki einhver með inside information hjá Sýn og getur kommentað hérna hvort leikurinn er í opinni dagskrá eður ei.
Tvær ástæður fyrir því að svo gæti verið:
1. Mér skilst að hann hafi verið sendur út í opinni dagskrá 2005
2. Þeir sögðust ætla að sýna einn leik í opinni dagskrá í hverri umferð... þetta hlýtur að vera loka umferðin?

Bara svona að tékka... ef þetta væri óruglað þá er öllum boðið í svakalegt fótboltapartý hjá mér annað kvöld með leikinn í nýju græjunum ;) annars verður maður bara að sætta sig við reykfylltan yfirtroðinn pöbb. Látið endilega vita ef þið vitið e-ð

En sama hvar maður horfir... þetta verður roooosalegt!
Hvernig spá menn annars?
2-0 fyrir Liverpool segi ég!

föstudagur, maí 11, 2007

Eurovision

Hvernig geta menn alltaf verið ferlega hissa þegar við komumst ekki áfram úr undankeppninni?
Í fyrsta lagi þá eru 28 lög að berjast um 10 sæti þannig að burt séð frá lögunum þá eru möguleikarnir mjög litlir og full ástæða til að slaka aðeins á bjartsýninni.
Lagið okkar í ár var ekkert gott! Vissulega var það vel flutt og voru flytjendur landi og þjóð til sóma en lagið var ekki gott. Vissulega getur maður játað það að eftir að hafa heyrt það 100 sinnum og allir fréttamiðlar hafa hamast við að dásama framgöngu okkar fólks í finnlandi, spáð því góðu gengi og sagt frá hversu gríðarlega vinsælir íslensku keppendurnir voru, þá fylltist maður pínulítilli bjartsýni og stóð maður sig jafnvel að því að trúa því að við næðum nokkuð langt. Svo byrjaði keppnin og maður var dreginn aftur niður á jörðina, þrátt fyrir fínan flutning þá stóð þetta lag ekki á nokkurn hátt uppúr og átti ekki heima meðal 10 efstu laga. Reyndar fannst mér 8 af þeim lögum sem komust áfram eiga það fyllilega skilið.
En þetta er bara mín skoðun og allir eiga rétt á svoleiðis.
Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er þessar ömurlegu samsæriskenningar sem spretta upp ár hvert. Það er enginn helvítis mafía, pólitík eða samsæri í gangi. Fyrir það fyrsta þá er öllum þarna úti drullusama um þessa keppni, það horfir nánast enginn á þetta nema íslendingar, eldri borgarar og örfáir aðrir. Ég held að mafían hafi í ýmsu öðru að snúast heldur en að velta sér upp úr Eurovision. Hlýtur það þá ekki að vera klíka líka þegar langflest stig sem norðurlöndin gefa skiptast innbyrðis, hver segir að okkar tónlistarsmekkur sé betri ein þeirra? Þarna er einfaldlega um mismunandi menningu að ræða og fólk kýs það sem það þekkir. Svo óheppilega vill til fyrir okkur að það eru fleiri lönd sem tilheyra þeirra menningu en okkar, sem þýðir bara að við þurfum að koma með drullu gott lag í þessa keppni. Það þýðir ekkert að segja að það sé ekki hæg, Finnland vann í fyrra, svíar voru ofarlega, Norðmenn voru í öðru sæti þar áður og svo mætti lengi telja. Sjálf höfum við náð öðru sæti og ef við skoðum sigurvegara síðustu 20 ár, þá hafa þeir 13 sinnum komið frá Vestur Evrópu, tölfræðin verður bara meira V-evrópu í hag ef farið er lengra aftur í tímann.
Það sem maður getur bablað um eurovision, hef ekki tíma í meira enda efast ég um að nokkur nenni að lesa þetta, en í guðana bænum hættið þessu væli.
Mögnuð helgi framundan! Eurovision og kosningar á morgun, ég held með Moldovu, Hvíta Rússlandi og Serbíu í júró. Soldið mörg, en þá er líka meiri séns á að maður verði glaður :) Gott ef maður er ekki bara líka loksins búinn að ákveða hvað maður ætlar að kjósa í alþ.kosningunum ;)

þriðjudagur, maí 08, 2007

Kosningar 2007

Hvað skal kjósa?

Nú er maður búinn að velta mikið fyrir sér hvað skal kjósa á laugardaginn. Það er gott að velta því fyrir sér því þá ætti maður að vera meðvitaðri um sitt val og maður getur verið sáttur við lífið og liðið vel fram að næstu kosningum, hvernig sem úrslitin verða.

Það má segja að hingað til hef ég, hvort sem mér líkar betur eða verr, tilheyrt tveimur flokkum og verð ég að segja að ég hef orðið fyrir frekar miklum vonbrigðum með þá báða og er ég ekki bjartsýnn á að þeir ríði feitum hesti úr þessum kosningum. Annan mun ég hreinlega ekki með nokkru móti getað kosið á laugardaginn og ég er ansi hræddur um að hinn verði heldur ekki fyrir valinu í kjörklefanum, það er bara hreinlega eitthvað svo glatað sem hann hefur fram að færa.

Nú hefur maður fylgst með þáttum þar sem þeir sem allt þykjast vita sitja og ræða þessi mál og reyna að koma fyrir manni vitinu, einnig hafa vinir og kunningjar komið til manns og reynt að snúa manni í þessa eða hina áttina, umfjallanir eru mjög reglulegar á bloggsíðum (eins og hér er gert) og maður er meira að segja farinn að ræða þessi mál daglega í vinnunni. Sumir vilja meina að heimspólitíkin spili stóran þátt í þessu, aðrir nefna málefnin og enn aðrir vilja hreinlega meina að það sé dagsformið, enda vel þekkt úr íþróttaheiminum að þeir sem eru mest á tánum hverju sinni bera sigur úr býtum.

Ég tel mig vel undirbúinn í kosningarnar þetta árið, ég hef kynnt mér vel hvað allir hafa fram að færa og er nokkuð viss um hvað hentar mér best. Þótt endanleg ákvörðun verði nu ekki tekin fyrr en á hólminn er komið á laugardaginn þá tel ég nokkuð víst að ég muni kjósa hvíta rússland, enda frammúrskarandi framlag þar á ferð.

Spennandi helgi framundan og ég hlakka til!

föstudagur, maí 04, 2007

Föstudagslagið

Það jafnast ekkert á við góðan asískan tónlistarflutning!!
Held að þetta sé þeirra útgáfa af Nínu og Geira
Freakin Hilarious, get ekki hætt að horfa á þetta

Skál!

fimmtudagur, maí 03, 2007

boltinn

Verður maður ekki að byrja þetta á að segja "I told you so" og vitna með því í síðasta blogg þar sem ég hélt því fram að báðum undanúrslitaleikjunum yrði snúið við og tvö bestu félagslið heims, Liverpool og Milan, myndu því mætast í úrslitaleiknum í Aþenu.
Það er náttúrlega ekkert sætara en að komast í úrslit og það með því að slá Chelsea og Mourinho aftur út úr keppninni. Það var þó skelfileg frammistaða Man Utd sem kom eiginlega mest á óvart í þessum leikjum. Allir voru þeir eins og asnar inn á vellinum og þá ættu Giggs, Scholes, Ronaldo og Rooney sérstaklega að skammast sín fyrir að bregðast liðinu gjörsamlega. Eins er óskiljanlegt að Ferguson endi leikinn með tvær ónotaðar skiptingar eftir leik þar sem enginn í liðinu gat rass... það var ekki að sjá að þetta væri liðið sem trónir á toppi deildarinnar, þeir hljóta að hafa verið að spila langt yfir getu í vetur.

en nóg um það
Vítaspyrnukeppnin hér