þriðjudagur, maí 30, 2006

EkkiIslensktLyklabordBlogg

Jaherna... langt sidan sidast!
Asaedan er einfold, hef att i toluverdum erfidleikum ad finna internetkaffi thar sem eg get breytt tungumalinu og nenni eg thar af leidandi ekki ad blogga... thetta verdur thvi stutt.

Eg var spurdur ekki fyrir svo longu hvort eg myndi segja ja ef mer yrdi bodid ad framlengja samninginn, t.e.a.s. ad vinna tha i prag eda italiu (thad var ekki buid ad akveda neitt, voru bara ad tjekka hverjir hofdu ahuga) og eg lysti tvi semsagt yfir ad eg hefdi ekki ahuga... finnst thad komid nog af leidsogn i bili, nenni ekki ad utskyra thad frekar her nema ad eg er semsagt a leidinni heim i juli :)

Mamma og pabbi komu i heimsokn um daginn... voru ad sjalfsogdu med i ollum turunum, held thau hafi bara verid mjog satt vid ferdina, mer fannst allavega yndislegt ad hafa thau i thessa 3 daga!

Auglysti oformlega eftir einhverjum til ad koma med mer a HM i thyskalandi... vidtokurnar hafa verid mjog draemar, thannig ad thad litur thannig ut ad thad verdi ekkert ur tyskalandsferd hja manni, aetli madur fari ekki bara i stadin til noregs og glapi a alla leikina thar :) thad eru btw ekki nema 10 dagar i HM... djofull hlakka eg til!.

En thratt fyrir breytt plon hvad HM vardar tha er thad nu ekki thannig ad madur se ekki til stadar a storitrottavidburdum. For i gaer a French open tennismotid, sem er eitt af staerstu tennis motum arsins... thar sa eg 3 leiki: Llodra-Stepanek, Blake-Srichapphan og Dementieva-Sucha. Thad verdur ad jatast ad af augljosum astaedum fannst mer skemmtilegast ad horfa a kvennaleikinn :) Annars er komin pinu tennisdella i mann og madur glapir a thetta i sjonvarpinu a hverjum degi... mjog spaugilegt samt ad sja tetta svona "med eigin augum" heheh
Thad er reyndar uppselt a megnid af leikjunum en eg keypti mida af einhverjum gaurum fyrir utan, atti ad kosta 30 evrur en eg borgadi 40, thannig ad thad var ekki smurt svo mikid a verdid.
...ok... va hvad tetta var faranlega mikil tilviljun!!! Rett eftir ad eg klaradi ad skrifa sidutstu setningu tha hringdi yfirmadur minn her i paris i mig... hun fekk 2 mida a undanurslitin i French open naesta thridjudag fra flugfelaginu sem vid notum og baud mer med! snilllld! :):) Eg er semsagt ad fara a undanurslitin i french open hihihi, gleymdi ad spurja hvort thad vaeri kvenna eda karla... skitt med thad, eg hlakka til!! :)

Svo var natturulega urslitin i champions league herna um daginn... madur kikti svona adeins fyrir utan vollinn og svona, rett til ad upplifa stemninguna... gat gleymt tvi ad fa mida, sumir tharna voru ordnir svo desperate eftir mida ad their voru tilbunir ad borga 1500 evrur (ca 120.000 ISK) fyrir midann... adeins meira en eg var tilbuinn ad greida heheh... thannig ad madur let ser naegja ad horfa a leikinn a irskum pobb... umkringdur Arsenal monnum... greyin :)

Jaeja... thetta er ordid miklu mun lengra en thetta atti ad vera og allir bunir ad gefast upp a ad lesa en vil samt ad lokum thakka theim sem hafa hringt i strakinn!!! thid erud svo frabaer!!! og ad sjalfsogdu lika tid sem hafid sent sms og e-mail, thad er svo gaman ad heyra i ykkur og fylgjast aeins med hvad er ad gerast!

Heyrumst thegar eg finn tolvu med islenskt lyklabord

mánudagur, maí 08, 2006

post páskablogg

Ja hérna... hallærislegt að hafa ennþá páskablogg... öss... biðst velvirðingar á aumingjaskapnum.

Hér er bara nóg að gera og lífið er fínt, veðrið orðið mjög gott og maður orðinn pínu sólbrúnn í smettinu. úfff... ég er að blogga um veðrið, þið getið allt eins hætt að lesa núna!
Allavega, mikil vinna í gangi þessa dagana, einn gædinn var rekinn í Prag og einn af okkar gædum þurfti þá að flytja sig yfir þannig að við erum færri sem þýðir meiri vinna... sem er fínt, meiri vinna þýðir meiri peningar og minni tími til að eyða þeim... merkilegt hvað maður eyðir miklu. Sé samt ekki eftir að hafa keypt playstation2 tölvuna, tölvuleikina og alla dvd diskana... það var góð fjárfesting :) eitthvað verður maður að gera þegar maður er í fríi!
Auðvitað saknar maður alltaf íslands... þyrfti eiginlega að fara að tala við hana Fanný mína, alltaf þegar ég fékk smá heimþrá þegar ég var í Svartfjallalandi þá tókst Fanný alltaf að sannfæra mig um að ég væri hreinlega ekki að missa af neinu heima (eitthvað sem ég svosem vissi, en gott þegar einhver segir manni það) ...góð vinkona hún Fanný! :)

Bikarúrslitaleikurinn nálgast!! Liverpool - WestHam... ég hlakka til. Svo er champions league úrslitaleikurinn í Paris þetta árið, ég verð í fríi og mun að sjálfsögðu sniglast fyrir utan völlinn í leit að miða... hæpið að maður fái eitthvað á viðráðanlegu verði en það verður þá gaman að upplifa stemninguna og sjá leikinn á breiðtjaldi.
Mamma og pabbi eru mjög sennilega að koma í heimsókn 19 maí! það verður frábært :D Það er nú einmitt Eurovision helgin! spurning hvort það verði partý á skeljagrandanum?!? synd að missa af því þá! Westenterten hafði lýst yfir mögulegri komu en ákvað að láta svo ekkert heyra í sér... piff... svona kallar! :p Arna Guðný og vinkona hennar koma til Paris snemma í júní, það verður gaman að hitta þær og sötra smá öl með íslenskum hætti :) Aðrir hafa ekki boðað komu sína en ég er ekki búinn að gefa upp vonina!!
Hlakka líka til þegar Davinci code myndin kemur út! og svo er auðvitað HM að byrja... þarf nú varla að nefna hvað ég hlakka til þá! verður gaman að vera í landi þá sem er með lið í keppninni.

Svo er spurningin hvað maður gerir þegar maður er búinn hér... samningurinn gildir bara út júní þannig að þá annað hvort er ég hreinlega búinn eða fæ tilboð um að vinna annars staðar (prag eða ítalíu), ef svo verður þá er spurningin hvort ég taki því eða komi til baka heim... allt óráðið, finst það líka best þannig :) Langar soldið mikið að fara yfir til þýskalands þá (byrjun júlí) og taka þátt í HM klikkuninni... nenni samt ekki að gera það einn! einhver sem er til í að kíkja til þýskalands???

Jæja... þá er ég búinn að blogga um allt sem ég hlakka til á næstuni, þetta var aðalega gert til að sannfæra sjálfan mig um að það var algjörlega að ástæðulausu að ég nennti varla fram úr rúminu í morgun.
Farinn út í sólina og segi bless