þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Gay-pride

Fyrir rétt rúmu ári síðan fylgdist ég með minni fyrstu gay pride göngu og hafði ljómandi gaman af. Á þessum degi var maður stoltur yfir samkynhneigðum samborgurum sínum, sérstaklega þeim sem maður kannast við eða þekkir og maður einhvernveginn fylltist "gott hjá þeim" hugarfari enda er ég að sjálfsögðu hlynntur því að samkynhneigðir hafi undantekningalaust öll þau mannréttindi sem gagnkynhneigðir hafa.
Gay pride dagurinn í ár hefur líklega verið með svipuðu sniði, ekki bara á Íslandi heldur um heim allann... næstum því allan.
Fyrir þremur árum ákvað samkynhneigt fólk í Serbíu að halda, að fyrirmynd félaga sinna um allan heim, gay-pride daginn hátíðlegann með því að stofna til skrúðgöngu. Þessi ganga endaði ekki betur en svo að þeir sem þarna opinberuðu samkynhneigð sína voru lamdir til óbóta af fjölmennum hóp manna og lögreglumenn sem voru töluvert margir aðhöfðust ekkert, vegna fordóma eða hugleysis.
Mér skilst að ekki hafi verið gerð önnur tilraun til gay-pride göngu...

Já, það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera hommi

10 ummæli:

Bibba Rokk sagði...

Ég mun hringja í þig á eftir, var ekki best að hringja eftir 14? Get hringt fyrr ef þú vilt, er reyndar á fundi frá 13.30-15.00. Hvort viltu að ég hringji fyrir eða eftir?

ps. ég keypti súkkulaði lucky charmes........ verð víst að borða það ein :(

Sævar Jökull Solheim sagði...

eftir er best
mmmm.... súkkulaði lucky charmes

Nafnlaus sagði...

Ekkert súkkulaði hjá mér, ég át það einn, er að vinna, á næturvakt, frekar rólegt, menningarnótt nálgast, þú verður bara að fá senda þína eigin flugelda.
Kveðja frá klakanum

Nafnlaus sagði...

Ekkert súkkulaði hjá mér, ég át það einn, er að vinna, á næturvakt, frekar rólegt, menningarnótt nálgast, þú verður bara að fá senda þína eigin flugelda.
Kveðja frá klakanum

Dillibossi Knúdsen sagði...

Vá.. ekkert smá sorglegt.. held í alvörunni að fólk á Íslandi geri sér ekki alltaf grein fyrir því hversu gott það hefur það... hér á landi líta "allir" á gay pried sem sjálfsagðan hlut!!

Sævar Jökull Solheim sagði...

já... takk fyrir þetta áhugaverða innskot frk. Lisa Fisher 6425

Nafnlaus sagði...

Já, flott hjá Lísu. Hún sló hér með út langa commentið hennar Fannýjar síðan um daginn!!

Vissirðu Burri, að þú er skráður sem markaskorari í síðasta leik FC ICE (sem tapaðist 4-2). Hvernig ferðu að þessu!? :p

Sævar Jökull Solheim sagði...

heheh... það er magnað!
þeir hljóta að hafa verið svona vanir að skrifa nafnið mitt! :p

Fanny sagði...

Men... hún sló mér kannski út. En ég skrifaði. Hún copy / pastaði bara einhvern texta ;)
Sjokkerandi pistill hjá þér Sævar. Mjög svo.

Nafnlaus sagði...

mér finnst þetta bráðfyndinn pistill, en ég er bara eins og ég er....