föstudagur, apríl 18, 2008

If you hit the treadmill a little more you'd be at the front

Það er kominn föstudagur á þessu... og það dregur til tíðinda því Ásgeir er væntanlegur í brekkuna í bjór í kvöld, velunnurm ásgeirs er að sjálfsögðu opinn aðgangur...
Það verður víst horft á úrslitaþáttinn hjá Bubba... hef séð voðalega lítið af þessu... held samt að ég haldi aðeins meira með dökkhærða gaurnum, þar sem söngur hins er aðeins of líkur söngi Péturs 'Jesús' og í hvert skipti sem ég heyri hann syngja þá hugsa ég alltaf: "já helvíti flott... næstum því jafn flott og ef Pétur hefði sungið þetta".
En annars er mér skítsama... væri til í að fá þessar 3 milljónir, ekki þykjast þeir hafa áhuga á þeim.

vantar gott orð sem rímar við sól

Þessi er svakalegur!

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Ég get, vil og skal

Fékk skyndilega þessa miklu blogglöngun...

Er þó greinilega ekki í æfingu, veit ekkert hvað ég á að skrifa.

Nenni ekki að skrifa um hvað sé að frétta, hvað ég er að gera þessa dagana... nei, það er allt of glatað.
Nenni heldur ekki að skrifa um hvað Liverpool sé frábært lið, held að það séu hvort sem er allir farnir að skilja það.
Ekki er neitt "gigg" framundan... þannig að ekki get ég sett inn einhverja brjálaða auglýsingu um það, nenni heldur ekki að tala um það sem er búið að vera í gangi undanfarið.
Ökklinn minn er í smá verkfalli þannig að ekki get ég skrifað um afrek mín á knattspyrnuvellinum... engin smá afrek sem það hefðu annars verið.
Nenni heldur ekki að tala um frí og ferðalög sem framundan eru... geri það bara seinna.

held ég tali bara um veðrið

það er blessuð blíðan... vorið virðist bara loksins vera komið

veí