miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Sarajevo, part II of III

Myndirnar má stækka með því að smella á þær

Þetta virðist í fyrstu sýn vera venjulegt götuhorn, ekkert merkilegra en hvert annað, jafnvel heldur ómerkilegra.
Svo er þó ekki því þarna gerðist merkilegur atburður, þarna misti ég nefnilega sveindóminn... nei, það var reyndar uppí rúmi, undir sæng, ljósin slökkt og tók fljótt af en það er nú önnur og styttri saga.
Gaman væri að vita hvort þú, lesandi góður, getur gískað á hvað þarna gerðist (bannað að skrolla niður og svindla). Gískaðu og kommentaðu hvort það hafi verið rétt hjá þér eða ekki... þeir sem geta rétt fá verðlaun.
Setjum tímann í gang... núna!
tikk
takk
tikk
takk
tikk
takk
og... tíminn er liðinn.
Ég býst við að glöggir söguspekúlantar hafi getið sér rétt til og fá þeir útrunnin smokk í verðlaun...
En á þessu horni mun Gavrilo Princip hafa staðið þegar hann drap Franz Ferdinand og konu hans Sophie von Chotkovato sunnudaginn 28. júní 1914, atburðurinn sem markar upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Þau hjón munu hafa verið keyrand eftir götunni á mynd 2 á miklum hraða (í áttina að myndavélinni) enda meðvituð um að kallinn væri í töluverðri hættu þar sem hann var ekki vel liðinn í Bosníu (þið getið sjálf lesið ykkur til um af hverju það var... ég er enginn helvítis sagnfræðingur).
Vegna klúðurs tók ökumaður þeirra hægribeygju inn götuna á mynd 1 en eftir að hershöfðingi sem var staddur með þeim í bílnum öskraði á hann að um rangan veg væri að ræða steig ökumaðurinn á bremsuna og byrjaði að bakka til baka. Hann bakkaði þó ekki nógu hratt og voru hjónin því auðveld bráð Princip sem beið átekta við hornið.
Í dag er skjöldur á húsveggnum (mynd 3) sem minnir á þennan atburð.
Já... það er gaman að skoða sögufrægar slóðir

mánudagur, ágúst 29, 2005

Sarajevo, part I of III

Myndir má stækka með því að smella á þær

Það er skrýtin tilfinning að koma í borg þar sem ekki eru liðin 10 ár frá því að þar voru háðir blóðugir bardagar í stríði sem kostaði yfir 200.000 manns lífið, mestmegnis fólk frá Bosníu. 10 ár... það er ekkert! Þegar Bó Hall stóð frammi fyrir Evrópu og söng Núna í eurovision söngvakeppninni (eitt af fjölmörgum 15 sætum Íslands) þá rigndi sprengjum yfir Bosníu.
Það er reyndar ekki að sjá að svo stutt sé síðan þarna var stríð, svo mikil hefur uppbyggingin verið, með mikilli þróunarhjálp vestrænna ríkja, og í raun mjög falleg borg sem ég myndi gjarnan vilja eyða meiri tíma í. Helstu ummerki stríðs eru einstaka byggingar sem ekki hafa verið gerðar upp... það hélt ég í það minnsta þar til ég var á leiðinni út úr borginni og spurði sakleysislega hvaða tilgangi öll götin, sem þekja nánast allar byggingar í bænum, þjónuðu. "Þau þjóna nú engum tilgangi, þetta eru skemmdir sem flísar ollu þegar þær þeyttust um allt þegar sprengjum var varpað á okkur"... Ég hafði ekki einu sinni tekið mynd af þessum götum þar sem mér datt ekki í hug að sprengjum hafi gjörsamlega rignt um alla borgina og ég áttaði mig á því að það var ekkert verið að ýkja þegar sagt var að Sarajevo, vetrarólympíuleikaborgin 1984, hafi nánast verið jöfnuð við jörðu í stríðinu.

Mistur lá yfir borginni þegar við gengum upp á einn hólinn til að skoða útsýnið en á fyrstu myndinni má sjá ágætlega hvernig landið liggur, en borgin er í raun umkringd fjöllum, eða öllu heldur hólum. Í stríðinu voru þessir "hólar" hersetnir af óvininum, serbum, og voru íbúar borgarinnar því innilokaðir og gátu sig hvergi hreyft.
Á einum þessara hóla, sem sést að hluta til lengst til hægri á fyrstu myndinni, lá leyniskytta. Ekki eru menn sammàla um hvort þarna hafi verið serbneskur hermaður eða rússneskur atvinnumaður en það skiptir ekki öllu. Leyniskytta þessi lá í skotgröf sinni og vakti yfir borginni alla daga og skaut á allt sem hreyfðist, mestmegnis á óbreytta borgara. Talið er að skyttan hafi drepið yfir 200 manns og sært ennþá fleiri, einn af þessum 200 var besti vinur Nedzad, stráksins sem stendur með okkur Vince á annari myndinni (í gallabuxunum). Það er erfitt að ímynda sér að ekki sé hægt að fara út á götu án þess að eiga hættu á að vera skotinn af leyniskyttu. Borgarbúar gerðu þó ýmsar ráðstafanir eins og að hengja stór tjöld um alla borg svo skyttan gæti ekki séð fólk sem nauðsynlega þurfti að fara út á götu, t.d. til þess að standa í röð eftir vatni og mat handa fjölskyldum sínum.

Maðurinn á þessari mynd heitir Slavisha og vinnur hjá sama fyrirtæki og ég. Hann er 31 árs gamall og er frá Bosníu, hann barðist fyrir þeirra hönd í stríðinu, tvítugur að aldri.
Hann var í hersveit sem samanstóð af 300 hermönnum, hann þurfti að horfa á flesta félaga sína vera drepna þar sem aðeins 10 af þessum 300 stóðu eftir lifandi að stríði loknu. Af hverju hann var einn af þeim heppnu veit ég ekki. Þriðja myndin er af einum af fjölmörgum kirkjugörðum þar sem hermenn sem létust í stríðinu liggja.
Hann sagði að vera þátttakandi í stríði væri hryllingur og ekkert líkt stríðsmyndunum sem við leigjum á vídjóleigunum, meðvitaður um að það er líklega sú mynd sem við "friðsældarfólkið" frá vestrænum ríkjum höfum af stríði. Mest allur tíminn fer í það að bíða og bíða... og bíða... og ekkert gerist og þá þarftu að halda áfram að bíða þangað til þú ert nánast dauður úr leiðindum og þá byrjar hryllingurinn og blóðsúthellingarnar og þú vildir óska að þú værir ennþá bara að bíða.
Honum leið greinilega illa þegar hann byrjar að tala um þetta, þannig að við létum þar við sitja.

föstudagur, ágúst 26, 2005

....

Ég er farinn til Bosníu yfir helgina... nánar tiltekið Sarajevo

Bless kex

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

brandari og allt...

Ég held ég hafi aldrei sett brandara inn á bloggið... ekki svo ég muni allavega. Nú verður breyting þar á:

Kona nokkur var að versla í Bónus-verslun í hverfinu.
Hún var búin að setja 3 lítra af léttmjólk í körfuna ásamt 1 eggjabakka með 10 eggjum, 1/2 lítra af appelsínusafa, 1 höfuð kínakál, kaffipakka og bréfi af beikoni.
Ölvaður maður fyrir aftan hana í röðinni fylgdist með þegar hún raðaði þessum hlutum á færibandið við kassann. Þegar kassadaman tók til að lesa strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn hæglátlega:
"Þú ert örugglega einhleyp"!

Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins en jafnframt fannst henni athugasemdin skondin þar sem það var vissulega rétt, hún var einhleyp. Hún virti fyrir sér þessa sex hluti á bandinu og furðaði sig á hvernig í ósköpunum hann gæti komið með svona fullyrðingu af þessum ósköp venjulegu innkaupum. Forvitnin varð henni um megn svo hún sagði:
"Þetta er vissulega hárrétt hjá þér. Hvernig í ósköpunum geturðu séð það??" . . .


...Og drukkni maðurinn svaraði:

"Af því að þú ert svo ljót!"

mánudagur, ágúst 22, 2005

blessuð þynnkan

Hvað er það versta sem hægt er að gera þegar þessi óhjákvæmanlegi fylgikvilli ofurölvunar ber að garði?
Sitja í 3 tíma í yfirfullri rútu með serbneska tónlist í botni

úffúff...

föstudagur, ágúst 19, 2005

Tíminn og vatnið

púff... maður hefur sagt þetta svona sjöþúsund þrjúhundruð sextíu og tvisvar sinnum og því um að gera að segja það einu sinni enn þannig að maður er þá kominn upp í sjöþúsund þrjúhundruð sextíu og þrisvar sinnum, hvert fór sumarið?!?! djöfulli líður tímin hrikalega hratt... eða eins og hún Fanný mín hefði orðað það, sjitturinn titturinn mellan og hóran maður! Sumarið er semsagt að hverfa á braut og ég farinn að undirbúa fimmtugsafmælið mitt... og þó ekki enn búinn að ákveða hvað ég ætla að gera þegar ég verð stór. Ekki úr vegi að vitna í texta á afburðar góðu lagi: "fullorðinn er bara til, í huga barns" ...sannarlega vel mælt!

En... það þýðir nú ekki að leggjast í einhverja tilvistarkreppu yfir því! Maður er á fullu að undirbúa ferðalagaflakk sem ég mun nú segja betur frá síðar, en talandi um ferðalag. Planið er að enda í Englandi, nánar tiltekið Liverpool og fara loksins á leik... en vá! djöfull eru miðar á leikina dýrir! Mér sýnist ég þurfa að eyða öllum peningnum sem ég fékk í afmælisgjöf í að kaupa blessaðan miðann. Ég eiginlega trúi því ekki að maður þurfi að punga út 200 pundum fyrir einn leik (ekki stórleik). Ef einhver lumar á góðu ráði hvernig forðast má okurkostnað í þessum efnum þá endilega kommentið!

Fólk er oft að velta fyrir sér við hvað ég er að vinna hérna... ég hef greinilega ekki gert mig mjög skiljanlegan hvað það varðar, ég velti því reyndar oft fyrir mér sjálfur.
Þessa stundina sit ég fyrir framan tölvuna og er að búa til myndir fyrir dagatal sem fyrirtækið gefur út á næsta ári... vinnan snýst mjög mikið um að að gera einmitt það, sitja við tölvuna og gera myndir fyrir allan anskotann, veggspjöld, auglýsingar, "flyera", verðmiða o.s.frv. Til gamans eru hér nokkur sýnishorn af því sem ég hef verið að dunda... Ég er nú enginn myndlistamaður, en yfirmaðurinn er sáttur við það sem ég geri og notar það, þannig að það er fínt mál.

Um helgina ætla ég til Kotor, sem er gamall bær við ströndina en þar á víst að vera eitthvað karnival kjaftæði... sjáum til hvernig það verður.

Veriði margblessuð og góða helgi!

-komdu sæll

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Gay-pride

Fyrir rétt rúmu ári síðan fylgdist ég með minni fyrstu gay pride göngu og hafði ljómandi gaman af. Á þessum degi var maður stoltur yfir samkynhneigðum samborgurum sínum, sérstaklega þeim sem maður kannast við eða þekkir og maður einhvernveginn fylltist "gott hjá þeim" hugarfari enda er ég að sjálfsögðu hlynntur því að samkynhneigðir hafi undantekningalaust öll þau mannréttindi sem gagnkynhneigðir hafa.
Gay pride dagurinn í ár hefur líklega verið með svipuðu sniði, ekki bara á Íslandi heldur um heim allann... næstum því allan.
Fyrir þremur árum ákvað samkynhneigt fólk í Serbíu að halda, að fyrirmynd félaga sinna um allan heim, gay-pride daginn hátíðlegann með því að stofna til skrúðgöngu. Þessi ganga endaði ekki betur en svo að þeir sem þarna opinberuðu samkynhneigð sína voru lamdir til óbóta af fjölmennum hóp manna og lögreglumenn sem voru töluvert margir aðhöfðust ekkert, vegna fordóma eða hugleysis.
Mér skilst að ekki hafi verið gerð önnur tilraun til gay-pride göngu...

Já, það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera hommi

mánudagur, ágúst 15, 2005

ljúffengur biti!

"Ljúfa líf ljúfa líf" söng Páll Óskar hér um árið og lagði áherslu á orð sín með skemmtilegum handahreyfingum, "geggjaða líf" sagði Flosi Ólafsson og Vinir vors og blóma sungu síðar, "lífið er yndislegt" heyrðist í brekku þjóðhátíðar og Louis Armstrong söng svo undurfagurlega "what a wonderful world".

Já... ég get hér með fullyrt að engin af þessum setningum á við þegar maður er alsettur helvítis moskítóbitum!
Þegar undirritaður hættir sér óvart innan við kílómetra frá vatni eða á og ef vel er hlustað þá má heyra moskítóflugur syngja "here comes dinner" og tryllingslegt fagn heyrist því næst og svo hefst veislan.
Var í Belgrad síðustu helgi, fösudagssíðdegið fór í að spila strandblak við Ada vatn sem er lítil útivistarparadís þar í borg. Um kvöldið þegar bjórar fóru að opnast á töluvert meiri hraða en gengur og gerist var mig farið að klægja all óbærilega mikið í bitin... Ég spurði félaga mína hvort þeir væru ekkert bitnir, eða hvort ég væri bara svona mikil kjelling að vera að væla yfir þessu... Jújú, mér var tjáð að ég vissulega væri ég bara aumingi þar sem þeir væru líka með eitt eða tvö bit... en spurðu jafnframt hvað ég væri annars með mörg bit?... Ég gafst upp á að telja þegar ég var kominn upp í 23... ég er fokking lostæti!!

Annars var helgin í belgrad algjör snilld... nenni nú samt ekkert fara nánar út í það, nema það var bara mikið skoðað, djammað og djúsað.
Spurning hvað verður gert næstu helgi... það eru uppi hugmyndir um Sarajevo, ekki óspennandi það. En það kemur nú allt í ljós.

Jæja... má ekkert vera að þessu, þarf að fara að klóra mig til blóðs... svo ætla ég heim að leggja mig, öll rúmin voru uppbókuð í lestinni í nótt, þannig að við þurftum að sætta okkur við frekar óþægileg sæti og því ekkert sofið og mætt beint í vinnu, hálfþunnur og hress! :)

sælar

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Farinn i bili

I kvold fer eg til Belgrad og verd thar yfir helgina...
thannig ad thad mun ekkert heyrast i mer a medan, ekki that ad madur hafi verid duglegur ad skrifa undanfarid...

en allavega, goda helgi og verid thid nu endilega sjalfum ykkur og fjolskyldu ykkar til skammar med ofurolfun og almennum leidindum

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

myndadraslið virkar ekki!!

fokkkkk skíta drasl!!! ætlaði að setja inn fullt af myndum en helvítis tölvuskrjóðurinn virkar ekki eins og hann á að gera!
þá bara nenni ég ekkert að skrifa


...að öðru leiti er ég bara nokkuð hress!

laugardagur, ágúst 06, 2005

Eitt af því góða við að vera í útlöndum...

Kassi af flöskubjór = 9,5 evrur
1 evra = 78,5 krónur
1 bjór = 31 króna

Skál

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

eða...

Piff... Menn eru ekki að standa sig í að miðla til mín verslóslúðri... (og þó, heiða með höstl, fanný með skandal og ólafur með útilegustól, það er þó eitthvað...) vona að fólk sé ekki lagst í eitthvað eftirskemmtilegradagaþunglyndi.
Ég eyddi minni helgi á ströndinni í góðum félagsskap, sólbað og sund á daginn, bjór og miðnætursund á nóttunni, ferlega fínt.
Lífið er nú pínulítið erfitt þessa dagana... hitinn er fáránlega mikill... ekki nóg með það að hitinn sé hár í þessum heimshluta heldur er Podgorica umkringd fjöllum sem gerir það að verkum að hér myndast molla sem gerir bæinn að þeim heitasta í landinu, ekki bætti úr skák að í gær var ég veikur og er hálf slappur ennþá í dag :/ Þannig að eftir að vinnutíma lýkur þá er skundað heim og setið undir loftkælingunni það sem eftir lifir dags, lesið bók og beðið eftir kólnandi veðri... það er reyndar alveg nokkuð ljúft. Á morgun er reyndar spáð "heavy thunderstorms", það verður fínt ef það gengur eftir.

Það eru miklar vangaveltur þessa dagana hvað maður á að gera þegar ég fer héðan... það er klárt mál að ég ætla að ferðast eitthvað... bosnía, króatía, albanía, ungverjaland... allt lönd sem mig langar að heimsækja. Allar hugmyndir um áhugaverða staði eru vel þegnar!
Eina sem ég veit er að ferðalagið mun enda í Englandi þar sem ég ætla loksins að láta verða að því að fara á Liverpool leik og svo mun leiðin liggja til Noregs þar sem ég verð í einhvern tíma.
Hmm... erfitt að ákveða eitthvað svona.

Sökum aðgerðarleysis hef ég hreinlega ekkert að segja... nema bara að ég biðst innilega afsökunar á þessari drepleiðinlegu bloggfærslu og lofa jafnframt bótum og betrum með (vonandi) kólnandi veðri.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Helgarpakkinn

jæja nú kíkir maður á allar bloggsíður á 5 mín. fresti og bíður spenntur eftir ÖLLU verslunarmannahelgarslúðrinu! svo má líka bara commenta því hér.
BRING IT ON!!!!!