föstudagur, júlí 01, 2005

strætisstrákarnir rúla

Halló, og gleðilegan fyrsta júlí

Bara 3 dagar í þjóðhátíðardag bandaríkjamanna... þá verður sko fagnað hér í landi! Já, hver myndi ekki fagna þjóðhátíðardegi landsins sem, lét rigna yfir þá sprengjum í 17 daga... að ástæðulausu að flestra mati

Í nótt var fyrsta nóttin síðan ég kom hingað sem ég svaf alla nóttina án þess að vakna! (svaf meira að segja yfir mig í vinnu). Þetta getur bara þýtt tvennt: annarsvegar að ég hafi verið úrvinda af þreytu eða... að það liggur dauður hani í næsta garði með hálsinn fullann af tyggjóklessum! Vona að síðari skýringin sé rétt.

Hey, hafið þið séð Bakcstreetboys myndbandið við lagið Uncomplete! það er ekkert smá fyndið, dramatíkin virðist ekki eiga sér nein takmörk! Ég sé leikstjórann alveg fyrir mér segja viku fyrir tökur "strákar! svo er stranglega bannað að skíta! Ég vil hafa ykkur alla eins og þið séuð að skíta í brækurnar í myndbandinu, það er kúl!". En... mér finnst lagið reyndar nokkuð gott enda alltaf fundist backstreetboys vera skárstir "stráka"hljómsveita (ef þeir eru strákar þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur á næstunni að teljast til fullorðna :). Ég keypti mér diskinn þeirra og... hey! ekki strax segja "what! keyptiru disk með backstreetboys!?" þar sem ég kaupi svona einn til þrjá diska á degi hverjum fyrir 1,5 evru stykkið... allt þrælfalsað að sjálfsögðu, en hvað er mér ekki sama, maður verður að aðlagast lókal menningu ekki satt :)
En allavega það sem ég ætlaði að segja, og hefði getað sagt í einni setningu, þá er þessi diskur ekkert smá lélegur fyrir utan þetta eina lag!
Aðrir diskar sem valdið hafa vonbrigðum eru Killers, en ég hafði vonað að sá diskur væri í einhverju samræmi við "somebody told me" sem reyndist svo vera eina góða lagið á disknum. Nýji Oasis diskurinn er líka skemmtilega leiðinlegur, er reyndar ekki mjög mikið búinn að hlusta á hann. Diskar sem hafa komið skemmtilega á óvart eru hins vegar Dynamite með Jamiroquai og X&Y með Coldplay, sem er reyndar alveg frábær plata!!

Jæja... ég ætla nú ekki að vera með einhverja helvítis plötugagnrýni hérna... þannig að nú er best að hætta.

Ég ætla að fara á ströndina í fyrramálið og flatmaga þar til sunnudagskvölds... sötra góðan bjór, lesa góða bók, hlusta á góða tónlist, busla í sjónum, kannski að ná sér í smá lit, og skoða fáklæddar kellingar :p

góða helgi!
Sævar, súntúbí sóbrúni

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með morðið á hananum. Ég legg til að þú reitir af honum fiðrið, grillir hann í heilu lagi og étir svo kvikindið!! :p

Nafnlaus sagði...

Vertu ekkert of mikið á þvælingi í svörtu fjöllunum, Sævar minn.

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1146889
kv. Einar

Sævar Jökull Solheim sagði...

hehe...ja, eins gott ad passa sig a thessum. :)
...en haninn bragdadist ljomandi vel!