fimmtudagur, júní 30, 2005

Hún á afmæli í dag!

Í dag, þann þrítugasta júní, á besta mamma í heimi afmæli!



Til hamingju með daginn mamma mín

mánudagur, júní 27, 2005

Ég hata hana!!!

Já... það er spurning hverjum mér er svona helvíti illa við... en fyrst vil ég þakka fyrir kommentin og mailin (jafnvel líka kommentin þar sem fólk er að kvarta yfir hvað ég er latur að skrifa! :) ...Ég veit ég er alltaf að þakka fyrir kommentin... en það er bara af því að það er svo gaman, sérstaklega þegar maður er í útlöndum, þegar maður kemur í tölvuna og sér að einhver hefur skrifað e-ð til manns :)

En allavega... ástæðan fyrir því að ég hata hana er einföld:
Í næsta húsi við mitt hús er hálfgerður fugladýragarður... þar býr fólk sem er með hænur og kalkúna... já og hana! Ekkert nema gott um það að segja.
Ég hef alltaf litið á hanagal sem eitthvað sem gerist út í sveit einu sinni á sólarhringi, eða við sólarupprás en þá lætur haninn með tignarlegum hætti vita að nýr dagur sé risinn... mjög sjarmerandi og jafnvel nokkuð rómantískt.
Haninn í næsta húsi við mig er ekki sjarmerandi og hvað þá rómantískur. Kvikindið er sígalandi (ef gal má kalla... þetta er frekar einhverskonar baul!) og vekur mig svona 3svar til 4 sinnum á nóttu... fyrir utan að baula allan daginn... og það er nú ekkert venjulegt gaggalagú... neinei það er eins og kvikindið eigi lífið að leysa, sé gjörsamlega að skíta í brækurnar og ætlar jafnvel að æla nokkrum innyflum í leiðinni... ömurlegt hljóð!
Nú er ég önnum kafinn við að finna aðferð til að drepa kvikindið án þess að ég verði sjálfur drepinn af eigandanum... Fyrsta stig aðgerðarinnar er þegar hafið en það er að henda tyggjóklessum í miklu magni í garðinn og vonast til að hanahelvítið fái sér smakk og kafni!

Nóg um það...
Í dag er líklega heitasti dagurinn hingað til. Hitastigið er 36°c en það er mælt í skugga og gjólu fyrir utan borginna... þannig að mollan hér á götunum er allsvakaleg. Í nótt þegar ég vaknaði (við hanabaulið að sjálfsögðu) var mér svo heitt að ég færði mig fram og svaf undir loftkælingunni... guð blessi loftkælinguna.

Vinnan er stundum skemmtileg og stundum ekki... þegar ég hef eitthvað að gera, þá er gaman, eins og undanfarið er ég að dunda mér í photoshop að gera hugmyndir að auglýsingum fyrir Bravo ávaxtadrykk sem eiga að birtast á bilboard auglýsingaskiltum. Þeim er búið að lítast rosalega vel á 2 hugmyndir hjá mér og nota líklega aðra þeirra... því miður alls ekki hugmyndirnar sem mér fannst bestar, en fokkit mínar hugmyndir enga síður :)

Jæja, nóg af babli í bili
bless

þriðjudagur, júní 21, 2005

Nú var ég duglegur

Er búinn að henda inn einhverjum myndum, og var meira að segja svo duglegur að skrifa texta við þær allar.
Má samt því miður ekki vera að því að blogga núna, ætla að fara að kaupa mér eitthvað, veit bara ekki alveg hvað það er ennþá...
Það er loksins orðið gaman í vinnunni, maður hefur allavega eitthvað að gera sem er fín tilbreyting frá síðustu viku! Það er samt frí hjá mér á morgun... spurning hvað maður tekur sér fyrir hendur.
Fór á tónleika í gær með gaurnum sem keppti fyrir hönd Króatíu í Eurovision þar sem hann söng um að úlfar dæju aleinir. Ég tilkynnti mannskapnum það að sjálfsögðu að þessi keppni væri ekkert nema helvítis klíka og að selma væri miklu betri en þeir allir til samans... og hananúh! En neinei, þetta voru mjög góðir tónleikar og ég var alveg að fíla blessaðan kallinn.

En eins og ég segi þá má ég ekki vera að þessu... takk aftur fyrir að kommenta!
bless

mánudagur, júní 20, 2005

engar myndir... ennþá :(

sæl verið þið börnin mín! ...og takk æðislega fyrir að kommenta og senda mér mail! Ekkert smá gaman að fá að heyra frá ykkur! Svo bíð ég spenntur eftir e-mailum með nýjustu slúðursögunum :) maður má ekkert missa af neinu þótt maður sé ekki á landinu. Það hlýtur eitthvað að hafa gerst á þessari rúmu viku

Ég ætlaði að vera svo duglegur í dag að setja inn allar myndirnar sem ég er búinn að taka... en það er víst ekki hægt á þessu fokkings internetkaffi... þannig að það verður víst að bíða aðeins, en ég lofa að þær koma fljótlega!

En hvað um það... ég er orðinn heimsfrægur í svartfjallalandi þar sem ég mætti í sjónvarpsviðtal í gær. Ég held að mér hafi því miður ekki tekist að klúðra neinu nema þegar ég sagði að mig langaði alltaf svo að stökkva í ána þegar ég labbaði yfir brúna, það hljómaði víst eins og ég væri í einhverjum sjálfsmorðshugleiðingum... Svartfellingar hafa líklega verið frekar undrandi á íslendingnum "yes yes I really love to be here in Montenegro... but I want to kill myself!" Neinei, þótt hitinn sé mikill þá er maður nú ekki alveg svo langt leiddur.
En... það kostar nú samt sitt að vera frægur skoh, þegar ég var á labbinu í bænum í gærkvöldi þá flautaði bíll þegar hann keyrði framhjá mér... að vísu var stelpa með ferlega flottan rass frekar nálægt mér en ég held að hann hljóti nú samt að hafa verið að flauta á sjónvarpsstjörnuna!

Annars var helgin hrikalega ljúf, allur laugardagurinn fór í það að flatmaga á ströndinni og svamla í sjónum... ekkert smá ljúft að kæla sig aðeins niður. Svo að sjálfsögðu þegar maður vogar sér að fara úr fötunum þá fær maður að heyra "Sjakkí, you have a beer belly" -"uhhh yes Branko, thanks for pointing that out". ...Hreinskilnu djöflar!

Eins og er þá verður aðgangur að msn eitthvað mjög takmarkaður sýnist mér... en fyrir þá sem hafa mikla þörf fyrir að hringja dýr utanlandssímtöl þá er númerið mitt hérna +381 067495832 :) Það er samt eitthvað glatað í gangi með að ég get ekki sent né tekið á móti sms´um frá útlöndum, verð að láta kíkja á þetta fyrir mig!

En meira var það ekki í bili en ég get, ætla og skal koma myndunum inn mjög fljótlega!

fimmtudagur, júní 16, 2005

Fékk tilboð frá L.A. Lakers

hahaaa íslenskir stafir! jeeee

Dobre Jutro! (Vá hvað maður er orðinn magnaður í serbneskunni!)
Mér sýnist að ég hafi smá tíma til að blogga núna, þar sem sú sem hefur umsjón með mér í vinnunni mætir ekki alveg strax. Annars er nú vinnan ekki búin að vera upp á marga fiska, tengiliðurinn minn hér í fyrirtækinu kemur ekki fyrr en á föstudaginn til vinnu, þannig að þessa viku hef ég bara verið að fylgjast með hvernig allt gengur fyrir sig... keyrði t.d. um allan bæ með einum gaur í gær, bara að taka pantanir í verslunum.

Talandi um að keyra, umferðin hérna er sko í ruglinu! Maður var ekki fyrr kominn til landsins en það var öskrað á mann "what are you doing!!!" en þá hafði ég sest inn í bíl þeirra sem sóttu mig og ætlaði í sakleysi mínu að setja á mig öryggisbelti... "we don´t use that here, specially not in the back seat".
Og traffíkin, össs, hér veitti ekki af einu stk Ólafi löggu til að taka á málunum, held að óreiðutraffík sé besta orðið... biðskilda, stöðvunarskylda, gangbratir, hægriregla... allt má þetta muna sinn fífil fegri, því ekkert er virt... samt af einhverjum ástæðum gengur þetta upp. Ég held að það þurfi samt eitthvað mikið að gerast ef ég lendi ekki í árekstri eða einhverju áður en mjólkin í ísskápnum mínum rennur út (hún rennur reyndar út í september! hvurslags ofur mjólk er það eiginlega?)
Umferðastofustarfsmaðurinn ætlar að sjálfsögðu að taka á þessum málum, ég ætla að raula "augun mín og augun þín" og "somewhere over the rainbow" í tíma og ótíma og ef það virkar ekki þá verður maður að grípa til örþrifaráða eins og að henda börnum niður stiga og láta þau hlaupa fram af svölum! Það ætti að kenna þeim að haga sér í umferðinni!

Horfði á Jay Leno í gær, djöfull er Heather Locklear alltaf ferlega flott. Er annars með e-ð um 50 sjónvarpsstöðvar heima hjá mér, 48 þýskar! Svo er það CNN og CNBC, þannig að eina sem ég horfi á er hlutabréfaviðskipti, Jay Leno og Conan.

Fólk hér er mjög vingjarnlegt, allir vilja spjalla við mann þrátt fyrir að enskukunnáttan er oft af skornum skammti. Það er líka upp til hópa frekar hávaxið og myndarlegt. Heima á Íslandi er ég nú ekki stærsti maður í heimi... en hérna... I´m a goddam strumpur over here!
Svo er líka mjög fyndið þegar maður er að heilsa og kveðja vini sína, þá er alltaf "jóó Sjakkí" (sjakkí = sævar, þykir víst auðveldara að bera þetta fram) og svo eru einhver handabönd og eitthvað eins og við séum einhverjir gangstah

Bjórinn hérna er svo gott sem gefinst... sem er mjög gott
Þið kannski haldið að ég flatmagi hérna og safni bjórvömb og verði 200 kílóa sólbrúnn súkkulaðistrákur þegar ég kem heim... onei frá fyrsta degi hef ég, ásamt þremur drengjum, farið á hverju kvöldi út að skokka og gera æfingar, eða að spila körfubolta... jamm Sævar í körfubolta, það er sko sjón að sjá... kasta boltanum eins og stelpa! En þetta er gaman, og heldur manni í smá formi...

Vá, ég held að ég gæti blaðrað endalaust, en... get ekki verið lengur í tövlunni þannig að ég segi bless í bili!

þriðjudagur, júní 14, 2005

bara sma...

saelt veri folkid!
aetla bara rett adeins ad lata vita af mer... skrifa svo meira mjog fljotlega!
En allavega, allt gengur ljomandi vel... solin er reyndar ad brenna mig lifandi en thad er nu allt i lagi thar sem eg fer liklega a strondina naestu helgi :) Ja og vitid thid hvad! eg er ad fara, asamt einum ur AIESEC herna i live vidtalsthatt i sjonvarpinu a sunnudaginn... heheh.. thad verdur nu eitthvad kludrid :)
Annars er allt i somanum, er i mjog flottri ibud, maetti i vinnu i dag, er samt ekkert byrjadur ad gera bara svona ad skoda adstaedur, folkid her er virkilega vingjarnlegt... jafnvel full vingjarnlegt fyrir minn smekk thar sem eg tharf greinilega ad fara ad taka hart a theim osid minum ad finnast rosalega gott ad vera einn.
En eins og eg segi... skrifa meira fljotlega!
blesskex

mánudagur, júní 06, 2005

Styttist í brottför

Össs... nú er stutt í að maður fari maður!
Það er bara hamast við að undirbúa sig, búinn að selja bílinn og verður hans sárt saknað.
Búinn að fá meiri upplýsingar um Montecco Inc, fyrirtækið sem ég er að fara að vinna hjá en þetta er semsagt fyrirtæki sem flytur inn og dreifir einhverjum drykkjum. Eina sem ég þekki af því sem þeir eru með umboð fyrir er Red Bull orkudrykkurinn, en annað sem þeir eru með er Bravo og Happy Day frá Austurríki, einhverja expresso og kaffidrykki, Cockta, Jupi og Radenska, Lasko bjór frá Slóveníu o.s.frv. veit nú bara ekkert um neitt af þessu... en það kemur nú allt í ljós.
Svo þarf að ganga frá herberginu... koma öllu draslinu fyrir einhverstaðar. Jóhanna Katrín bekkjasystir ætlar að öllum líkindum að búa með stelpunum í sumar, svo verður einhver finnsk stelpa í herberginu hennar Fannýar... þannig að ég efast um að heimsóknum strákavina minna á strætið fari ekkert fækkandi þótt ég verði ekki lengur á staðnum :)
Úff hvað á maður svo að taka með sér? Passa, vísakort, myndavél og hreinar nærbuxur... er maður þá ekki bara í góðum málum?
þarf að millilenda í Frankfurt og vera þar eina nótt, sem minnir mig á það, þarf að leita mér af einhverju gistiheimili þar. Getur einhver mælt með gistiheimili í frankfurt.
Svo langar mig allt í einu soldið mikið að kaupa mér mp3 spilara, spurning samt að bíða með það þangað til út er komið... eða hvað? hmm... veit ekki.
Síðasti leikurinn minn með FC Ice var í gær... og við töpuðum að sjálfsögðu :( en ég er reyndar sannfærður að þessir drengir fari að vinna leiki bráðlega! það kemur líklega strax og ég er hættur.
Kítki aðeins á djammið um helgina... Stefán Jóhann var klárlega maður laugardagsins... gott ef ég á ekki 5 mínútna video sem staðfestir það... nóg um það. Er búinn að henda inn nokkrum myndum, einhver samtíningur frá undanförnum vikum.

En allavega... efast um að ég blggi mikið fyrr en eftir að ég verð kominn út. Lofið mér bara að vera dugleg að kommenta á meðan ég er úti!!!

Bless í bili