fimmtudagur, febrúar 16, 2006

kex

Farinn í "utanlandsferð" :)
lítið bloggað næstu 2 vikurnar
sjáumst

mánudagur, febrúar 13, 2006

Toppaðu myndatextann, 6. umferð

Það er komið að sjöttu umferð "toppaðu myndatextann" að þessu sinni var það Ólafur Arnar sem sendi inn mynd og myndatexta, enda sigurvegari síðustu umferðar og þ.a.l. dómari í þessari.

Þið kunnið reglurnar... toppið þetta:

"Líffræðikennari fræðir hér nemendur sína um karlmannsendaþarm og eiginleika hans"

sunnudagur, febrúar 12, 2006

PARIS

Þá er það komið á hreint hvar ég mun vinna í sumar.
Ég verð semsagt farastjóri og leiðsögumaður í París. Vinnan byrjar um miðjan mars en þá fer ég til Prag á námskeið en þaðan verður farið til París þar sem áframhaldandi námskeið verða þar til fyrstu gestirnir koma, 27. eða 28 mars.
Ég er að sjálfsögðu vægast sagt ótrúlega spenntur og fullur tilhlökkunar. Segi kannski frá því seinna, þegar ég nenni, hjá hverjum ég er að vinna og hvernig þetta verður allt saman.
En nú þurfa bara allir að fara að drífa sig að plana frakklandsferð í sumar! Vænti þess að sjálfsögðu að fá fullt af heimsóknum!!

PS. Það styttis í íslandsferð! :)
BP. Ólafur er búinn að senda inn mynd og myndatexta, þannig að sjötta umferð hefst á morgun eða þriðjudag

föstudagur, febrúar 10, 2006

CCCP

*Riga er flott borg! ...þrátt fyrir ógnvænlegan frjósandi kulda!

*Ef einhver er að íhuga utanlandsferð, án þess að borga fúlgu fjár þá er flug frá london til lettlands með ryanair málið!!

*Er kominn með vinnu!! :D
Í sumar verð ég farastjóri og leiðsögumaður í Tékklandi, Ítalíu eða Frakklandi... spennandi!! :)

*Ólafur Arnar var sigurvegari fimmtu umferðar "toppaðu myndatextann". Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir mynd og myndatexta frá dómara næstu umferðar

*Norðfirðingadjamm á Broadway, Dreifaraþorrablót, Draupnisárshátíð, Afmæli, Körfuboltaleikur hjá Bibbu, Tónleikar með Hlyni, Fjölskylda og Vinir til að skemmta sér með... er ekki bara málið að skella sér heim í 12 daga eða svo??? jú, held það bara!! :)

*Snjóbretti um helgina? held það bara og vona!

*Grillað svínakjöt og rauðvín... er eitthvað ljúfara?... neibb... nema kannski grillað svínakjöt, rauðvín og góður øl í góðra vina hópi á eftir

*Liverpool að drulla á sig undanfarið? jább... :( en horfum bjartir fram á veginn

*Til hamingju með daginn Olla

*Sjómenn eru hetjur, sérstaklega Ásgeir Rúnar sem er menntaður flugmaður en starfar á sjó vegna ástríðu sinnar á báru og brimi. Fyrst og fremst finnst mér hann þó svalur af því hann er svo massaður.

*Teljari síðunnar er næstum því kominn í 50.000

*Allir meðlimir Dichmilch komu út úr skápnum í gær eftir að hafa tekið þátt í massívu hópkynlífi sem samanstóð eingöngu af karlmönnum og kiðlingum... kynþokki mun þó áfram vera þeirra helsta vörumerki