föstudagur, desember 21, 2007

mánudagur, desember 10, 2007

Styrkjum svanga námsmenn þessi jólin

Ég man hérna fyrir örfáum árum þegar ég sat svangur á námsbekk. Kaffistofan í Odda og sérstaklega á bókhlöðunni var ekki með neitt sérlega aðlaðandi verðskrá... á góðum dögum er maður vildi gjöra vel við sig splæsti maður á sig kleinu og kókómjólk... sú sykurskerta var því miður ekki komin á þessum tíma.

Svo arkaði maður svangur heim á leið eftir langan dag í skólanum, hvort sem gengið var á Hagamelinn eða Nesveginn þá fólu báðar gönguleiðir í sér ferð framhjá yndislegri kjúklingalykt úr Melabúðinni. Síðar, á Kleppsveginum, fól heimferðin í sér akstur framhjá ilmandi Jóa Fel bakaríinu (síðar Adam og Eva, sem var önnur freisting og önnur saga).

En á matseðlinum var lítið annað en Bónus núðlur upp á hvern dag. Eina spennan var hvort þær voru með beef eða chicken flavor.
Vegetable núðlurnar voru ógeð, en stundum var bara ekkert annað í boði, allt er hey í harðindum sagði beljan og át slátturvélina og allt það...

Já... þetta voru erfiðir tímar og myndi ég ekki óska þess upp á nokkurn mann að mennta sig.

Þeir eru þó nokkrir sem fara þessa leið, þ.e. að mennta sig, með tilheyrandi volæði og vosbúð.

Einn þeirra er Daníel Geir frændi minn.

Hann Daníel mun þó seint vera þekktur fyrir að deyja ráðalaus. Í einu hungurkastinu, er Daníel var kominn langt undir kjörþyngd, ákvað hann nefnilega að skella sér í keppni þar sem barist er um hylli landsmanna með það í huga að hljóta 100.000 króna gjafabréf í Nettó. Já þið heyrðuð rétt... 100 þúsund kell, hvorki meira né minna!! (það eru um 5000 pakkar af núðlum).

Hvort sem það var vegna gæða framlags Daníels eða vorkunsemi dómara við svanga námsmenn þá var framlagið valið sem eitt af þeim 10 bestu sem í keppnina bárust.

Nú reynir á samheldni og samúð landsmanna, því kosningin er hafin á netinu.

Munið börnin mín að margt smátt gerir eitt stórt. Með einni lítilli atkvæðagreiðslu gætir þú átt þátt í því að fæða hungraðan námsmann í 5000 daga.

http://www.ruv.is/heim/vefir/poppland/jolalagakeppni/

föstudagur, desember 07, 2007

Föstudagslagið

Dívur og dívanar...

Birtney, Christina, J-Lo og hvað þær heita nú allar, voru bara undanfarar... hér er Jan Terri!


JT, Snoop, Timbaland, Robbie Williams og Bubbi Morthens mega einnig vara sig... This is... Reh Dogg

þriðjudagur, desember 04, 2007

Skid Row

Tónleika gagnrýni:

-Ágætis tónleikar
-Ákveðnum hápunkti var náð þegar trommarinn hrækti upp í loft og í hausinn á sjálfum sér... það var rokk!
-Eins var það sérstakt moment þegar fljúgandi trommukjuði frá trommaranum lenti í bakinu á Lindu og þaðan á einvhern furðulegan átt í lófan á mér.
-Semsagt, fínir tónleikar alveg