fimmtudagur, júlí 14, 2005

langt síðan síðast... og ekki skánar það

Sælar!
Já langt síðan maður hefur skrifað eitthvað... og það verður ennþá lengra þangað til ég skrifa næst þar sem ég er að fara til Belgrad í Serbíu á morgun og verð til miðvikudags og verð svo á ferð um Svartfjallaland til sunnudags þar á eftir... efast um að maður komist mikið á netið í ferðinni en hver veit... Segi frá þessu þegar ég kem til baka. (Verst að ég missi af Tour de France á meðan, sem ég er b.t.w. farinn að skilja reglurnar í:)
Annars fór ég í rafting síðustu helgi í ánni Tara sem er ein sú hreinasta í evrópu, en hún er norðanlega í landinu, við landamæri Bosníu. Við fórum á laugardeginum og gistum í tjaldbúðum sem voru algjörlega lausar við nútíma kjaftæði á borð við rafmagn og annað vesen... átum allt of mikið af allt of góðum mat og sváfum svo í svefnpokum sem guð má vita hvað er búið að gerast í, á sunnudeginum var svo fjögurra tíma rafting, sem var ágætt, engan veginn neitt adrenalín kikk en náttúran var glæsileg og gaman að sigla þetta.
Í gær var einhverskonar þjóðhátíðardagur hér á bæ þar sem fagnað var uppreisn gegn ítölum sem hér réðu ríkjum í síðari heimstyrjöldinni. Í tilefni af því var frí í vinnu og að sjálfsögðu brunað á ströndina :)
Nýji meðleigjandinn minn, hann Vincent, kemur frá Sviss (franska hluta) og er ljómandi fínn gaur! ...og ekki skemmir fyrir að honum finnst gaman að elda og gerir töluvert mikið af því ;) svo finnst honum líka bjór góður sem er líka gott... Hvað haldið þið að hafi haldið honum vakandi þessar fyrstu nætur hans hér? nú að sjálfsögðu hana helvítið, ég gat huggað hann við að hann myndi venjast kvikindinu eftir rúmar 3 vikur! múhahahahah... Þess má geta að hann á afmæli í dag og verður að sjálfsögðu haldið upp á það, ætla nú samt ekki að vera þunnur í lestarferðinni á morgun, onei! kemur ekki til greina.

Talandi um afmæli, hann Sindri bróðir minn á afmæli í dag!!! orðinn 18 ára strákurinn... TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN LITLI!!

Jæja... ég lofa að skrifa eitthvað skemmtilegt þegar ég kem til baka úr ferðinni, heyrumst eftir 10 daga!

bless

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

AAAAAAAAAAAAAAA er Sindri orðinn 18 ára????????????? er hægt að vera orðinn gamall 25 ára ???? mér líður þannig núna!

Nafnlaus sagði...

Sævar stóri bróðir,mér fynnst 25 ára vera svoldið gamallt.Tusen takk fyrir gjöfina flott. Sindri

Nafnlaus sagði...

Já til hamingju Sindri minn :) væri nú gaman að sjá hvort þú sért búinn að stækka e-ð síðan 1999...???!! hmmm
Góða skemmtun í Serbíu Sævar!

Nafnlaus sagði...

Já þetta átti að vera Heiða Árna

Bibba Rokk sagði...

Góða skemmtun Sævar og til hamingju með litla bróður. Þessi litlu systkini stækka allt of hratt....