miðvikudagur, maí 11, 2005

Góð kaup?

Bónus er frábær verslun! Fór í Bónus á laugarvegi í dag og gerði býsna góð kaup og var ég oft gapandi yfir lágu verði.
Hálft Myllu brauð kostaði t.d. 39 krónur en kostar yfir hundrað kallinn í öðrum verslunum (samt. gróði af því að versla við Bónus = 100). Cocoa puffs kostaði 208 krónur og 1 kg af korn flögum kostaði 138 sem er ekkert! (samt. gróði af því að versla við Bónus = 600). Undanrennan kostaði 38 krónur og KEA vanillu skyr ekki nema 135, góð kaup! (samt. gróði af því að versla við Bónus = 840). Doritos kostaði 138 og annað kex og nammi var á góðu verði (samt. gróði af því að versla við Bónus = 1140). 2 ltr kók kostaði 109 og e-ð pastadrasl í pakka kostaði mun minna en annars staðar (samt. gróði af því að versla við Bónus = 1300). Skinka, spægipylsa, ostur og annað út á brauð var á góðu verði (samt. gróði af því að versla við Bónus = 1600). Stöðumælasektin sem beið eftir mér undir rúðuþurrkunni hljómaði upp á 2500 (samt. gróði af því að versla við Bónus = -900)

Ég hefði átt að versla í 10-11

4 ummæli:

Bibba Rokk sagði...

Æji krúttið mitt, núna verður þú að versla við bónus í 2-3 skipti í viðbót til að vinna upp tapið. Spurning um að leggja bara bílnum heima og rölta upp laugarveginn?

Fanny sagði...

Eg er svo sammála Bibbu.... Ekki einu sinni ég hefði keyrt upp í Bónus Sævar Jökull....
Þetta var samt alveg fyndið. Er ennþá hlægjandi og alveg vöknuð.... Get ekki sofnað í bráð.

Nafnlaus sagði...

eheheheheh ég hefði keyrt líka...svo gott að stoppa við á leið úr vinnunni :) Ætli Bónus fái gróðann úr stöðumælunum og lækki þannig vörurnar? ;) Mar spyr sig...

Nafnlaus sagði...

Hehe auli ;) ..hefðir kannski átt að setja nokkra tíkalla í stöðumælinn...ha??
Kv.Kata lata