föstudagur, maí 06, 2005

Trixið komið í hús

Loksins Loksins!

15 ára bið er loksins á enda runnin. Bryndís og Matthildur eru komnar til lands og haldiði að þessar elskur hafi ekki kippt með tveimur pökkum af Trixi handa stráknum!!! þvílík hamingja, enda var Trix áráttan farin að breytast í þrahyggju.
Svo var það stressið mikla... yrði þetta enn eitt tilfellið þar sem minningin var svo frábær en það myndi svo breytast í mikil vonbrigði við endurupplifunina.
Onei... þetta var snilld, alveg eins og mig minnti að þetta væri og nostalgíu kastið var gríðarlegt. mmm... takkk fyrir mig!
Mikið er nú líka gott að vera búinn að fá þær aftur til lands, fjölskyldulífið hefur verið hálf lamað án Bibbunnar!

Já... þess má líka geta að þið getið gleymt því að fá smakk af góðgætinu. Það er mitt... mitt miiiiiiiitttttt!!!!! múhahahahahahahah

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já það er gott að vera kominn heim, ég lít nú á mig sem eina af mublunum á ingólfsstrætinu. Annars finnst mér að þú ættir allavega að leyfa mér að smakka svona c.a 3 korn af þessu massa morgunkorni enda var ekkert lítið lagt á sig að finna Trix fyrir manninn. En gott að þú sért ánægður þá erum við það líka;)
Matta

Sævar Jökull Solheim sagði...

Já auðvitað! Þið Bryndís megið fá eins og þið viljið en enginn annar! :)

Já þú ert nú hálfgerð mubla... allavega leið manni eins og það vantaði borðstofuborð eða örbylgjuofn á meða þú varst úti :P

Fanny sagði...

My precious................

Takk fyrir að skilja út undan...

Bibba Rokk sagði...

Trixið var ólýsanlegt....og það var rosalega gott að koma heim og knúsa Sunnanvindinn sinn..... Við þyrftum að fara einhvern tímann til USA saman og smakka öll þessi morgunkorn sem eru til þar :)

Nafnlaus sagði...

Djöfull ætla ég að stelast í pakkann í nótt...verðurðu nokkuð á vaktinni?

Nafnlaus sagði...

Sjá þig Burri.. þú ert alveg eins og litla kvikindið í Hringadróttinssögu, eða eins og Fanný sagði:...My precious! :)

Nafnlaus sagði...

já við ættum að skella okkur saman til U.S and A og fara í morgunkorna rekkann í búðinni sem við keyptum trixið í...vá vá þú hefðir truflast þarna inni meira segja ég fékk hálfgert æði! En trixið komst á Ingólfsstrætið og þá erum við bibba sáttar, vorum orðnar ansi smeykar á tímabili...
kveðja frá möttu pöttu sem á eftir að smakka Trix!

Nafnlaus sagði...

það var aldrei til trix heima hjá mér :,,,(

Fanny sagði...

Ok. Þetta er komið nóg.
Trixið er búið. Koma með nýtt blogg.

Nafnlaus sagði...

heyrðu já... hef bara ekki haft tíma til þess, en það kemur að því