miðvikudagur, október 31, 2007

Monster



Lagið Monster er komið út! Mun það vera fyrsta lagið sem kemur út af plötunni Telling Tales sem kemur út í febrúar nk.

Myndband með laginu er líka komið út en það mun vera heldur óþægilegt áhorfnar (...áhorfnar ...er það orð?) og ekki fyrir viðkvæmar sálir, en samt ferlega flott.

En allavega... algjör skylda fyrir ykkur ÖLL að kíkja hingað: http://www.myspace.com/hlynurben og hlusta og horfa á forsmekkin af magnaðri plötu! :)

mánudagur, október 29, 2007

Bagpipe

Hvar kaupir maður sekkjapípu? Einhver með svoleiðis til sölu?
Stefnan er tekin á að eignast svoleiðis stykki sem allra fyrst, læra á hana, einnig sem allra fyrst, og gera nágranna og alla aðra í kringum sig geðveika... sem allra fyrst.

föstudagur, október 26, 2007

Föstudagslagið

Það er komið að árlegum stórafmælisdegi... það er nefnilega það góða við hann Villa að öll hans afmæli eru stórafmæli og haldið upp á þau með viðeigandi hætti. Þetta árið er engin undantekning og mun hann halda grímuballafmæli í kvöld, tilhlökkunin er mikil enda var þetta sko ekki leiðinlegt í fyrra. Vona líka að skreytingarnefndin hafi staðið sig jafn vel og áður.
Svo tókum við svona líka fína upphitun í gær á glaumbar, unnum heilan bala af bjór í poppgetraun Hlyns Ben, sem þurfti auðvitað að drekka. Mæli annars með fimmtudagskvöldunum á Glaumbar... stórskemmtilegt hjá honum Hlyni alveg.
Talandi um Hlyn, þá styttist í að fyrsta lagið og myndbandið af væntanlegri breiðskífu komi út. Mikil tilhlökkun hér á ferð enda í fyrsta skipti sem ég tek þátt í að spila inn á heila plötu. En mér skilst að það sé stefnt á að lagið og myndbandið komi út núna 1. nóvember. Myndbandið er víst sérlega fallegt og ætti að koma öllum í jólaskapið ;) fylgist með á myspace.com/hlynurben

En að öðru.
Föstudagslögin eru 2 að þessu sinni en þau eru, eins og í síðustu viku, frá tónleikum sem farið var á í sumar. Í þetta skiptið eru það Muse tónleikarnir á Wembley, eitthvað það magnaðasta sem ég hef orðið vitni af. Myndgæðin eru svosem ekki upp á marga fiska en vek athygli á rokköskrum Valda sem má heyra hér og þar í lögunum, sértaklega í New born, en honum var einmitt boðin staða bakraddara hjá Muse eftir tónleikana sem hann afþakkaði hálf móðgaður yfir að hafa ekki verið boðið að vera trommari.

Opnunarlag tónleikanna, Knights of Cydonia


Farið að kvölda og geðveikt ljósashowið komið í gang í New Born

föstudagur, október 19, 2007

Föstudagslagið

Stutt myndbrot frá snilldartónleikum í Haugesund í sumar



Skora á Valda að setja myndbönd frá þessum tónleikum á youtube, hann var mun duglegri með vélina en ég

þriðjudagur, október 16, 2007

Blessuð pólitíkin

Björn Ingi blablablabl en mætti svo ekki blablablablaf selijs sefls efjse f og Alfreð æasoeifj lsj lij sefjslf jlsei vilhjálmur greyið sæleifjslefja æljslf lise gísli marteinn blablabla sejfælsejf jlie jlisef lijef skúrkur eða hetja blsefalsifj slief iseæij lsief lsief júdas lisejf lie flsiejf who gives! lsiej s æasfb blabla bla bla blaisefjæl man ekki til þess að hafa sé listann blalsijæ sliej lieflse spilling lbkjæsien sefli seflij framsókn dauð blis isf æaifs ei fæli fseli nýtt upphaf framsóknar blablal balsdfjslfj lsiejflie sleiflsi fk lisjefi bjarni ármanns á peninga bla bla bla lsjflseæj lisfeli eflsi elij dfi lij útrás lijlsie ijsiejf wtf. sliefjæsliejf liejeif keikó heim sifjlies nfielsiejf lsfblagblabla leijf esiljf.
En í stuttu máli þá liejflsiaæl crap crap crap blablablalæjflsie lisj flsijflis fljef.

..en þetta er nú bara mín persónulega skoðun

föstudagur, október 12, 2007

Gestablogg frá Villa

Gestablogg frá Simba
Þar sem Burri er í hálfgerðu bloggleysiskasti þessa dagana þá ákvað ég að það þyrfti að taka ráðin úr höndum hans og blogga fyrir hann. Ég ætla að stikla á stóru og reyna að fara yfir það helsta sem Burrinn er að hugsa um þessa dagana:

Liverpool eru bestir!
Er að fara í afmæli til Grindavíkur á laugardag!
Simbi verður 25 ára á næstunni!
Mig vantar dagblaða rekka á klósettið!
Bitur, bitur, bitur.....

Og svo má auðvitað ekki gleyma föstudagslaginu!
Hver man ekki eftir þessum?