föstudagur, október 28, 2005

Ef lífið væri einn sólarhringur

Ef lífið væri einn sólarhringur og klukkan er 12 á hádegi, laugardaginn 29. október 2005.

*Klukkan 4:15 í nótt gerðist sá merki atburður að ég, Sævar Jökull, fæddist.
*Rúmu korteri seinna var John Lennon skotinn
*Fæðing mín féll þó svolítið í skugga fæðingu Jesú krists fyrir 25 dögum
*Þegar ég vaknaði í morgun um klukkan 8 hljómaði “Livin´ on the edge” með Aerosmith í útvarpsvekjaranum en það var besta lagið að mati áhorfenda MTV
*Við morgunverðarborðið klukkan 10 höfðu MTV áhorfendur hins vegar skipt um skoðun og fannst þá “I wan´t it that way” með Backstreet Boys vera besta lagið.
*Ég söng með báðum enda sérlega morgunhress
*Með saltkjötinu í gærkvöldi var kjarnorkusprengjum varpað á Hirosima og Nagasaki
*Klukkutíma og 48 mínútum áður höfðu þjóðverjar ráðist inn í Pólland
*Vísindamenn eru nokkuð sammála um að jörðin er 154 milljóna ára gömul
*Rétt fyrir klukkan 11:24 eignaðist ég stórmyndarlegan nafna, rúmum þremur mínútum áður en jólaklukkurnar hringdu
*Það þýðir að hann er nýbúinn að halda upp á 36 mínútna afmælið sitt
*Á næstu tveimur tímum ætla ég að halda upp á afmælið mitt klukkan 12:04, 12:22, 12:40, 12:58, 13:16, 13:34 og 13:52. Gjafir og blóm eru æskileg
*Eftir 3 mínútur og fjörtíu sekúndur kem ég til Íslands
*Það tók þig um 0,008219 sekúndur að lesa þessa bloggfærslu
*0,01233 sekúndur ef þú ert lesblind(ur)

Það held ég nú

laugardagur, október 22, 2005

músík

Ég á það til að fá algjört æði fyrir einhverri plötu, þ.e. ég kaupi mér eða downloda disk og fer sá diskur ekkert úr spilaranum næstu daga, vikur eða jafnvel mánuði.
Ég er svo gríðarlega heppinn þessa dagana að vera gjörsamlega húkkt á 3 plötum! Ég ætla ekki að vera með neina plötugagnrýni hérna en vil samt segja ykkur frá þeim ef ykkur vantar hugmyndir af músík til að kaupa... eða downloda (fyrir glæpamennina)

1. Sigur Rós - Takk
Hvað getur maður sagt! Það elska allir Sigur Rós og ég er engin undantekning. Skellið "Takk" á fóninn, setjið heyrnartólin í samband, hækkið vel og svífið inn í annan heim! Dásamlegt

2. Starsailor - On the outside
Þessi plata kom út á mánudaginn sl. Frábært verk hér á ferð sem ég á líklega eftir að hlusta svipað mikið á og "X&Y" með Coldplay... semsagt ótrúlega mikið! Tvímælalaust þeirra besta plata! Magnað helvíti

3. Mew - Frengers
Síðast en svo sannarlega ekki síst er það nýjasta afurð dönsku hljómsveitarinnar Mew. Þetta er algjört snilldar band! frábær músík með dásamlegum söng. Klárlega mitt uppáhalds band þessa dagana og ég hlakka til að fara að gúffa í mig eldri verk þeirra. Náið ykkur í eintak... NÚNA!

Jamm... þarna eru 3 stykki sem fá öll mín bestu meðmæli... og hananúh!

gsm

er kominn með nýtt númer hér í noregi: +47 41585726

-þeir sem hringja ekki í mig eru hommar og niðursetningar
-þeir sem hringja í mig eru snillingar og kláðamaurar

fimmtudagur, október 20, 2005

leti hreti feti éti breti

ja hérna hvað letin er að drepa mann...

-ætlaði að vera duglegur að blogga þegar ég kæmi til noregs...
-neibb... ekkert hefur gerst fyrr en þessi litla færsla kom til sögunnar, en hún kom svona rétt til að friða mannskapinn, hef verið að fá allt of mikið af kvörtunarbréfum frá aðdáendaklúbbum síðunnar víða um heim.
Lofa þó að þetta standi til bóta á næstu dögum!

-Ætlaði að setja inn gommu af myndum...
-neibb... ekkert hefur gerst ennþá, myndirnar eru þó komnar inn á tölvuna sem er skref í rétta átt!
Vona að þetta standi til bóta á næstu dögum!

-Ætlaði að minnsta kosti að setja nokkura vikna óhreinan þvott í þvottavélina
-neibb... ekkert hefur gerst ennþá, bremsufarið í brókinni minni líkist spólfari á H-planinu eftir (sp)Óla Magg á heavy tjúnuðum amerískum 600 hestafla ford á 17 tommu low profile dekkjum á grásanseruðum krómfelgum, kítti allan hringinn, dökkt í rúðum, Prodigy í botni og Breezer í hönd.
Vona að þetta standi til bóta á næstu vikum!

miðvikudagur, október 12, 2005

God save the queen

Hver hefur ekki velt því fyrir sér hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Í dag hef ég ekki hugmynd en það er gaman að því hvað vinir mínir eru búnir að stela mínum hugmyndum um framtíðarplönin í gegnum tíðina...

-Tveir vinir mínir hafa starfað sem lögreglumenn
-Fjöldi vina minna eru og hafa verið sjómenn
-Vinur minn er flugmaður
-Vinur minn er slökkviliðsmaður
-Fullt af vinum mínum eru lögfræðingar eða að læra það
-Enginn vina minna er ruslakall

Var svona að velta þessu fyrir mér þar sem ég þarf alvarlega að fara að pæla í því hvað maður á að gera þegar maður kemur heim í janúar... veit bara ekkert hvað ég á að gera... allar hugmyndir vel þegnar
Kannski ég velji bara eina drauminn sem vinir mínir hafa ekki uppfyllt, þ.e. ruslakallinn.

Jæja... nú liggur leiðin næst til Englands... nánar tiltekið á fótboltaleikinn Liverpool-Blackburn. Svo auðvitað skoðar maður eitthvað annað áhugavert í Liverpool líka, er ekki skylda að skoða bítlasafnið og eitthvað? hmmmm...
Í næstu viku verður maður svo bara kominn í faðm fjölskyldunnar í Noregi... loksins!

mig langaði rosa mikið til að kommenta á bloggin hjá Fanný og Matthíasi en sá fram á of löng svör til að hafa tíma til að skrifa þau :s

Þar til í næstu viku
Sævar ruslakall

mánudagur, október 10, 2005

Stansted

Veit einhver hvort Stansted flugvollur i London se opinn allan solarhringin? T.e.a.s. hvor madur geti komid thar seint um kvold, eytt thar nokkrum klukkutimum og flogid thadan morguninn eftir?
help plz!!!

föstudagur, október 07, 2005

Sólbrún og sæt???

Var að skoða myndir frá Hverfisbarnum...

Voddafokkmaður!!
Eru íslendingar alveg að tapa sér í brúnkukremanotkun!?!?

Réttast væri að koma heim og kúka yfir ykkur öll!

fimmtudagur, október 06, 2005

Halló

Stutt í dag...

Pólland - Ísland á morgun
Hræddur um að Pólland fari létt með þetta...
Ég verð á vellinum hvet okkar menn áfram í hæfilega miklu magni til að vera ekki laminn.

Kvikmyndahátíð í gangi hér eins og á Íslandi...
Ég ætla að sjá 4 myndir... þar á meðal hina Íslensku "Gargandi Snilld"

Orð dagsins erÆ sveitalubbi
ekkert smá fyndið orð sem ég mundi allt í einu eftir og var búið til um dreifbýlispakk.

Jæja... meira fáið þið ekki í dag

Sævar sveitalubbi