þriðjudagur, júlí 26, 2005

"Stelpur í Svartfjallalandi eru fallegri en stelpur á Íslandi"

Já svona er maður nú heimsfrægur maður... um daginn var það sjónvarpsviðtal og nú er það viðtal við eitt mest lesna dagblað landsins.
Sem fyrr mætti ég í viðtalið með einum AIESEC´ara, en hann var að segja frá starfsemi þeirra hér í landi, svo var útlendingurinn, ég, spurður um land, þjóð, ferðaþjónustu og kvennfólk. Flestir kannast líklega við setningar á borð við "how do you like Iceland?" og "how do you like our girls?" en hvað þetta varðar þá eru Íslendingar og Svartfellingar mjög svipaðir. (note to self: aldrei að spurja útlending að þessu aftur!)
Flest var haft nokkuð réttilega eftir mér, eða þangað til það kom að kvennfólks-spurningunni en það hljómaði e-ð á þennan veg:

bm: How do you like the Montenegran girls?
SJS: Montenegran girls are very nice
bm: Are they beautiful... more beautiful than Icelandic girls?
SJS: They are very beautiful but it´s difficult to compare them to Icelandic girls... so I can´t really tell (þetta sagði ég að sjálfsögðu bara fyrir kurteisissakir þar sem ég kunni ekki við að segja henni að Svartfellskar stelpur myndu að sjálfsögðu tapa þeirri baráttu enda hvergir fegurra kvennfólk en á Íslandi!!)

Þetta var nú samt túlkað á þann veg sem fyrirsög þessarar greinar segir til um... sem er allt í lagi, en nú veit maður hvernig það að er að vera celebrity og allt sem maður segir er slitið úr samhengi! ;)

------------
Össs... þvílik snilldar vika að baki! Held svei mér þá að þetta hafi hreinlega verið ein sú besta ever.
Ætla þó ekki að skrifa neina langloku um hana heldur bara mjög stutt...
Fór með næturlest til Belgrad og deginum var startað með bjórsötri við árbakka Dónár. Um kvöldið var svo standandi partý eins og reyndar öll kvöldin. Næstu dagar fóru í skoðunarferðir um Belgrad, siglingu um Dóná og chill á ströninni við vatn sem liggur utan við Belgrad þar sem m.a. var spilað strandblak og farið á sjóbretti. Þessu fylgdi takmarkalítil bjórdrykkja og partýhöld.
Eftir Belgrad var haldið í 12 tíma rútuferð til baka til Svartfjallalands, en þar var legið á ströndinni, dags sigling um Montenegro flóa, gamlir bæir skoðaðir og farið í rafting, mig rámar í að þessu hafi einnig fylgt töluverð bjórdrykkja... það er ekki laust að maður sé svolítið eftir sig eftir svona ferð og frekar glatað að mæta aftur til vinnu :/ ...en þá er bara að finna sér eitthvað nýtt til að hlakka til, en það vill svo skemmtilega til að tveir félagar mínir eru með íbúð á leigu við ströndina í 2 vikur, ég er ekki frá því að þar verði ég bara alla næstu helgi.

held ég segi þetta gott í bili... vona að meðleigjandinn sé búinn að elda eitthvað gott handa mér

fimmtudagur, júlí 14, 2005

langt síðan síðast... og ekki skánar það

Sælar!
Já langt síðan maður hefur skrifað eitthvað... og það verður ennþá lengra þangað til ég skrifa næst þar sem ég er að fara til Belgrad í Serbíu á morgun og verð til miðvikudags og verð svo á ferð um Svartfjallaland til sunnudags þar á eftir... efast um að maður komist mikið á netið í ferðinni en hver veit... Segi frá þessu þegar ég kem til baka. (Verst að ég missi af Tour de France á meðan, sem ég er b.t.w. farinn að skilja reglurnar í:)
Annars fór ég í rafting síðustu helgi í ánni Tara sem er ein sú hreinasta í evrópu, en hún er norðanlega í landinu, við landamæri Bosníu. Við fórum á laugardeginum og gistum í tjaldbúðum sem voru algjörlega lausar við nútíma kjaftæði á borð við rafmagn og annað vesen... átum allt of mikið af allt of góðum mat og sváfum svo í svefnpokum sem guð má vita hvað er búið að gerast í, á sunnudeginum var svo fjögurra tíma rafting, sem var ágætt, engan veginn neitt adrenalín kikk en náttúran var glæsileg og gaman að sigla þetta.
Í gær var einhverskonar þjóðhátíðardagur hér á bæ þar sem fagnað var uppreisn gegn ítölum sem hér réðu ríkjum í síðari heimstyrjöldinni. Í tilefni af því var frí í vinnu og að sjálfsögðu brunað á ströndina :)
Nýji meðleigjandinn minn, hann Vincent, kemur frá Sviss (franska hluta) og er ljómandi fínn gaur! ...og ekki skemmir fyrir að honum finnst gaman að elda og gerir töluvert mikið af því ;) svo finnst honum líka bjór góður sem er líka gott... Hvað haldið þið að hafi haldið honum vakandi þessar fyrstu nætur hans hér? nú að sjálfsögðu hana helvítið, ég gat huggað hann við að hann myndi venjast kvikindinu eftir rúmar 3 vikur! múhahahahah... Þess má geta að hann á afmæli í dag og verður að sjálfsögðu haldið upp á það, ætla nú samt ekki að vera þunnur í lestarferðinni á morgun, onei! kemur ekki til greina.

Talandi um afmæli, hann Sindri bróðir minn á afmæli í dag!!! orðinn 18 ára strákurinn... TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN LITLI!!

Jæja... ég lofa að skrifa eitthvað skemmtilegt þegar ég kem til baka úr ferðinni, heyrumst eftir 10 daga!

bless

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Tilkynningaskildan

Halló, bara að láta vita að ég sé á lífi og tiltölulega heill heilsu... að helvítis þynnkunni undanskilinni sem orsakast af afmælisveislu sem ég var í í gærkvöldi hjá Branko þar sem bjór var drukkinn í óhófi.
Helgin var algjör snilld, í lest hélt ég til strandar vopnaður vindsæng, tónlist, bók og sólaráburði ásamt nokkrum evrum til að belgja mig út af fljótandi og föstu fæði. Ekki mikið meira um það að segja nema bara að þarna lá ég alla helgina og hafði það gott! Lenti í því að synda í sjónum við frekar óvejulegar aðstæður, en þær voru þannig að það rigndi eins og sturtað væri úr fötu, eldingarnar leiftruðu um himininn og þrumurnar dundu í fjöllunum í kring, en jafnframt var glampandi sól úr annarri átt og risa regnbogi lá yfir öllu... Já, þetta var furðuleg sundferð fyrir íslendinginn.
Fyrir utan þennan rigningaklukkutíma þá var veðrið ljómandi og ekki laust við að kallinn sé bara orðinn nokkuð sólbrúnn! :)
Næstu helgi er ég að fara í rafting... fer með tveimur strákum eitthvað upp í fjöll þar sem við gistum eina nótt... það verður vonandi gaman!
Á föstudaginn verð ég ekki lengur einn í íbúðinni... þá kemur einhver svissneskur gaur sem mun búa með mér... sem er bæði gott og vont þar sem það er auðvitað helvíti fínt að vera einn en jafnframt gaman að fá félagsskap, vona bara svo sannarlega að kauði sé skemmtilegur!

Er búinn að vera að fylgjast svolítið með Tour de France keppninni (loksins eitthvað sjónvarpsefni sem er ekki talsett með þýsku... því ógeðslega tungumáli!)
Það er bara verst að ég skil eiginlega ekkert hvað er að gerast? Í fyrradag var þetta eins og einstaklingskeppni, en í gær komu þeir allir í mark í liðum, svo eru einhverjar sérstakar treyjur fyrir sigurvegara hvers dags og þeim sem er í heildina fremstur... ef einhver getur upplýst mig eitthvað frekar þá væri það vel þegið.

Held ég segi þetta gott í bili, er hættur að vinna í dag (gerði nánast ekki neitt samt) og held ég fari bara heim að horfa á hjólreiðar og leggja mig smá...

saltkjöt og baunir... túkall

mánudagur, júlí 04, 2005

ímeil

Ef einhver ætlar að vera svo góður að senda mér tölvupóst, sendið þá á saevarjokull@gmail.com en ekki á hotmailið þar sem það er í einhverju rugli hjá mér!

föstudagur, júlí 01, 2005

strætisstrákarnir rúla

Halló, og gleðilegan fyrsta júlí

Bara 3 dagar í þjóðhátíðardag bandaríkjamanna... þá verður sko fagnað hér í landi! Já, hver myndi ekki fagna þjóðhátíðardegi landsins sem, lét rigna yfir þá sprengjum í 17 daga... að ástæðulausu að flestra mati

Í nótt var fyrsta nóttin síðan ég kom hingað sem ég svaf alla nóttina án þess að vakna! (svaf meira að segja yfir mig í vinnu). Þetta getur bara þýtt tvennt: annarsvegar að ég hafi verið úrvinda af þreytu eða... að það liggur dauður hani í næsta garði með hálsinn fullann af tyggjóklessum! Vona að síðari skýringin sé rétt.

Hey, hafið þið séð Bakcstreetboys myndbandið við lagið Uncomplete! það er ekkert smá fyndið, dramatíkin virðist ekki eiga sér nein takmörk! Ég sé leikstjórann alveg fyrir mér segja viku fyrir tökur "strákar! svo er stranglega bannað að skíta! Ég vil hafa ykkur alla eins og þið séuð að skíta í brækurnar í myndbandinu, það er kúl!". En... mér finnst lagið reyndar nokkuð gott enda alltaf fundist backstreetboys vera skárstir "stráka"hljómsveita (ef þeir eru strákar þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur á næstunni að teljast til fullorðna :). Ég keypti mér diskinn þeirra og... hey! ekki strax segja "what! keyptiru disk með backstreetboys!?" þar sem ég kaupi svona einn til þrjá diska á degi hverjum fyrir 1,5 evru stykkið... allt þrælfalsað að sjálfsögðu, en hvað er mér ekki sama, maður verður að aðlagast lókal menningu ekki satt :)
En allavega það sem ég ætlaði að segja, og hefði getað sagt í einni setningu, þá er þessi diskur ekkert smá lélegur fyrir utan þetta eina lag!
Aðrir diskar sem valdið hafa vonbrigðum eru Killers, en ég hafði vonað að sá diskur væri í einhverju samræmi við "somebody told me" sem reyndist svo vera eina góða lagið á disknum. Nýji Oasis diskurinn er líka skemmtilega leiðinlegur, er reyndar ekki mjög mikið búinn að hlusta á hann. Diskar sem hafa komið skemmtilega á óvart eru hins vegar Dynamite með Jamiroquai og X&Y með Coldplay, sem er reyndar alveg frábær plata!!

Jæja... ég ætla nú ekki að vera með einhverja helvítis plötugagnrýni hérna... þannig að nú er best að hætta.

Ég ætla að fara á ströndina í fyrramálið og flatmaga þar til sunnudagskvölds... sötra góðan bjór, lesa góða bók, hlusta á góða tónlist, busla í sjónum, kannski að ná sér í smá lit, og skoða fáklæddar kellingar :p

góða helgi!
Sævar, súntúbí sóbrúni