mánudagur, janúar 29, 2007

x-factor

Stöð 2 er komin með nýja tækni til að tryggja áhorf: Framleiðum þátt sem er svo illa unninn, amatörlegur og ömurlegur að fólk getur ekki staðist það að horfa.
Þessa aðferð nota þeir meðal annars við X-Factor þættina.
Ég var nú aldrei mikill aðdáandi IDOL þáttanna en eitt máttu þeir þó eiga að það var vel að þeim staðið. Það er því miður ekki hægt að segja um x-factor þættina. Hverjum datt t.d. í hug að setja þessa þarna Ellý í dómarasætið? Verri sjónvarpsmanneskja þekkist ekki og maður fær algjöran kjánahroll í hvert skipti sem hún birtist á skjánum. Páll Óskar er þó aðeins skárri þrátt fyrir að þetta líkist nú oft hálfgerðu freak-show'i þegar hann opnar á sér kjaftinn. Einar Bárðar er hins vegar með mjög pro framkomu og á vel heima þarna (þrátt fyrir fáránleg komment í fyrstu þáttunum um að 16 ára stelpan sem er sú besta af öllum keppendunum væri ekki nógu gömul fyrir þáttinn... ekki nógu gömul fyrir þátt með 16 ára aldurstakmarki!!!).
Meira ömurlegt... Halla Vilhjálms er skelfilegur kynnir. Held það þurfi ekkert að fjölyrða frekar um það. Trúi því bara ekki að það sé ekki hægt að gera betur en þetta.
En það versta við þetta allt saman er að maður horfir á þetta, þökk sé þessari nýju ömurlegheita-taktík hjá stöð 2. Maður getur nefnilega ekki slitið sig frá skjánum því maður bara verður að sjá hvort þetta getur mögulega orðið ömurlegra, sem er svo alltaf raunin.
en af hverju ég er að væla yfir þessu veit ég ekki

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bitur.com

Bibba Rokk sagði...

Ellý var HRÆÐILEG og DÓNALEG og mjög hallærisleg líka.

En Hjaltey mín var stórglæsileg :)

Áfram fjórfléttan og Hjaltey

Nafnlaus sagði...

Það er rétt að drulla yfir þetta pakk, Mér finst að þú ætir að vera duglegir að drulla yfir þá sem eiga það skilið.

Hvað finst þér um seríu nr 300 af Survivor og 50 seríuna af The bachelor ?

Nafnlaus sagði...

bitur.is/burribestaskinn.jpg
Ég er samt feginn að vera ekki með Stöð 2 og þurfa að festast fyrir framan þessa vitleysu sem þú lýsir hér.
Sælir.