föstudagur, júlí 25, 2008

Þórir

Munið þið norðfirðingar eftir Þóri leikfimikennara?
Það var verið að tala um klikkaða íþróttakennara í kaffinu áðan og mundi ég þá eftir Þóri, sem var leikfimikennari í Nesskóla. Krakkarnir í bekknum mínum óttuðust hann, enda hafði hann komið mörgum okkar til að grenja. Reyndar höfðu fleiri kennarar komið bekknum mínum til að grenja, líklega álíka oft og þessi sami bekkur kom öðrum kennurum til að grenja... sem var nokkuð oft. En það er önnur saga sem kannski verður sögð við tækifæri.
Allavega, pointið með spurningunni var það að þegar ég var að hlusta á þessar umræður um klikkað fólk, og mér var hugsað til Þóris, þá bara man ég engan vegin hvernig hann leit út. Samt kemur alltaf mynd af Geir H. Haarde upp í hugann.
Var Þórir líkur Geir, eða er ég að verða klikkaður?


Þórir? eða kannski bróðir hans?

þriðjudagur, júlí 22, 2008

bara að tékka hvort ég myndi ekki aðgangsorðin inn á síðuna.

ég man það.

djöfull er þetta gott blogg