þriðjudagur, janúar 16, 2007

Átak

Við Óskar skelltum okkur í ræktina í gær, fullir af eldmóð og atorku. Báðir höfðum við gleymt hversu ömurlegt það er að lyfta, og þeirri tilfinningu að vera óglatt eftir að hafa ofreynt sig. Við vorum ekki jafn brattir á leiðinni út og við höfðum verið á leiðinni inn. Athygli vakti að við bárum okkur lang verst af öllum þeim sem voru þarna inni. Ég held klárlega að ástæðan hafi verið að við reyndum lang mest á okkur... af öllum. Ætlum svo að kaupa okkur árskort í vikunni, held að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær ég muni svo blogga um lélegustu kaup ársins og verður kortið þar efst á lista.

Kveðja
Íþróttaálfurinn

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Klöppum fyrir kallinum sem keypti sér kort í ræktina, OG MÆTTI !

Nafnlaus sagði...

Ég kem og sýni stuðning í verki burrison

Nafnlaus sagði...

Uss þetta hafa verið svakalegar veitingar í Norge...endaði bara með kaupum á árskorti í ræktinni :Þ

Nafnlaus sagði...

OKEy eruð sem sagt gengnir í samtökin 78 er ekki eð árskortinu

Bibba Rokk sagði...

Gangi þér vel í ræktinni :)