sunnudagur, maí 29, 2005

Svartfjallaland var það

Jahá... þá eru hlutirnir loksins farnir að skýrast, ég er á leiðinni til landsins sem vermdi sjöunda sæti Eurovision, Serbíu og Svartfjallalands... ekki nóg með það heldur er áætluð brottför eftir rétt rúma viku!! ekki laust við að maður fái nettan kvíðahnút í mallakút þar sem fyrirvarinn er ekki lengri.
Ég verð í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands (Montenegro) en er enn að bíða eftir frekari upplýsingar um fyrirtækið sem ég verð hjá, eina sem ég veit er að þetta er eitthvað inn/útflutningsfyrirtæki og ég verð að vinna í markaðsdeildinni hjá þeim.
Það er heldur ekki orðið ljóst hvað ég verð lengi... en þetta verður eitthvað fram eftir hausti allavega þannig að maður missir af hinu frábæra íslenska sumri... en, æ, fokkit það koma önnur sumur eftir þetta... vona ég.
Annars er maður svona rétt að byrja að lesa sér til um staðinn. Ég held að það sé nokkuð heitt þarna... en hitinn þessa dagana er um 20-30 gráður.
Serbar & Svartfellingar hafa lýst yfir áhuga á að ganga í Evrópusambandið en það stendur þeim þó fyrir þrifum að til þess að komast í sambandið þarf að rétta yfir Slobodan Milosevic í alþjóða eða mannréttindadómstólum en litið er á fyrrverandi herforingja sem þjóðarhetjur og þeir dáðir á þessum slóðum. Stjórnvöld standa því frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort gera eigi það sem er landinu fyrir bestu eða að gera það sem almúginn vill.
Hér geta forvitnir lesið aðeins um sögu Júgóslavíu.

Já... ég ætla nú ekki að drepa fólk úr leiðindum með leiðinlegum skrifum um Serbíu & Svartfjallaland en... ég er allavega á leiðinni þangað og maður verður að reyna að læra aðeins um landið sem maður er að fara til... finnst ég ekkert vita og ekkert kunna!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OHHHH öfunda þig að vera fara í hitann og sólina! Þú átt svo eftir að brillera þarna úti...en já saga þessa lands er örugglega asskoti flókin, þú kannski fræðir okkur við tækifæri :)

Bibba Rokk sagði...

I will miss you baby. Þetta verður sko ekkert skemmtilegt sumar, það eru allir að stinga af.

Ég, Matta, Silla og Heiða verðum að halda uppi heiðri Strætisins í sumar......

Nafnlaus sagði...

glatað að þú sért að fara og yfirgefa "sameinum hjálpum þeim" klúbbinn loksins þegar við erum búnar að redda laginu. buhu!!!

Matthildur

Sævar Jökull Solheim sagði...

Hey Matta, þið hafið nú ekki látið sjá ykkur á strætinu svo ótrúlega lengi... þannig að ég bara ákvað að það væri bara alveg eins gott að stinga bara af!

Nafnlaus sagði...

já það er satt við höfum ekki staðið okkur vel en við ætluðum svoooo að bæta það upp í sumar og búnar að redda öllum helstu lögunum í klúbbinn....í alvöru við erum komnar með 6 diska af mega "kúl" lögum!!!! Gleymdu ekki þínum minnsta bróður
Þó höf og álfur skilji að....hafðu þetta í huga sævar minn þegar þú leggur land undir fót
Matta patta