föstudagur, ágúst 19, 2005

Tíminn og vatnið

púff... maður hefur sagt þetta svona sjöþúsund þrjúhundruð sextíu og tvisvar sinnum og því um að gera að segja það einu sinni enn þannig að maður er þá kominn upp í sjöþúsund þrjúhundruð sextíu og þrisvar sinnum, hvert fór sumarið?!?! djöfulli líður tímin hrikalega hratt... eða eins og hún Fanný mín hefði orðað það, sjitturinn titturinn mellan og hóran maður! Sumarið er semsagt að hverfa á braut og ég farinn að undirbúa fimmtugsafmælið mitt... og þó ekki enn búinn að ákveða hvað ég ætla að gera þegar ég verð stór. Ekki úr vegi að vitna í texta á afburðar góðu lagi: "fullorðinn er bara til, í huga barns" ...sannarlega vel mælt!

En... það þýðir nú ekki að leggjast í einhverja tilvistarkreppu yfir því! Maður er á fullu að undirbúa ferðalagaflakk sem ég mun nú segja betur frá síðar, en talandi um ferðalag. Planið er að enda í Englandi, nánar tiltekið Liverpool og fara loksins á leik... en vá! djöfull eru miðar á leikina dýrir! Mér sýnist ég þurfa að eyða öllum peningnum sem ég fékk í afmælisgjöf í að kaupa blessaðan miðann. Ég eiginlega trúi því ekki að maður þurfi að punga út 200 pundum fyrir einn leik (ekki stórleik). Ef einhver lumar á góðu ráði hvernig forðast má okurkostnað í þessum efnum þá endilega kommentið!

Fólk er oft að velta fyrir sér við hvað ég er að vinna hérna... ég hef greinilega ekki gert mig mjög skiljanlegan hvað það varðar, ég velti því reyndar oft fyrir mér sjálfur.
Þessa stundina sit ég fyrir framan tölvuna og er að búa til myndir fyrir dagatal sem fyrirtækið gefur út á næsta ári... vinnan snýst mjög mikið um að að gera einmitt það, sitja við tölvuna og gera myndir fyrir allan anskotann, veggspjöld, auglýsingar, "flyera", verðmiða o.s.frv. Til gamans eru hér nokkur sýnishorn af því sem ég hef verið að dunda... Ég er nú enginn myndlistamaður, en yfirmaðurinn er sáttur við það sem ég geri og notar það, þannig að það er fínt mál.

Um helgina ætla ég til Kotor, sem er gamall bær við ströndina en þar á víst að vera eitthvað karnival kjaftæði... sjáum til hvernig það verður.

Veriði margblessuð og góða helgi!

-komdu sæll

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessaður kallinn..... Herru með miðana þá er held ég besta leiðin fyrir þig að tala við Liverpool klúbbinn á Íslandi því að þeir eiga alltaf til miða á Liverpool leikina.,.,., En ég var að spá í það hvort ég eigi ekki bara að mæta til Englands og við að fara saman á leik með Evrópumeistörum Liverpool á Andfield.:)

Sævar Jökull Solheim sagði...

Sæll vinur...
djöfull líst mér vel á það!!!
Er það ekki bara díll?? :)

Það er verst að ég er ekki í klúbbnum þannig að sú leið er ekki alveg nógu góð :/

Nafnlaus sagði...

Ég er í klúbbnum þannig að ég verð bara að fara í málið þegar þú getur sagt mér hvenar við ætlum að hittast í Liverpool-borg :)

Nafnlaus sagði...

Fínar myndir hjá þér gamli.

Sævar Jökull Solheim sagði...

Takk Ólafur :)
Hvað segiru Sigurjón um Liverpool Blackburn 15. okt. ?

Nafnlaus sagði...

Ég hef heyrt að það sé best að mæta tímanlega fyrir utan völlinn, þar er verið að selja miða á svokölluðum "svörtum markaði". Þeir fást fyrir ca. 70 pund, sem er ódýrara en gegnum einhverja okurgaura á netinu.

Nafnlaus sagði...

Þegar allt kemur til alls... skipta peningarnir þá máli hjá ykkur Poolurum? :p

Bibba Rokk sagði...

Kannski ég spyrji pabba út í þetta? Veit að hann hefur fengið ódýra miða í gegnum KSÍ.......

Sævar Jökull Solheim sagði...

Já, það er spurning um að gera það reynir... þar sem það er hvort sem er enginn stórleikur í gangi á þessum tíma... skemmtilegt kommentið þitt við síðustu færslu! :)

Bibba... þú bara ferð í málið!!!

Ég held nú, ólafur, að liverpool menn segi bara eins og JR, Jónas Reynis, "peningar skipta engu máli" allavega í ljósi þess að þeir virðast ætla bara nánast að gefa Villa mönnum klassa leikmann!! :)

Nafnlaus sagði...

Sagði Jónas Reynis ekki líka í næstu setningu: ,,Hvaða vitleysa er þetta drengur!? Peningar skipta öllu máli!" ? :)

Já, góður leikmaður kominn frá Anfield yfir á Villa Park :p