föstudagur, júlí 25, 2008

Þórir

Munið þið norðfirðingar eftir Þóri leikfimikennara?
Það var verið að tala um klikkaða íþróttakennara í kaffinu áðan og mundi ég þá eftir Þóri, sem var leikfimikennari í Nesskóla. Krakkarnir í bekknum mínum óttuðust hann, enda hafði hann komið mörgum okkar til að grenja. Reyndar höfðu fleiri kennarar komið bekknum mínum til að grenja, líklega álíka oft og þessi sami bekkur kom öðrum kennurum til að grenja... sem var nokkuð oft. En það er önnur saga sem kannski verður sögð við tækifæri.
Allavega, pointið með spurningunni var það að þegar ég var að hlusta á þessar umræður um klikkað fólk, og mér var hugsað til Þóris, þá bara man ég engan vegin hvernig hann leit út. Samt kemur alltaf mynd af Geir H. Haarde upp í hugann.
Var Þórir líkur Geir, eða er ég að verða klikkaður?


Þórir? eða kannski bróðir hans?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Gamli ven, Ég man eftir Þóri. Hann var fyrsti kennarinn minn sem rak mig úr tíma. Rak mig úr íþróttatíma í 3ja bekk þegar Atli Hólm var að stríða stelpunum. Tók feil á mér og Atla, ég hafði ekki þor í að segja að það hefði verið Atli en ekki ég svo ég labbaði bara út með eyrun niður á gólf. En Hann var reyndar pínu líkur Geir Harða, kannski pínu dekkri held ég.

Hann kom líka Huldu Elmu til að gráta man ég.

Minnisstæður Íþróttakennari svo ekki verði meira sagt

Nafnlaus sagði...

Villi minn...
Takk fyrir kommentið vinur, ekki átti ég von á að nokkur kæmi hér inn ennþá. Það gat nú verið að þú værir tekinn á teppið fyrir að ríða stelpunum... svona ertu bara gerður. En það er líka gott að ég er ekki alveg úti á túni með að gaurinn sé ekki svo ólíkur forsetisráðherranum okkar...

Nafnlaus sagði...

Djöfullsins focking meiþstaði Hann Þórir.

Olla sagði...

man að hann rólaði Geir svo hátt í fimleikarólunum að Geir fór að hágrenja...Var aldrei vondur með mig....nema...lét mig einu sinni vikta mig fyrir framan allan bekkinn þegar ég var 11 ára. Ég man ég var 43 kíló og skammaðist mín ýkt...samt var ekki fituarða á mér...var kannski höfðinu hærri en þú þá! hahahaahahah....nú er ég bara höfðinu breiðari!

Sævar Jökull Solheim sagði...

Já, það var merkilegt hvernig þó tókst upp á því að minnka svona skyndilega.
Var annars hissa á að rekast ekki á þig í Björgvin á laugardaginn sl. Hvar varstu eiginlega?

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha .. Þórir var bara æði, svo góður í mannlegum samskiptum og þess háttar ! Man nú ekki mikið eftir honum en tilfinningin fyrir honum er ALLS ekki góð, lét okkur hanga lengst uppí lofti í fimleika hringjunum ,, úff .. yfir og út

Nafnlaus sagði...

Skoðaðu þessa slóð: http://1964.is/kennarar.php