föstudagur, janúar 26, 2007

HM

ohhh... við töpuðum fyrir Póllandi! KURVA!!!
Skil svosem ekki af hverju menn eru að velta sér uppúr þessu. Hvað með það þótt við töpuðum leik í móti í íþrótt sem enginn stundar og ennþá færri horfa á, í íþrótt sem er svo lítil að Íslendingar gátu haldið HM, í íþrótt sem er svo lítil að Grænland, með 56 þús. íbúa, kemst á HM, í íþrótt þar sem Guðmundur Hrafnkelsson komst ekki bara í landsliðið heldur var einn af leikjahæstu mönnum liðsins.
Þá fannst mér nú merkilegra þegar Vala flosa náði þriðja sæti, af fjórum konum sem stunduðu íþróttina í heiminum, á ólympíuleikum.
...verst að maður er alveg jafn vitlaus og allir hinir, öskrar og æsir sig yfir leikjunum og svo raular maður með sjálfum sér lag Baggalúts, "áfram ísland... jafnvel þó við getum ekki neitt"

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://www.Burrierbiturútípólverja.is

Nafnlaus sagði...

Hvað ert þú og Vala Flosa saman eða... Eitthvað undarlegt við það að þú skulir nefna hana svona bara upp úr þurru..:)

Nafnlaus sagði...

Það er Föstudagur! lag Strax