fimmtudagur, nóvember 30, 2006

ís

ojjj... tvær af hverjum þremur ísvélum í höfuðborginni reyndust ófullnægjandi hvað hreinlæti varðar og í einni fundust saurgerlar... ég er hættur að borða ís... (allavega í þessari viku)

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

fáfræði.is

hvað er bananalýðveldi?

Beraði á sér kynfærin fyrir framan 17 ára gamla skólastúlku

Valdi sendi mér þessa frétt af mbl, og lýsti sig sekan! ...sem ég hefði alveg trúað ef hann væri ekki fyrir austan.
Mér finnst soldið fyndið að svona gerist fyrir kl 9 að morgni... æ, mér finnst bara yfir höfuð hrikalega fyndið að sjá þessa atburðarrás fyrir mér, sérstaklega ef maður sér Valda kallinn fyrir sér sem gjörningarmanninn :)

Sautján ára gömul stúlka varð fyrir kynferðislegri áreitni á leið sinni í skólann í morgun.Að sögn lögreglunnar í Reykjavík átti atvikið sér við strætóskýli á Laugalæk laust fyrir klukkan níu í morgun en dökkklæddur karlmaður vatt sér að stúlkunni og renndi niður buxnaklaufinni og beraði á sér kynfærin. Stúlkan öskraði og tók þá maðurinn til fótanna. Málið er í rannsókn.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

saumari

Hvert fer maður til að gera örlitla saumaviðgerð á jakkafötum??
Er kannski einhver snjall saumari sem les þetta sem getur reddað mér fyrir helgina?

RÚV

Það er ekkert flókið við þetta...
Það á bara að loka sjónvarpsdeild RÚV eins og hún leggur sig, og það strax!

mánudagur, nóvember 27, 2006

lög...

hvaða lag/lög myndir þú vilja heyra á balli?

MUSE

Var fyrst að komast í það núna í dag að hlusta á "Black holes and revelations" með Muse...

...algjör sniiilld!

föstudagur, nóvember 24, 2006

Föstudagslagið

Ég held að þetta þarfnist bara engrar kynningar... nema bara að þessir menn eru algjörir snillingar!!!

skál!



(ef enginn verður var við mig næstu dagana þá hefur annar þeirra líklega drepið mig)

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Herra Ísland

Af einhverjum skrýtnum ástæðum hef ég alltaf haft meiri áhuga á ungfrú ísland en herra ísland... en nú er öldin önnur og hef ég bullandi áhuga á Herra Ísland þetta árið en keppnin fer fram á morgun.
Ástæðan fyrir áhuganum er reyndar sú að hann Þorbergur Ingvi frændi minn er einn keppanda sem herra norðurland. Þess vegna vil ég biðja ykkur öll um að vera svo góð að fara inn á ungfruisland.is, velja netkostningu og velja strákinn... og svo að sjálfsögðu að kjósa hann í símakostningu á meðan keppninni sjálfri stendur, enda er hann lang flottastur.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

laugardagur, nóvember 18, 2006

Laugardagslagið

Ég biðst afsökunar á föstudagslagsleysinu...
Það bar á því um land allt að fólk var engan vegin að komast í gírinn í gær, en fréttamiðlar NFS skelltu skuldinni óhikað á burri.blogspot.com enda kom ekkert föstudagslag.
En hér kemur bara laugardagslagið í staðinn...

skál!!

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Ruslpóstur dagsins

"Try Penis Enlarge Patch by yourself and tell your friend about it"
uhh.. já, það er einmitt það sem ég ætla að gera, fá mér typpastækkara og segja svo öllum vinum mínum frá því.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

bara ef...

Þar sem ég lá andvaka og hugsandi í nótt datt mér eitthvað ógeðslega sniðugt og fyndið í hug... ég man að ég hugsaði, djöfull ætla ég nú að blogga um þetta á morgun!!

...bara ef ég myndi nú hvað ég var að hugsa

föstudagur, nóvember 10, 2006

Föstudagslagið

Þetta þarfnast engrar kynningar... bjór takk!

Svona þegar maður lítur tvö ár til baka þá var ég hreinlega einn af fáum... ok, ég var líklega sá eini sem fékk ekki leið á þessu lagi... bara gaman :) líf og fjör og góða helgi!



Ps. Keypti PES 6 í gær... ef einhver þorir þá er það bara að mæta á njálsgötuna yfir helgina!! ...I´ll take you in the bakery

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

blöðin

Á forsíðu fréttablaðsins í dag 9. nóvember er sagt frá því að Frjálslyndi flokkurinn mælist nú með ellefu prósenta fylgi undir fyrirsögninni Frjálslyndir fimmfalda fylgið. Þar segir að Guðjón Arnar gleðjist yfir stuðningnum. Mbl.is og Vísir.is vitna í könnun fréttablaðsins.

Það skrýtna er að sama dag, á 6. síðu Blaðsins er hinsvegar sagt frá því að fylgi Frjálslyndra mælist nú 7% og þar með sé flokkurinn að tapa helmingi kjörfylgis síns og formaður flokksins bendir á að “þeir hafi aldrei mælst hátt í könnunum”.

Skrýtið

Ný könnun ----------->

mánudagur, nóvember 06, 2006

Ljóð

sýnishorn af ljóði dagsins:

Óhamingja
Veðurspáin segir sól, en ég veit að það verður regn
Bölvaðar auglýsingar stundum, verða mér um megn
Það er ekkert ókeypis og ef ódýrt þá er það drasl

Úr laginu Yndisleg óhamingja
http://www.tonlist.is/ViewAlbum.aspx?AlbumID=6049


Ef þetta er ekki framtíðin í textasmíð þá veit ég ekki hvað

föstudagur, nóvember 03, 2006

Föstudagslagið

Er ekki rétt að koma sér í gírinn með föstudagslaginu sem er jafnframt tilvalið tækifæri til að opna fyrsta öl helgarinnar

Talandi um tilefni til að skála... Buttercup að koma með nýtt efni. Þorlákur er kominn á kaf í að redda miðum á útgáfutónleikana fyrir mig, hann og Villa.
Buttercup eru dæmi um stórlega vanmetna og misskilda tónlistarmenn... Við láki og villi skiljum þessa menn, þetta snýst um svo miklu meira en bara að hlusta, maður þarf að skynja.

...hér er annað dæmi um misskilinn og allt of vanmetinn tónlistarmann

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

bull

Vegna gríðarlegs álags og þrystings frá lesendum sem ég hef ekki á nokkurn hátt getað höndlað þá ætla ég ekki að blogga fyrr en á mánudaginn....

reyndar er skýringin sú að ég er á námskeiðum þessa vikuna og get lítið komist á netið....
svo á ég líka við vandamál að stríða, er þó búinn að leita mér hjálpar, getið lesið um það HÉR

Lifið heil

ps. Þorlákur... þú verður að fá einhvern annan til að gefa þér details frá Villa-afmælinu... einhvern sem man eitthvað :/