mánudagur, júní 20, 2005

engar myndir... ennþá :(

sæl verið þið börnin mín! ...og takk æðislega fyrir að kommenta og senda mér mail! Ekkert smá gaman að fá að heyra frá ykkur! Svo bíð ég spenntur eftir e-mailum með nýjustu slúðursögunum :) maður má ekkert missa af neinu þótt maður sé ekki á landinu. Það hlýtur eitthvað að hafa gerst á þessari rúmu viku

Ég ætlaði að vera svo duglegur í dag að setja inn allar myndirnar sem ég er búinn að taka... en það er víst ekki hægt á þessu fokkings internetkaffi... þannig að það verður víst að bíða aðeins, en ég lofa að þær koma fljótlega!

En hvað um það... ég er orðinn heimsfrægur í svartfjallalandi þar sem ég mætti í sjónvarpsviðtal í gær. Ég held að mér hafi því miður ekki tekist að klúðra neinu nema þegar ég sagði að mig langaði alltaf svo að stökkva í ána þegar ég labbaði yfir brúna, það hljómaði víst eins og ég væri í einhverjum sjálfsmorðshugleiðingum... Svartfellingar hafa líklega verið frekar undrandi á íslendingnum "yes yes I really love to be here in Montenegro... but I want to kill myself!" Neinei, þótt hitinn sé mikill þá er maður nú ekki alveg svo langt leiddur.
En... það kostar nú samt sitt að vera frægur skoh, þegar ég var á labbinu í bænum í gærkvöldi þá flautaði bíll þegar hann keyrði framhjá mér... að vísu var stelpa með ferlega flottan rass frekar nálægt mér en ég held að hann hljóti nú samt að hafa verið að flauta á sjónvarpsstjörnuna!

Annars var helgin hrikalega ljúf, allur laugardagurinn fór í það að flatmaga á ströndinni og svamla í sjónum... ekkert smá ljúft að kæla sig aðeins niður. Svo að sjálfsögðu þegar maður vogar sér að fara úr fötunum þá fær maður að heyra "Sjakkí, you have a beer belly" -"uhhh yes Branko, thanks for pointing that out". ...Hreinskilnu djöflar!

Eins og er þá verður aðgangur að msn eitthvað mjög takmarkaður sýnist mér... en fyrir þá sem hafa mikla þörf fyrir að hringja dýr utanlandssímtöl þá er númerið mitt hérna +381 067495832 :) Það er samt eitthvað glatað í gangi með að ég get ekki sent né tekið á móti sms´um frá útlöndum, verð að láta kíkja á þetta fyrir mig!

En meira var það ekki í bili en ég get, ætla og skal koma myndunum inn mjög fljótlega!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll og blessaður!! Enn ein helgin á ingólfsstrætinu búin og þessi heppnaðist bara vel. Barði stal reyndar pizzunni okkar sillu en við verðum að fyrirgefa honum það þar sem við læstum hann víst úti...en kallin deyr ekki ráðalaus heldur klifraði upp á svalirnar. Jóhanna var eitthvað busy þessa nóttina og mátti ekkert vera að því að opna fyrir Barða kallinum.... og örugglega líka þreytt eftir að hafa gólað á svölunum um nóttina...matthildur þú ert með bert á milli, bert á milli!!!! Já við töpum seint kúlinu:) Hlakka til að sjá myndir:) Kveðja Matthildur

Nafnlaus sagði...

Jæja þarna fékkstu nú bara allt slúður helgarinnar ;) Það gerðist ekkert markvert hjá okkur gellunum fyrir norðan...en hrikalega gott að komast úr bænum!

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ rugludallur :) Vá hvað ég öfunda þig að fá að liggja í sólbaði á strönd, gæfi margt fyrir að fá að gera það núna þar sem það er rigning hér á Ak, en lítum á björtu hliðarnar, þetta er gott fyrir gróðurinn. En hafðu það gott vinur. Kv. Kata

Fanny sagði...

Æðislegt að heyra frå tér.
Eitt ráð út af bjórbumbunni (sem er nú reyndar engin) keyptu tér speedo sundskylu og sýndu á tér lappirnar. Drengur tá steinhalda teir kjafti;)

Hafðu tað gott. Læt heyra i mér.

Sævar Jökull Solheim sagði...

hehehe... þetta hefur verið snilldar helgi! og kúlið tapast seint! Gat nú verið að Barði drattaðist suður um leið og ég flúði land!

Hvah, var ekkert kallastúss á ykkur fyrir norðan Heiða? (hahah norðan heiða, fattiði!)

Kata sendu bara nokkra af rigningadropunum hingað... ég myndi ekkert mótmæla þeim! bara ekki of mikið samt

hmmm... veit ekki Fanný hvort þetta ráð virki, held ég fái mér nú bara frekar einn bjór eða svo :)

bless í bili molarnir mínir

Nafnlaus sagði...

Nei engir karlmenn í mínu lífi núna...pása í þeim málunum í augnablikinu! Bíð bara eftir að þú komir heim aftur ;) Spurning samt hvort maður ætti að þiggja boðið hjá þessum 19 ára sem ég hitti um síðustu helgi...