sunnudagur, apríl 09, 2006

Jæja... þá er maður búinn að skila af sér fyrsta hópnum og gekk þetta eiginlega bara vonum framar... allavega var ég sáttur og gestirnir bara sáttir líka, nema að þeir hafi bara haft svona hrikalega gott póker feis þegar lýstu yfir ánægju... seinni möguleikinn er kannski líklegri.

Ég fann bar í gær með ódýran bjór og enska boltann á skjánum, þá var ég glaður. Það var reyndar inn í miðbæ, nú er ég í úthverfi (Noisel) og ekki miklar líkur á að ég verði jafn heppinn í dag.

Heimurinn er ekki stór... beið í fyrradag eftir að hópurinn minn kæmi niður úr Eifel turninum, og haldið þið að maður hafi ekki bara rekist á Sigga Frissa og Unni (norðfiðingar fyrir þá sem ekki vita) sem voru að þvælast á bakpokaferðalagi um Evrópu. Ótrúlega skemmtileg tilviljun, verst bara hvað maður hafði lítinn tíma til að spjalla við þau.

Annars er ég í fríi þessa helgina og er þetta fyrsta fríið síðan ég fór frá Noregi 15 mars. Mjög kærkomið frí... sérstaklega í ljósi þess að sökum stress og spennings svaf ég í samt. 8 tíma þessar 3 nætur sem ég var með fyrsta hópinn minn.
Það er bara verst að maður er yfirleitt einn í fríunum. Við erum semsagt 5 sem vinnum hérna, 3 eru með hóp samtímis, 1 á standby vakt og getur því ekki fengið sér í glas eða neitt og sá fimmti þá í fríi.

Ef einhver hefur áhuga á hvernig dagarnir eru hjá mér í vinnunni, þá er það nokkurnvegin svona:
Dagur 1: Gestirnir sóttir á flugvöllin að kvöldi til og farið heim á hótelið sem er í úthverfi Paris
Dagur 2: Keyrt um allan miðbæinn og stoppað á merkilegum stöðum s.s. concorde, trockadero og montmartre. Farin er sigling á Seinen ánni sem rennur í gegnum Paris. Deginum er svo slúttað með mat og Cabaret
Dagur 3: Keyrt út í Champagne héraðið. Stoppað í einhverjum af þeim 320 smábæjum sem þar eru. Vínkjallari heimsóttur og sjálfsögðu vínsmakk. Hádegisverður borðaður hjá vínbóndanum. Svo er keyrt út til höfuðstaðar Champagne, Reims, en þar hentar vel að versla en helsta aðdráttarafl bæjarins er þó Notre Dam de Reims sem er hærri, lengri og flottari en Notre Dam de Paris en einnig mikilvægari þar sem þessi er "konungskrýningarkirkjan" en allir konungar frakklands fyrir utan 2 voru krýndir í Reims.
Dagur 4: Keyrt út til Versailles og híbýli og garðurinn sem Sólkonungurinn byggði skoðuð. Keyrt til baka og fólk velur hvort það vilji upp í Eifel turninn eða Luxenburg garðinn. Að lokum er borðað á veitingastað á Champs Elysees og söddum ferðalöngum skutlað á flugvöllinn þar sem góður tími gefst til að safna saman tipsi handa guide og bílstjóra :)

jæja... er ekki rétt að reyna að finna sér einhvern stað til að horfa á leiki dagsins. Heyrumst!

saevarjokull@gmail.com
+33627832403

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyndið... sama hvar maður er í heiminum, þá virðist enski boltinn alltaf þurfa að eiga sér samastað :)

Nafnlaus sagði...

Já, þetta bölvaða krabbamein er búið að dreifa sér víða.
Bið að heilsa frökkunum.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt. Hljómar sem mjög áhugaverð vinna. Á samt erfitt með að sjá þig fyrir mér sem e-ð stressaðan og svefnlausan... eða allavega stressaðan :)

Nafnlaus sagði...

Heehhehe já Sævar bara í stressinu...jú held nefnilega að þó að Sævar sé ekki stressaður skólalega séð þá getur hann verið stressaður í alvöru lífsins ;) P.s. ég er að skoða helgarferð til Parísar í maí...Palli er að fara til Brasílíu í 3 vikur...en kannski verður þetta bara helgarferð til RVK...kemur í ljós...krossaðu fingurna :)

Sævar Jökull Solheim sagði...

Ja, bara verst hvad frakkarnir eru tregir ad syna helvitis boltann, their eru ekki alveg bunir ad fatta hann held eg, en hef reyndar komist ad tvi, mer til mikillar anaegju, ad franski boltinn er drulluskemmtilegur, hann hefur alveg farid framhja manni hingad til.
Kvedjum til frakka er komid til skila Hugi :)
hehe... ja Olafur, en thannig var tetta nu samt fyrstu dagana, kannski alveg jafn dramatiskt og eg lysti en pinu stress, tok tho fljott af. Ja Heida, nu list mer a thig!, thu hingad :)