miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Tilkynning frá Óskari Sturlu


Tilkynning
Lýst er eftir Ásgeiri Rúnari Harðarsyni. Ásgeir Rúnar er um 190 cm. á hæð og fremur íþróttamannslega vaxinn. Ásgeir er dökkhærður og þykir andlitsfall hans líkjast Brad Pitt. Ásgeir hefur ekki sést síðan um áramótin þegar hann lét þau orð falla um félaga sína að þeir væru gamlir, giftir og nenntu aldrei að koma í bæinn. Umræddir félagar hafa farið allar helgar síðan í bæinn í leit að Áseiri Rúnari en sú leit hefur ekki enn borið árangur, sakna þeir hins ástkæra Ásgeirs Rúnar mikið og vilja biðja alla þá sem orðið hafa varir við hann að hafa samband við Lögregluna. Ásgeir var klæddur í hvíta skirtu, stuttbuxur og með ufsabindi þegar síðast sást til hans. Talið er að hann hafi flúið til Mjóafjarðar og haldi sig þar í einrúmi sökum mikillar mannfælni og hræðslu við það að tapa í PES.

mánudagur, ágúst 13, 2007

Forsetinn

Skora á alla að fara inn á frambjodandi.is og kjósa:

Halldór Freyr Sturluson, Sjómaður

Flutningar

Það er ótrúlega gaman að flytja... sérstaklega þegar maður er búinn að keyra fullt af ferðum með fullan bíl og fulla kerru af drasli í geymslu og samt sér ekki högg á vatni. Ég hafði staðið í þeirri trú að við ættum voðalega lítið af dóti en annað hefur komið svo skemmtilega á daginn. Það besta við þetta allt saman er þegar maður fær að flytja allt fyrst í geymslu og fara svo aftur í það að flytja eftir tvær vikur... yndislegt!
En góðu fréttirnar eru að við erum ekki lengur heimilislaus og ennþá betri fréttir eru að við spörum hálfrar mánaðar leigu með því að troða okkur upp á vini og vandamenn það sem eftir er mánaðar... hahahahahah alltaf er maður að græða maður!
Annars erum við komin með þessa ferlega fínu íbúð á áttundu og efstu hæð í kríuhólum frá fyrsta sept. Flott íbúð með magnað útsýni og leigan mjög hagkvæm. Nú er bara að fara í það að kaupa langþráð grill þar sem maður er loksins kominn í húsnæði með góðum svölum :)
Hornsófi kæmi sér líka vel, ef einhver er að losa sig við snyrtilegan slíkan þá má hinn sami alveg láta vita.

Annars er nóg að gera fyrir utan flutningana, stórlið FC Ice er að gera góða hluti og erum við efstir í C riðli utandeildarinnar sem ég held að sé hreinlega besti árangur liðsins frá upphafi. Músíkin er alltaf til staðar og hef ég tekið nokkur gigg með Dich Milch bræðrum undanfarið... sem er bara skemmtilegt! svo er maður að fara í stúdíó í næstu viku að taka upp fyrir væntanlega plötu Hlyns Ben. Menninganótt framundan með tilheyrandi gleði... maður fer nú væntanlega á miklatúnið, spurning hvort maður taki líka tónleikana í höllinni, spurning hvort það verði allt of mikil stappa... kemur í ljós. Væri gaman ef lákinn myndi láta sjá sig í bænum.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

versló

já maður á víst svona blogg...
hef nú ekki tíma til að skrifa núna, ætli maður komi ekki með ofur comeback eftir versló bara :)
Verslunarmannahelginni verður auðvitað varið á Neistaflugi eins og oft áður en hápunktar hátíðarinnar eru auðvitað barinn í kvöld þar sem Dich Milch spilar og svo 16 ára ballið í egilsbúð á laugardag þar sem svo skemmtilega vill til að Dich milch spilar líka :)
Annars er maður bara orðinn heimilislaus... þannig að ef einhver veit um góða íbúð á leigu þá endilega láta vita.

skál!