föstudagur, desember 21, 2007

mánudagur, desember 10, 2007

Styrkjum svanga námsmenn þessi jólin

Ég man hérna fyrir örfáum árum þegar ég sat svangur á námsbekk. Kaffistofan í Odda og sérstaklega á bókhlöðunni var ekki með neitt sérlega aðlaðandi verðskrá... á góðum dögum er maður vildi gjöra vel við sig splæsti maður á sig kleinu og kókómjólk... sú sykurskerta var því miður ekki komin á þessum tíma.

Svo arkaði maður svangur heim á leið eftir langan dag í skólanum, hvort sem gengið var á Hagamelinn eða Nesveginn þá fólu báðar gönguleiðir í sér ferð framhjá yndislegri kjúklingalykt úr Melabúðinni. Síðar, á Kleppsveginum, fól heimferðin í sér akstur framhjá ilmandi Jóa Fel bakaríinu (síðar Adam og Eva, sem var önnur freisting og önnur saga).

En á matseðlinum var lítið annað en Bónus núðlur upp á hvern dag. Eina spennan var hvort þær voru með beef eða chicken flavor.
Vegetable núðlurnar voru ógeð, en stundum var bara ekkert annað í boði, allt er hey í harðindum sagði beljan og át slátturvélina og allt það...

Já... þetta voru erfiðir tímar og myndi ég ekki óska þess upp á nokkurn mann að mennta sig.

Þeir eru þó nokkrir sem fara þessa leið, þ.e. að mennta sig, með tilheyrandi volæði og vosbúð.

Einn þeirra er Daníel Geir frændi minn.

Hann Daníel mun þó seint vera þekktur fyrir að deyja ráðalaus. Í einu hungurkastinu, er Daníel var kominn langt undir kjörþyngd, ákvað hann nefnilega að skella sér í keppni þar sem barist er um hylli landsmanna með það í huga að hljóta 100.000 króna gjafabréf í Nettó. Já þið heyrðuð rétt... 100 þúsund kell, hvorki meira né minna!! (það eru um 5000 pakkar af núðlum).

Hvort sem það var vegna gæða framlags Daníels eða vorkunsemi dómara við svanga námsmenn þá var framlagið valið sem eitt af þeim 10 bestu sem í keppnina bárust.

Nú reynir á samheldni og samúð landsmanna, því kosningin er hafin á netinu.

Munið börnin mín að margt smátt gerir eitt stórt. Með einni lítilli atkvæðagreiðslu gætir þú átt þátt í því að fæða hungraðan námsmann í 5000 daga.

http://www.ruv.is/heim/vefir/poppland/jolalagakeppni/

föstudagur, desember 07, 2007

Föstudagslagið

Dívur og dívanar...

Birtney, Christina, J-Lo og hvað þær heita nú allar, voru bara undanfarar... hér er Jan Terri!


JT, Snoop, Timbaland, Robbie Williams og Bubbi Morthens mega einnig vara sig... This is... Reh Dogg

þriðjudagur, desember 04, 2007

Skid Row

Tónleika gagnrýni:

-Ágætis tónleikar
-Ákveðnum hápunkti var náð þegar trommarinn hrækti upp í loft og í hausinn á sjálfum sér... það var rokk!
-Eins var það sérstakt moment þegar fljúgandi trommukjuði frá trommaranum lenti í bakinu á Lindu og þaðan á einvhern furðulegan átt í lófan á mér.
-Semsagt, fínir tónleikar alveg

föstudagur, nóvember 30, 2007

Föstudagslagið

Nokkur hress í tilefni tónleikanna á morgun :)

skál!

I remember you


Youth gone wild


18 and life


Monkey business

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

baggalutur.is



Eftir að þeir byrjuðu að flytjandi sláandi leiðinlega tónlist þá gleymdi ég alveg hvað síðan þeirra er ótrúlega skemmtileg! http://www.baggalutur.is

mánudagur, nóvember 26, 2007

Músík

...þetta er bara allt of fyndið!!!

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Jólalagakeppni

Allir að fara hingað: http://fm957.is/?PageID=2290 og kjósa lagið hans Daníels, Gjöfin mín ert þú, ekki seinna en strax! :)

hóhóhó, gleðileg jól

föstudagur, nóvember 16, 2007

Föstudagslagið

Skemmtilega lík introin á þessum tveimur lögum.

Smellið hér til að hlusta á Fyrra lagið

Smellið hér og veljið "Hvert sem er" í spilaranum til að hlusta á Seinna lagið

Fyrra lagið er "menu" lagið í nýjasta PES en það síðara er auðvitað með góðvinum mínum í Outloud. Fyrra lagið er reyndar frekar leiðinlegt en snilldar tölvuleikurinn bætir það alveg upp. Af hverju var ekki Outloud lagið notað frekar í leikinn? Miklu flottara alveg!

En allavega... introin er ferlega keimlík :)

gaman

skál!

föstudagur, nóvember 09, 2007

Föstudagslagið

Föstudagslögin eru hvorki meira né minna en 3 talsins í þetta skipti. Þar með hef ég slegið annað persónulegt met á einni viku, en hitt metið var slegið sl. föstudag þegar setið var samfellt í heitapotti (með pissupásum (vona ég)) í hátt í sjö tíma :)

Fyrsta lagið er að sjálfsögðu myndbandið við Monster með Hlyni Ben. En í kjölfarið koma tvö myndbönd frá þriðju tónleiknunum sem ég fór á í sumar, Toto í laugardalshöll, Africa og Rosanna.

Monster


Africa


Rosanna

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

8-0

iss... 7-0, það er ekkert

miðvikudagur, október 31, 2007

Monster



Lagið Monster er komið út! Mun það vera fyrsta lagið sem kemur út af plötunni Telling Tales sem kemur út í febrúar nk.

Myndband með laginu er líka komið út en það mun vera heldur óþægilegt áhorfnar (...áhorfnar ...er það orð?) og ekki fyrir viðkvæmar sálir, en samt ferlega flott.

En allavega... algjör skylda fyrir ykkur ÖLL að kíkja hingað: http://www.myspace.com/hlynurben og hlusta og horfa á forsmekkin af magnaðri plötu! :)

mánudagur, október 29, 2007

Bagpipe

Hvar kaupir maður sekkjapípu? Einhver með svoleiðis til sölu?
Stefnan er tekin á að eignast svoleiðis stykki sem allra fyrst, læra á hana, einnig sem allra fyrst, og gera nágranna og alla aðra í kringum sig geðveika... sem allra fyrst.

föstudagur, október 26, 2007

Föstudagslagið

Það er komið að árlegum stórafmælisdegi... það er nefnilega það góða við hann Villa að öll hans afmæli eru stórafmæli og haldið upp á þau með viðeigandi hætti. Þetta árið er engin undantekning og mun hann halda grímuballafmæli í kvöld, tilhlökkunin er mikil enda var þetta sko ekki leiðinlegt í fyrra. Vona líka að skreytingarnefndin hafi staðið sig jafn vel og áður.
Svo tókum við svona líka fína upphitun í gær á glaumbar, unnum heilan bala af bjór í poppgetraun Hlyns Ben, sem þurfti auðvitað að drekka. Mæli annars með fimmtudagskvöldunum á Glaumbar... stórskemmtilegt hjá honum Hlyni alveg.
Talandi um Hlyn, þá styttist í að fyrsta lagið og myndbandið af væntanlegri breiðskífu komi út. Mikil tilhlökkun hér á ferð enda í fyrsta skipti sem ég tek þátt í að spila inn á heila plötu. En mér skilst að það sé stefnt á að lagið og myndbandið komi út núna 1. nóvember. Myndbandið er víst sérlega fallegt og ætti að koma öllum í jólaskapið ;) fylgist með á myspace.com/hlynurben

En að öðru.
Föstudagslögin eru 2 að þessu sinni en þau eru, eins og í síðustu viku, frá tónleikum sem farið var á í sumar. Í þetta skiptið eru það Muse tónleikarnir á Wembley, eitthvað það magnaðasta sem ég hef orðið vitni af. Myndgæðin eru svosem ekki upp á marga fiska en vek athygli á rokköskrum Valda sem má heyra hér og þar í lögunum, sértaklega í New born, en honum var einmitt boðin staða bakraddara hjá Muse eftir tónleikana sem hann afþakkaði hálf móðgaður yfir að hafa ekki verið boðið að vera trommari.

Opnunarlag tónleikanna, Knights of Cydonia


Farið að kvölda og geðveikt ljósashowið komið í gang í New Born

föstudagur, október 19, 2007

Föstudagslagið

Stutt myndbrot frá snilldartónleikum í Haugesund í sumar



Skora á Valda að setja myndbönd frá þessum tónleikum á youtube, hann var mun duglegri með vélina en ég

þriðjudagur, október 16, 2007

Blessuð pólitíkin

Björn Ingi blablablabl en mætti svo ekki blablablablaf selijs sefls efjse f og Alfreð æasoeifj lsj lij sefjslf jlsei vilhjálmur greyið sæleifjslefja æljslf lise gísli marteinn blablabla sejfælsejf jlie jlisef lijef skúrkur eða hetja blsefalsifj slief iseæij lsief lsief júdas lisejf lie flsiejf who gives! lsiej s æasfb blabla bla bla blaisefjæl man ekki til þess að hafa sé listann blalsijæ sliej lieflse spilling lbkjæsien sefli seflij framsókn dauð blis isf æaifs ei fæli fseli nýtt upphaf framsóknar blablal balsdfjslfj lsiejflie sleiflsi fk lisjefi bjarni ármanns á peninga bla bla bla lsjflseæj lisfeli eflsi elij dfi lij útrás lijlsie ijsiejf wtf. sliefjæsliejf liejeif keikó heim sifjlies nfielsiejf lsfblagblabla leijf esiljf.
En í stuttu máli þá liejflsiaæl crap crap crap blablablalæjflsie lisj flsijflis fljef.

..en þetta er nú bara mín persónulega skoðun

föstudagur, október 12, 2007

Gestablogg frá Villa

Gestablogg frá Simba
Þar sem Burri er í hálfgerðu bloggleysiskasti þessa dagana þá ákvað ég að það þyrfti að taka ráðin úr höndum hans og blogga fyrir hann. Ég ætla að stikla á stóru og reyna að fara yfir það helsta sem Burrinn er að hugsa um þessa dagana:

Liverpool eru bestir!
Er að fara í afmæli til Grindavíkur á laugardag!
Simbi verður 25 ára á næstunni!
Mig vantar dagblaða rekka á klósettið!
Bitur, bitur, bitur.....

Og svo má auðvitað ekki gleyma föstudagslaginu!
Hver man ekki eftir þessum?

föstudagur, september 21, 2007

Í fréttum er þetta helst:

Villi bloggaði, telst það til tíðinda

...skemmtilegasta grjótkastið er í glerhúsi

mánudagur, september 10, 2007

horn- tungusófi

Nú vantar okkur flottan hornsófa eða tungusófa... erum að pæla í að fá okkur nýjan, nema eitthvað vel með farið og nýlegt komi á daginn á næstu dögum... látið vita ef þið vitið um eitthvað :)

Annars er bara allt fínt að frétta... gott að vera kominn með íbúð. Öll helgin fór í að koma sér fyrir (fyrir utan það að fara á snilldar leik ísland - spánn) enda ekki lítið mál að koma öllu þessu drasli fyrir á jafn litlu svæði.

Nóg að gera framundan líka... en allavega, þá var þetta bara smá blogg í tilefni að því að mig vantar sófa...

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Tilkynning frá Óskari Sturlu


Tilkynning
Lýst er eftir Ásgeiri Rúnari Harðarsyni. Ásgeir Rúnar er um 190 cm. á hæð og fremur íþróttamannslega vaxinn. Ásgeir er dökkhærður og þykir andlitsfall hans líkjast Brad Pitt. Ásgeir hefur ekki sést síðan um áramótin þegar hann lét þau orð falla um félaga sína að þeir væru gamlir, giftir og nenntu aldrei að koma í bæinn. Umræddir félagar hafa farið allar helgar síðan í bæinn í leit að Áseiri Rúnari en sú leit hefur ekki enn borið árangur, sakna þeir hins ástkæra Ásgeirs Rúnar mikið og vilja biðja alla þá sem orðið hafa varir við hann að hafa samband við Lögregluna. Ásgeir var klæddur í hvíta skirtu, stuttbuxur og með ufsabindi þegar síðast sást til hans. Talið er að hann hafi flúið til Mjóafjarðar og haldi sig þar í einrúmi sökum mikillar mannfælni og hræðslu við það að tapa í PES.

mánudagur, ágúst 13, 2007

Forsetinn

Skora á alla að fara inn á frambjodandi.is og kjósa:

Halldór Freyr Sturluson, Sjómaður

Flutningar

Það er ótrúlega gaman að flytja... sérstaklega þegar maður er búinn að keyra fullt af ferðum með fullan bíl og fulla kerru af drasli í geymslu og samt sér ekki högg á vatni. Ég hafði staðið í þeirri trú að við ættum voðalega lítið af dóti en annað hefur komið svo skemmtilega á daginn. Það besta við þetta allt saman er þegar maður fær að flytja allt fyrst í geymslu og fara svo aftur í það að flytja eftir tvær vikur... yndislegt!
En góðu fréttirnar eru að við erum ekki lengur heimilislaus og ennþá betri fréttir eru að við spörum hálfrar mánaðar leigu með því að troða okkur upp á vini og vandamenn það sem eftir er mánaðar... hahahahahah alltaf er maður að græða maður!
Annars erum við komin með þessa ferlega fínu íbúð á áttundu og efstu hæð í kríuhólum frá fyrsta sept. Flott íbúð með magnað útsýni og leigan mjög hagkvæm. Nú er bara að fara í það að kaupa langþráð grill þar sem maður er loksins kominn í húsnæði með góðum svölum :)
Hornsófi kæmi sér líka vel, ef einhver er að losa sig við snyrtilegan slíkan þá má hinn sami alveg láta vita.

Annars er nóg að gera fyrir utan flutningana, stórlið FC Ice er að gera góða hluti og erum við efstir í C riðli utandeildarinnar sem ég held að sé hreinlega besti árangur liðsins frá upphafi. Músíkin er alltaf til staðar og hef ég tekið nokkur gigg með Dich Milch bræðrum undanfarið... sem er bara skemmtilegt! svo er maður að fara í stúdíó í næstu viku að taka upp fyrir væntanlega plötu Hlyns Ben. Menninganótt framundan með tilheyrandi gleði... maður fer nú væntanlega á miklatúnið, spurning hvort maður taki líka tónleikana í höllinni, spurning hvort það verði allt of mikil stappa... kemur í ljós. Væri gaman ef lákinn myndi láta sjá sig í bænum.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

versló

já maður á víst svona blogg...
hef nú ekki tíma til að skrifa núna, ætli maður komi ekki með ofur comeback eftir versló bara :)
Verslunarmannahelginni verður auðvitað varið á Neistaflugi eins og oft áður en hápunktar hátíðarinnar eru auðvitað barinn í kvöld þar sem Dich Milch spilar og svo 16 ára ballið í egilsbúð á laugardag þar sem svo skemmtilega vill til að Dich milch spilar líka :)
Annars er maður bara orðinn heimilislaus... þannig að ef einhver veit um góða íbúð á leigu þá endilega láta vita.

skál!

föstudagur, maí 25, 2007

Föstudagslagið

Föstudagslögin verða 3 þennan föstudaginn... enda þrennir stórtónleikar framundan hjá okkur.

Keane í Haugesund
Muse á Wembley, London
TOTO í Reykjavík

Mikið hlakka ég hrikalega gríðarlega ótrúlega mikið til þessa alls!!!

Hér eru böndin live:

Skál





fimmtudagur, maí 24, 2007

miðvikudagur, maí 23, 2007

Fótboltapartýið...

...verður heima hjá mér, Njálsgötu 100 !!!
Leikurinn er sýndur í opinni dagskrá þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að slá upp góðu meistaradeildarpartýi... Allir velkomnir, þeir sem hafa hug á að vera með í að panta pizzu hafi samband við mig :) þetta verður geeeegggjað

Uppstillingin

Vona þetta verði byrjunarlið kvöldsins


Kuyt - Crouch

Kewell - Alonso - Gerrard - Pennant

Riise - Agger - Carrager - Finnan


Reina


Mætti líka vera svona


Kuyt............

..Gerrard

Kewell - Alonso - Mascerano - Pennant

Riise - Agger - Carrager - Finnan

Reina

þriðjudagur, maí 22, 2007

Leikurinn

Jæja... þá er bara að koma að því maður
Hápunktur ársins
Liverpool - AC Milan á morgun
Ég er hreinlega farinn að titra úr spenningi...
Er ekki einhver með inside information hjá Sýn og getur kommentað hérna hvort leikurinn er í opinni dagskrá eður ei.
Tvær ástæður fyrir því að svo gæti verið:
1. Mér skilst að hann hafi verið sendur út í opinni dagskrá 2005
2. Þeir sögðust ætla að sýna einn leik í opinni dagskrá í hverri umferð... þetta hlýtur að vera loka umferðin?

Bara svona að tékka... ef þetta væri óruglað þá er öllum boðið í svakalegt fótboltapartý hjá mér annað kvöld með leikinn í nýju græjunum ;) annars verður maður bara að sætta sig við reykfylltan yfirtroðinn pöbb. Látið endilega vita ef þið vitið e-ð

En sama hvar maður horfir... þetta verður roooosalegt!
Hvernig spá menn annars?
2-0 fyrir Liverpool segi ég!

föstudagur, maí 11, 2007

Eurovision

Hvernig geta menn alltaf verið ferlega hissa þegar við komumst ekki áfram úr undankeppninni?
Í fyrsta lagi þá eru 28 lög að berjast um 10 sæti þannig að burt séð frá lögunum þá eru möguleikarnir mjög litlir og full ástæða til að slaka aðeins á bjartsýninni.
Lagið okkar í ár var ekkert gott! Vissulega var það vel flutt og voru flytjendur landi og þjóð til sóma en lagið var ekki gott. Vissulega getur maður játað það að eftir að hafa heyrt það 100 sinnum og allir fréttamiðlar hafa hamast við að dásama framgöngu okkar fólks í finnlandi, spáð því góðu gengi og sagt frá hversu gríðarlega vinsælir íslensku keppendurnir voru, þá fylltist maður pínulítilli bjartsýni og stóð maður sig jafnvel að því að trúa því að við næðum nokkuð langt. Svo byrjaði keppnin og maður var dreginn aftur niður á jörðina, þrátt fyrir fínan flutning þá stóð þetta lag ekki á nokkurn hátt uppúr og átti ekki heima meðal 10 efstu laga. Reyndar fannst mér 8 af þeim lögum sem komust áfram eiga það fyllilega skilið.
En þetta er bara mín skoðun og allir eiga rétt á svoleiðis.
Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er þessar ömurlegu samsæriskenningar sem spretta upp ár hvert. Það er enginn helvítis mafía, pólitík eða samsæri í gangi. Fyrir það fyrsta þá er öllum þarna úti drullusama um þessa keppni, það horfir nánast enginn á þetta nema íslendingar, eldri borgarar og örfáir aðrir. Ég held að mafían hafi í ýmsu öðru að snúast heldur en að velta sér upp úr Eurovision. Hlýtur það þá ekki að vera klíka líka þegar langflest stig sem norðurlöndin gefa skiptast innbyrðis, hver segir að okkar tónlistarsmekkur sé betri ein þeirra? Þarna er einfaldlega um mismunandi menningu að ræða og fólk kýs það sem það þekkir. Svo óheppilega vill til fyrir okkur að það eru fleiri lönd sem tilheyra þeirra menningu en okkar, sem þýðir bara að við þurfum að koma með drullu gott lag í þessa keppni. Það þýðir ekkert að segja að það sé ekki hæg, Finnland vann í fyrra, svíar voru ofarlega, Norðmenn voru í öðru sæti þar áður og svo mætti lengi telja. Sjálf höfum við náð öðru sæti og ef við skoðum sigurvegara síðustu 20 ár, þá hafa þeir 13 sinnum komið frá Vestur Evrópu, tölfræðin verður bara meira V-evrópu í hag ef farið er lengra aftur í tímann.
Það sem maður getur bablað um eurovision, hef ekki tíma í meira enda efast ég um að nokkur nenni að lesa þetta, en í guðana bænum hættið þessu væli.
Mögnuð helgi framundan! Eurovision og kosningar á morgun, ég held með Moldovu, Hvíta Rússlandi og Serbíu í júró. Soldið mörg, en þá er líka meiri séns á að maður verði glaður :) Gott ef maður er ekki bara líka loksins búinn að ákveða hvað maður ætlar að kjósa í alþ.kosningunum ;)

þriðjudagur, maí 08, 2007

Kosningar 2007

Hvað skal kjósa?

Nú er maður búinn að velta mikið fyrir sér hvað skal kjósa á laugardaginn. Það er gott að velta því fyrir sér því þá ætti maður að vera meðvitaðri um sitt val og maður getur verið sáttur við lífið og liðið vel fram að næstu kosningum, hvernig sem úrslitin verða.

Það má segja að hingað til hef ég, hvort sem mér líkar betur eða verr, tilheyrt tveimur flokkum og verð ég að segja að ég hef orðið fyrir frekar miklum vonbrigðum með þá báða og er ég ekki bjartsýnn á að þeir ríði feitum hesti úr þessum kosningum. Annan mun ég hreinlega ekki með nokkru móti getað kosið á laugardaginn og ég er ansi hræddur um að hinn verði heldur ekki fyrir valinu í kjörklefanum, það er bara hreinlega eitthvað svo glatað sem hann hefur fram að færa.

Nú hefur maður fylgst með þáttum þar sem þeir sem allt þykjast vita sitja og ræða þessi mál og reyna að koma fyrir manni vitinu, einnig hafa vinir og kunningjar komið til manns og reynt að snúa manni í þessa eða hina áttina, umfjallanir eru mjög reglulegar á bloggsíðum (eins og hér er gert) og maður er meira að segja farinn að ræða þessi mál daglega í vinnunni. Sumir vilja meina að heimspólitíkin spili stóran þátt í þessu, aðrir nefna málefnin og enn aðrir vilja hreinlega meina að það sé dagsformið, enda vel þekkt úr íþróttaheiminum að þeir sem eru mest á tánum hverju sinni bera sigur úr býtum.

Ég tel mig vel undirbúinn í kosningarnar þetta árið, ég hef kynnt mér vel hvað allir hafa fram að færa og er nokkuð viss um hvað hentar mér best. Þótt endanleg ákvörðun verði nu ekki tekin fyrr en á hólminn er komið á laugardaginn þá tel ég nokkuð víst að ég muni kjósa hvíta rússland, enda frammúrskarandi framlag þar á ferð.

Spennandi helgi framundan og ég hlakka til!

föstudagur, maí 04, 2007

Föstudagslagið

Það jafnast ekkert á við góðan asískan tónlistarflutning!!
Held að þetta sé þeirra útgáfa af Nínu og Geira
Freakin Hilarious, get ekki hætt að horfa á þetta

Skál!

fimmtudagur, maí 03, 2007

boltinn

Verður maður ekki að byrja þetta á að segja "I told you so" og vitna með því í síðasta blogg þar sem ég hélt því fram að báðum undanúrslitaleikjunum yrði snúið við og tvö bestu félagslið heims, Liverpool og Milan, myndu því mætast í úrslitaleiknum í Aþenu.
Það er náttúrlega ekkert sætara en að komast í úrslit og það með því að slá Chelsea og Mourinho aftur út úr keppninni. Það var þó skelfileg frammistaða Man Utd sem kom eiginlega mest á óvart í þessum leikjum. Allir voru þeir eins og asnar inn á vellinum og þá ættu Giggs, Scholes, Ronaldo og Rooney sérstaklega að skammast sín fyrir að bregðast liðinu gjörsamlega. Eins er óskiljanlegt að Ferguson endi leikinn með tvær ónotaðar skiptingar eftir leik þar sem enginn í liðinu gat rass... það var ekki að sjá að þetta væri liðið sem trónir á toppi deildarinnar, þeir hljóta að hafa verið að spila langt yfir getu í vetur.

en nóg um það
Vítaspyrnukeppnin hér

föstudagur, apríl 27, 2007

jammm...

Langar að leyfa lesendum að njóta ávaxta spádómsgáfu minnar (sem er reyndar alveg fáránlega lítil).
En það er varðandi meistaradeildina í næstu viku.
Ég held að báðum leikjum verði snúið við, Liverpool á eftir að taka Chelsea, líklega 2-0 og Milan koma bandóðir í leikinn á móti Man Utd. og vinna 1-0 eða 2-1.

Svo eru nokkur skilaboð fyrir helgina:

-Dóri, djöfull tek ég þig í bakaríið í næsta PES móti
-Ríkisstjórnarkostningar nálgast og stjórnmálaumræður að ná hámarki, sem er gaman, en ég er samt spenntari fyrir eurovision
-Hávarður, please slökktu á Metallica
-Þriggja klúta myndir ættu að geta hentað öllum
-Óskar, þú getur ekkert í PES
-Stemning verður á balli í Hlégarði annað kvöld
-Ólafur Arnar ætlar að brjóta hefðina og halda ekki eurovision partý þetta árið
-Líkamsræktarkortið er ekki lengur í pásu
-Rokkferð í júlí er í fullum undirbúningi
-Villi, ég sæki pokann til þín á eftir
-hættið þessu stressi og hlustið í staðinn á fallegt lag, eins og þetta hér að neðan
-eigið góða helgi

miðvikudagur, apríl 25, 2007

föstudagur, apríl 20, 2007

Draumar

Hef aldrei bloggað um drauma, en vá hvað mig dreymdi ótrúlega magnaðan draum í nótt. Kallinn ásamt góðu föruneyti var hvorki meira né minna að berjast við að bjarga heiminum frá vonda kallinum. Svona nettur Jack Bauer fílingur nema engar byssur voru notaðar, bara hnefarnir og hamar. Sögusviðið var heldur ekki stór hluti af heiminum heldur fór þetta að mestu leiti fram á Urðarteig 7, 740 Neskaupstað. Ætla nú ekki að fara í smáatriðum yfir drauminn, þótt hann hafi falið í sér spennu, hrylling, plott, kjaftshögg, kleinur og kaffi, horfin lík og vondan kall sem þurfti að drepa með því að berja í hausinn á honum með hamri, þurfti þó að vera vinstra meginn þar sem hann var með stálplötu hægra meginn.
En það var tvennt sem ég fór að velta fyrir mér með drauma í morgun:
Annars vegar, hvernig getur manni dreymt að maður situr á tveggja tíma löngum fyrirlestri um klofningu atóma (sem gaurinn með stálplötuna hélt, hann vissi sko ekki að ég var með hamarinn inná mér og áformaði árás) þar sem maður fylgdist með af miklum áhuga og allt meikaði algjörlega sens, þrátt fyrir að dreymandi sé algjörlega ókunnur klofningu atóma.
Hins vegar gerði vondi kallinn þvílíka plottið á móti mér, plott sem dró mig og félaga út frá urðarteigi 7 (þar sem stjórnstöð eyðileggingar alheimsins var) yfir í urðarteig 4b (sem er ekki til held ég), ég meina það er ég sem er að dreyma þetta, hvernig gat ég fallið fyrir þessu plotti vonda kallsins?

Get glatt ykkur með því að heimurinn bjargaðist að lokum

mánudagur, apríl 02, 2007

Gleðilega páska

Það eru næstum því komnir páskar... á páskum fer maður í páskafrí... gaman
Gleðilega páska!


föstudagur, mars 30, 2007

Sjónhverfing


Ef þú horfir mjög vel á myndina í nokkrar sekúndur þá ættir þú að fara að sjá bát í bakgrunninn

miðvikudagur, mars 28, 2007

Tónleikar




Jamm... það eru semsagt tónleikar með Hlyni Ben á Hvebbanum annað kvöld (fimmtudag) kl. 21:30 og er ég þess heiðurs aðnjótandi að vera í bandinu hans.
Tókum þessar fínu hljómsveitarmyndir og allt maður... usss... maður var reyndar að verða smá lasinn þegar myndirnar voru teknar, með skærbleikt nef, hafði því töluverðar áhyggjur af útkomunni, en neinei, hlynsinn reddaði því nú með einu handtaki, barabimmbarabúmm og myndirnar orðnar svarthvítar, ég er ekki frá því að hann hafi blurrað mig soldið líka...

but anyways, vona að sem flestir sjái sér fært að kíkja á Hverfisbarinn á morgun, fá sér einn öl (já eða fimm fötur eins og sumir) og hlusta á fagra tóna frá fögr... ...frá hljómsveitinni

Kíkið líka endilega á mæspeis síðuna hans Hlyns ...ég er alltaf að fatta það meira og meira hvað maður er glataður að vera ekki með svona mæspeis

mánudagur, mars 26, 2007

Tapaði í "kex"


Íslandsmótið í "Kex" var haldið við góða þáttöku að Sóltúni 30 sl. helgi.
Eftir um 8 mínútna harða baráttu þá var það ljóst að Óskar Sturluson tapaði en aðeins var um sekúnduspursmál að ræða en Óskar kom rétt á eftir félaga sínu Sigurði Vilmundi.
Í viðtali kvaðst Óskar ekki par sáttur við árangurinn og kenndi hann m.a. áfenginu og mótherja sínum um. "Það vita allir að áfengi spilar stóran þátt í svona keppni en helvítið hann Siggi skemmdi þetta allt með því að bæta vodka í bolluna, sem hann þorði svo ekki að smakka á sjálfur". Óskar bætti svo að lokum við að "þetta hafði aldrei endað svona ef Siggi hefði verið búinn að fá sér sílikonið sem hann er alltaf að tala um, þá hefði ég rústað þessu!"

Óskar tekur afleiðingunum af tapinu með miklum drengskap ...og bestu lyst

föstudagur, mars 23, 2007

Tott.is

Góðvinur minn og stórsöngvari hljómsveitarinnar Outloud er ekki vanur að sitja auðum höndum og hefur staðið í ýmsu undanfarin ár til að skapa sér og litlu fjölskyldu sinni smá auka tekjur og má þar m.a. nefna klifur hans undanfarið upp metorðastigann í söngheiminum.
Þetta brask Villa hefur gengið mis vel en nú er hann kominn af stað með business hugmynd sem á að slá í gegn, fyrst á íslandi en síðar út í hinum stóra heimi.
Hugmyndin gengur út á það að gefa út svokallaða "Tott miða", en ef keyptur er slíkur miði hjá Villa þá er hægt að framvísa hann hjá hvaða starfsmanni Tott.is ehf sem er og fá þá viðeigandi þjónustu á hvaða tíma sólarhrings sem er.
Villi segist vera mjög bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins enda hafi þetta alveg vantað á markaðinn og sé hann nú þegar búinn að ráða 3 starfsmenn sem munu starfa í þessu ásamt honum sjálfum en stanslausar æfingar og þjálfun hafa átt sér stað undanfarið.
Til að byrja með mun miðinn vera á sérstöku kynningarverði eða 2400 krónur en miðana má panta á villi.blogdrive.com en Villi er einnig búinn að tryggja sér lénið tott.is og er síðan í vinnslu.


Hér má sjá Villa ásamt einum starfsmanna sinna hjá tott.is en umfangsmikil þjálfun hefur átt sér stað innan fyrirtækisins undanfarin misseri.

fimmtudagur, mars 22, 2007

fimtud. 29 mars

Takið næsta fimmtudagskvöld frá!
þið eruð að fara á tónleika

miðvikudagur, mars 14, 2007

Vottorð

Hvar getur maður fengið fake vottorð um að maður hafi verið í námi erlendis? Vantar nefnilega að þykjast hafa verið í námi í noregi síðasta vetur.
3ja rétta máltíð á argentínu fyrir þann sem reddar þessu...

þriðjudagur, mars 13, 2007

myndbandið

er það nú það nýjasta, að gera vont lag ennþá verra með lélegum enskum texta og asnalegu, svarthvítu, þunglyndu og ofurdramatísku myndbandi... við vinnum Eurovision!

Kastljós í gær

föstudagur, mars 09, 2007

Næstu fórnarlömb

Næstu fórnarlömb: PSV
Svo Chelsea í undanúrslitum og úrslitaleikurinn 2005 endurtekinn, Milan - Liverpool :)

mánudagur, mars 05, 2007

bloggpásan

Svekkjandi að vera í bloggpásu, annars gæti maður sko tuðað yfir því að all time lágmarki var náð í íslenskri þáttargerð í X-factor á föstudaginn þegar allir voru farnir að grenja í beinni útsendingu.
Ég gæti líka vælt og grátið og leitast eftir samúð yfir ömurlegum og ósanngjörnum úrslitum í enska boltanum á laugardaginn, í framhaldi af því hefði ég líklega minnst á að ég vorkenni Eggerti greyinu eftir leikinn í gær, þvílík dramatík og nánast örugt að West Ham sé fallið. Ég myndi svo enda fótboltaumfjöllunina á því að minnast á þann gríðarlega spenning og eftirvæntingu sem býr innra með mér fyrir leikinn á móti Barcelona á morgun.
Ætli ég myndi svo ekki enda færsluna, ef ég væri ekki í bloggpásu, á því að minnast á að Daníel Geir frændi minn er að taka þátt í keppninni fyndnasti maður íslands í Austurbæ á fimmtudaginn. Ég er að sjálfsögðu búinn að kaupa mér miða til að styðja stákinn (samt aðalega af því að bjór fylgir miðanum) og hvet sem flesta til að gera slíkt hið sama enda ráða viðtökur úr sal víst töluverðu um úrslitin!

Kveðja úr bloggfríinu

föstudagur, mars 02, 2007

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

...

það þekkja það væntanlega allir bloggarar að maður á sína upp og niðurdaga í blogginu... yfirleitt hefur þetta ekkert með það að gera hvort maður eigi upp eða niðurdag í lífinu sjálfu heldur er maður bara stundum óstöðvandi í skrifunum en aðra daga hefur maður hreinlega ekki frá neinu að segja.
Ég er einmitt í svona lægð núna, ekki það að það sé ekki mikið að gerast í kringum mann, þvert á móti, ég bara hreinlega nenni ekki að blogga, mig langar ekki að blogga, það er nánast orðin kvöð að blogga.

Ég er þó að sjálfsögðu ekki hættur þessu enda veit ég að hin óþrjótandi skriflöngun mun hellast yfir mig fyrr en varir en vildi samt koma því á framfæri að hér verður ekkert bloggað fyrr en down-tíminn er liðinn og up-tími gengur í garð... hvenær sem það nú verður

föstudagur, febrúar 23, 2007

Föstudagslagið

Löngu löngu löngu orðið tímabært að þessir menn sjái um föstudagslagið!

Skál!

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

jammjamm...

Það styttist í árlega norðfirðinga-rokkveislu á Broadway, en hún verður á föstudaginn. Það er almenn hefð fyrir geignvænlegri ölvun, ég held að það verði engin breyting þar á þetta árið þar sem það verður feitt staffadjamm hjá mér fyrr um kvöldið.

Ég fékk mér nokkrar bollur í fyrradag... hef ekki fengið mér bollu á bolludegi í mörg ár.
Ég borðaði saltkjöt og baunir í gær... hef ekki borðað saltkjöt og baunir í mörg ár.
Held maður sé að detta inn í það að vera týpískur. kúl. Ætla að klæða mig í grímubúning á öskudegi á næsta ári.

En mál málanna í dag:

Þetta verður magnað!!!

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Söngvakeppnin

Ekki hefur nú verið mikið um blogg þessa vikuna, ég held ég haldi því bara áfram, en er þó með 4 spurningar sem vert er að svara, enda snúa þær að söngvakeppninni á laugardaginn. Kókómjólkin og kleinan eru jú að sjálfsögðu enn í boði fyrir þá sem komast næst réttum úrslitum:

1. Hvaða lag verður í fyrsta sæti keppninnar?
2. Hvaða lag verður í öðru sæti keppninnar?
3. Hvaða lag verður í þriðja sæti keppninnar?
4. Hvar ætlar þú að horfa á keppnina?


Hér fyrir neðan eru svo myndir af flytjendunum sem ég stal af RÚV.is, en hægt er að hlusta á öll lögin með því að smella á myndirnar.



ps.
Varast ber að hnerra á meðan maður pissar

föstudagur, febrúar 09, 2007

Föööööstudagslagið

Í haust hélt Draupnisklúbburinn aðra árshátíð ársins 2006 og tókst hún stórvel, menn gengu jafnvel svo langt að segja "besta árshátíð ever"
Eins og gengur og gerist á draupnisárshátíðum þá var haldinn fjöldi móta en í þetta skiptið var haldið fyrsta singstarmót Draupnisins... myndu video upptökur frá kvöldinu duga í föstudagslagið út árið... en... af mikilli virðingu við samfélagsmenn mína (og öðru fólki sem gæti slysast til að sjá myndbandið) ákvað ég að kippa út hljóðinu og setja inn uppáhaldslagið mitt í staðinn.
Hér er afraksturinn...

skál!

eins og áður með stór myndbönd, þá er gott að smella á pásu takkann og bíða þar til myndbandið er fullhlaðið

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Evróvísion

Mig langar svolítið til að hneykslast enn og aftur yfir að helmingur orðsins Eurovision sé þýddur þegar talað er um Eurovision eða söngkvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva en ég ætla að sleppa því í þetta skiptið.
Í staðinn ætla ég að minnast á snillinginn sem skipuleggur keppnina og ákveður svo að fá Bubba Morthens (sem er reyndar alltaf slæm hugmynd) til að koma og segja sína skoðun á Eurovision, vitandi það að Bubba finnst þetta ömurleg keppni og er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum.
Snillingar!
Annars er ekkert sem kemur á óvart í þessu, fullt af ömurlegum lögum og svo slæðist eitt og eitt ágætis lag með, ég held bara að maður muni halda með Heiðu með lag hennar og Dr. Gunna í lokakeppninni, svo var reyndar lagið með Jónsa mjög fínt
Það hefur vakið athygli mína að fólk er að hrósa laginu sem Eiríkur Hauksson syngur. Er eitthvað að hjá fólki!? Eiríkur er auðvitað einhver mesti töffari okkar allra tíma en lagið er því miður leiðinlegt, ófrumlegt og glatað.
Mér fannst mjög gaman að sjá austfirðing meðal flytjanda en því miður er lag hans líka mjög vont og get ég ekki með nokkru móti skilið hvernig það komst áfram... þótt Andri hafi staðið sig nokkuð vel. Þá fannst mér fyrsta lagið það kvöldið, eftir Roland something mun betra.
En bottom line... ég hef alltaf rosalega gaman að þessari keppni og hlakka til úrslitakeppninnar laugardaginn 16. feb. þótt ég sé skíthræddur um að þessi Hafsteinn með Páls Óskars lagið í nýjum búningi eigi eftir að taka þetta... eða ennþá verra, að Friðrik Ómar (aðeins tveimur árum of seinn með trommuþemað) vinni þetta!!

föstudagur, febrúar 02, 2007

Föstudagslagið

Það er nostalgíuföstudagur og púslaði ég því saman brotum af mínum allra allra allra uppáhalds...

skál!

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Ísland - Rússland

Það er best að spá fyrir leik dagsins... svona fyrst kleinan og kókómjólkin gekk ekki út síðast, þótt Ólafur hafi nú verið skrambi nálægt því.
Ég segi Ísland 27 Rússland 30
Svo ætlar Ásgeir að halda PES mót á Njálsgötunni (aka. Byrginu) á föstudagskvöldið en hann er byrjaður að taka við skráningum.

þriðjudagur, janúar 30, 2007

HM

Ísland 29 - Danmörk 32

hvað segið þið?
kleina og kókómjólk í verðlaun fyrir þann sem gískar á rétt svar

mánudagur, janúar 29, 2007

x-factor

Stöð 2 er komin með nýja tækni til að tryggja áhorf: Framleiðum þátt sem er svo illa unninn, amatörlegur og ömurlegur að fólk getur ekki staðist það að horfa.
Þessa aðferð nota þeir meðal annars við X-Factor þættina.
Ég var nú aldrei mikill aðdáandi IDOL þáttanna en eitt máttu þeir þó eiga að það var vel að þeim staðið. Það er því miður ekki hægt að segja um x-factor þættina. Hverjum datt t.d. í hug að setja þessa þarna Ellý í dómarasætið? Verri sjónvarpsmanneskja þekkist ekki og maður fær algjöran kjánahroll í hvert skipti sem hún birtist á skjánum. Páll Óskar er þó aðeins skárri þrátt fyrir að þetta líkist nú oft hálfgerðu freak-show'i þegar hann opnar á sér kjaftinn. Einar Bárðar er hins vegar með mjög pro framkomu og á vel heima þarna (þrátt fyrir fáránleg komment í fyrstu þáttunum um að 16 ára stelpan sem er sú besta af öllum keppendunum væri ekki nógu gömul fyrir þáttinn... ekki nógu gömul fyrir þátt með 16 ára aldurstakmarki!!!).
Meira ömurlegt... Halla Vilhjálms er skelfilegur kynnir. Held það þurfi ekkert að fjölyrða frekar um það. Trúi því bara ekki að það sé ekki hægt að gera betur en þetta.
En það versta við þetta allt saman er að maður horfir á þetta, þökk sé þessari nýju ömurlegheita-taktík hjá stöð 2. Maður getur nefnilega ekki slitið sig frá skjánum því maður bara verður að sjá hvort þetta getur mögulega orðið ömurlegra, sem er svo alltaf raunin.
en af hverju ég er að væla yfir þessu veit ég ekki

föstudagur, janúar 26, 2007

Föstudagslagið

Þetta er bara flott

skál

HM

ohhh... við töpuðum fyrir Póllandi! KURVA!!!
Skil svosem ekki af hverju menn eru að velta sér uppúr þessu. Hvað með það þótt við töpuðum leik í móti í íþrótt sem enginn stundar og ennþá færri horfa á, í íþrótt sem er svo lítil að Íslendingar gátu haldið HM, í íþrótt sem er svo lítil að Grænland, með 56 þús. íbúa, kemst á HM, í íþrótt þar sem Guðmundur Hrafnkelsson komst ekki bara í landsliðið heldur var einn af leikjahæstu mönnum liðsins.
Þá fannst mér nú merkilegra þegar Vala flosa náði þriðja sæti, af fjórum konum sem stunduðu íþróttina í heiminum, á ólympíuleikum.
...verst að maður er alveg jafn vitlaus og allir hinir, öskrar og æsir sig yfir leikjunum og svo raular maður með sjálfum sér lag Baggalúts, "áfram ísland... jafnvel þó við getum ekki neitt"

föstudagur, janúar 19, 2007

Afmælisföstudagslagið

Föstudagslagið er að þessu sinni tileinkað afmælisbörnum helgarinnar... þ.e. Lindu á morgun og sjálfum mér á sunnudaginn :)

Skál í botn!

fimmtudagur, janúar 18, 2007

kvikmyndagagnrýni

Ég er ekki oft með kvikmyndagagnrýni á þessari síðu en ég má til að gagnrýna nýjustu myndina sem ég sá en það er líklega sú mynd sem fær mest áhorf landsmanna þessa dagana enda hafa framleiðendur verið svo rausnarlegir að leyfa netnotendum að sækja sér myndina án endurgjalds. Hér er rætt um kynlífsmyndband Gumma í Byrginu.
Ég verð að byrja á að hrósa myndatökunni fyrir einstakan stöðugleika og skýrleika. Leikararnir tveir eru líka stórgóðir og á hvorugur þeirra "down" kafla á þessum 20 mínútum sem myndin er.
Frumleikinn var mikill og tæknibrellurnar hreint ótrúlegar og alveg ljóst að hvergi var til sparað.
Hápunktur myndarinnar var svo þegar aukaleikarinn tengdi endaviðnám (anal resistor) við afturenda aðalleikarans og tróð sömuleiðis einhverju sem gæti alveg eins verið kústaskaft inn með kvöldmat gærdagsins ásamt góðri slummu af sleipiefnum að sjálfsögðu.

Ég gef gef þessari mynd hámarkseinkunn, fimm stjörnur af fimm mögulegum enda sérlega vel að verki staðið.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Átak

Við Óskar skelltum okkur í ræktina í gær, fullir af eldmóð og atorku. Báðir höfðum við gleymt hversu ömurlegt það er að lyfta, og þeirri tilfinningu að vera óglatt eftir að hafa ofreynt sig. Við vorum ekki jafn brattir á leiðinni út og við höfðum verið á leiðinni inn. Athygli vakti að við bárum okkur lang verst af öllum þeim sem voru þarna inni. Ég held klárlega að ástæðan hafi verið að við reyndum lang mest á okkur... af öllum. Ætlum svo að kaupa okkur árskort í vikunni, held að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær ég muni svo blogga um lélegustu kaup ársins og verður kortið þar efst á lista.

Kveðja
Íþróttaálfurinn

föstudagur, janúar 12, 2007

Föstudagslagið

Lagið að þessu sinni er með einni af mínum uppáhalds hljómsveitum

skál

mánudagur, janúar 08, 2007

Áramótaheit

...nei, sleppum þeim bara þetta árið