mánudagur, júní 06, 2005

Styttist í brottför

Össs... nú er stutt í að maður fari maður!
Það er bara hamast við að undirbúa sig, búinn að selja bílinn og verður hans sárt saknað.
Búinn að fá meiri upplýsingar um Montecco Inc, fyrirtækið sem ég er að fara að vinna hjá en þetta er semsagt fyrirtæki sem flytur inn og dreifir einhverjum drykkjum. Eina sem ég þekki af því sem þeir eru með umboð fyrir er Red Bull orkudrykkurinn, en annað sem þeir eru með er Bravo og Happy Day frá Austurríki, einhverja expresso og kaffidrykki, Cockta, Jupi og Radenska, Lasko bjór frá Slóveníu o.s.frv. veit nú bara ekkert um neitt af þessu... en það kemur nú allt í ljós.
Svo þarf að ganga frá herberginu... koma öllu draslinu fyrir einhverstaðar. Jóhanna Katrín bekkjasystir ætlar að öllum líkindum að búa með stelpunum í sumar, svo verður einhver finnsk stelpa í herberginu hennar Fannýar... þannig að ég efast um að heimsóknum strákavina minna á strætið fari ekkert fækkandi þótt ég verði ekki lengur á staðnum :)
Úff hvað á maður svo að taka með sér? Passa, vísakort, myndavél og hreinar nærbuxur... er maður þá ekki bara í góðum málum?
þarf að millilenda í Frankfurt og vera þar eina nótt, sem minnir mig á það, þarf að leita mér af einhverju gistiheimili þar. Getur einhver mælt með gistiheimili í frankfurt.
Svo langar mig allt í einu soldið mikið að kaupa mér mp3 spilara, spurning samt að bíða með það þangað til út er komið... eða hvað? hmm... veit ekki.
Síðasti leikurinn minn með FC Ice var í gær... og við töpuðum að sjálfsögðu :( en ég er reyndar sannfærður að þessir drengir fari að vinna leiki bráðlega! það kemur líklega strax og ég er hættur.
Kítki aðeins á djammið um helgina... Stefán Jóhann var klárlega maður laugardagsins... gott ef ég á ekki 5 mínútna video sem staðfestir það... nóg um það. Er búinn að henda inn nokkrum myndum, einhver samtíningur frá undanförnum vikum.

En allavega... efast um að ég blggi mikið fyrr en eftir að ég verð kominn út. Lofið mér bara að vera dugleg að kommenta á meðan ég er úti!!!

Bless í bili

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð gamli :)

Bibba Rokk sagði...

Ég trúi því ekki en þá að þú sért að fara......hvað á ég að gera... hvað á ég að gera..... Fyrst fer Ólafur í sveitina og núna Sævar til útlanda....Ég og Matta þurfum að halda uppi fjörinu tvær

Nafnlaus sagði...

já það er mikið á okkur lagt Bibba mín! En það er líka eins gott að þú finnir eitthvað trix look alike í útlandinu svo ég fái nú að smakka herlegheitin þar sem bibba stútaði síðasta pakkanum á 1/2 sólarhring...whats up with that!!!! En allavega góða ferð og vertu duglegur að setja inn fréttir og myndir:)
kv matta patta