sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilegt páskaegg

Halló og gleðilega páska.
Ekki það að maður verði mikið var við að það sé páskadagur í dag, nema kannski að fólkið mitt þurfti að standa í trilljón kílómetra röð fyrir utan Versailles sökum páskaörtröðar (mikið er ég glaður að minn hópur fer í Luxemburg garðinn á eftir en ekki Eifel turninn eins og hinir hóparnir). Að öðru leiti bara venjulegur langur vinnudagur, sem er fínt. Spurning hvort maður geri sér glaðan dag og borði páskasteikina á McDonalds... aldrei að vita.

Bestu páskakveðjur til ykkar allra

sunnudagur, apríl 09, 2006

Jæja... þá er maður búinn að skila af sér fyrsta hópnum og gekk þetta eiginlega bara vonum framar... allavega var ég sáttur og gestirnir bara sáttir líka, nema að þeir hafi bara haft svona hrikalega gott póker feis þegar lýstu yfir ánægju... seinni möguleikinn er kannski líklegri.

Ég fann bar í gær með ódýran bjór og enska boltann á skjánum, þá var ég glaður. Það var reyndar inn í miðbæ, nú er ég í úthverfi (Noisel) og ekki miklar líkur á að ég verði jafn heppinn í dag.

Heimurinn er ekki stór... beið í fyrradag eftir að hópurinn minn kæmi niður úr Eifel turninum, og haldið þið að maður hafi ekki bara rekist á Sigga Frissa og Unni (norðfiðingar fyrir þá sem ekki vita) sem voru að þvælast á bakpokaferðalagi um Evrópu. Ótrúlega skemmtileg tilviljun, verst bara hvað maður hafði lítinn tíma til að spjalla við þau.

Annars er ég í fríi þessa helgina og er þetta fyrsta fríið síðan ég fór frá Noregi 15 mars. Mjög kærkomið frí... sérstaklega í ljósi þess að sökum stress og spennings svaf ég í samt. 8 tíma þessar 3 nætur sem ég var með fyrsta hópinn minn.
Það er bara verst að maður er yfirleitt einn í fríunum. Við erum semsagt 5 sem vinnum hérna, 3 eru með hóp samtímis, 1 á standby vakt og getur því ekki fengið sér í glas eða neitt og sá fimmti þá í fríi.

Ef einhver hefur áhuga á hvernig dagarnir eru hjá mér í vinnunni, þá er það nokkurnvegin svona:
Dagur 1: Gestirnir sóttir á flugvöllin að kvöldi til og farið heim á hótelið sem er í úthverfi Paris
Dagur 2: Keyrt um allan miðbæinn og stoppað á merkilegum stöðum s.s. concorde, trockadero og montmartre. Farin er sigling á Seinen ánni sem rennur í gegnum Paris. Deginum er svo slúttað með mat og Cabaret
Dagur 3: Keyrt út í Champagne héraðið. Stoppað í einhverjum af þeim 320 smábæjum sem þar eru. Vínkjallari heimsóttur og sjálfsögðu vínsmakk. Hádegisverður borðaður hjá vínbóndanum. Svo er keyrt út til höfuðstaðar Champagne, Reims, en þar hentar vel að versla en helsta aðdráttarafl bæjarins er þó Notre Dam de Reims sem er hærri, lengri og flottari en Notre Dam de Paris en einnig mikilvægari þar sem þessi er "konungskrýningarkirkjan" en allir konungar frakklands fyrir utan 2 voru krýndir í Reims.
Dagur 4: Keyrt út til Versailles og híbýli og garðurinn sem Sólkonungurinn byggði skoðuð. Keyrt til baka og fólk velur hvort það vilji upp í Eifel turninn eða Luxenburg garðinn. Að lokum er borðað á veitingastað á Champs Elysees og söddum ferðalöngum skutlað á flugvöllinn þar sem góður tími gefst til að safna saman tipsi handa guide og bílstjóra :)

jæja... er ekki rétt að reyna að finna sér einhvern stað til að horfa á leiki dagsins. Heyrumst!

saevarjokull@gmail.com
+33627832403