sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilegt páskaegg

Halló og gleðilega páska.
Ekki það að maður verði mikið var við að það sé páskadagur í dag, nema kannski að fólkið mitt þurfti að standa í trilljón kílómetra röð fyrir utan Versailles sökum páskaörtröðar (mikið er ég glaður að minn hópur fer í Luxemburg garðinn á eftir en ekki Eifel turninn eins og hinir hóparnir). Að öðru leiti bara venjulegur langur vinnudagur, sem er fínt. Spurning hvort maður geri sér glaðan dag og borði páskasteikina á McDonalds... aldrei að vita.

Bestu páskakveðjur til ykkar allra

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska :)

Bið að heilsa Ronald McDonald. Ég skal tileinka þér eitt af þeim þremur páskaeggjum sem ég ætla að borða í dag :)

Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska Burri.

Dillibossi Knúdsen sagði...

Gleðilega páska karlinn minn og vona að páska maturinn hafi bragðast vel á McDonalds :o)
Hitti Stefán Jóhann og Brynjar á djamminu í gær og þín var sárt saknað á djamminu.. það get ég alveg sagt þér.. hey manstu hvað við djömmuðum mikið á páskunum í fyrra??

Nafnlaus sagði...

Það hlýtur nú einhver að hafa sent þér páskaegg...Líklegt meira segja að mamma þín hafi búið eitt til fyrir þig :) Annars er ég ekkert búin með voða mikið af mínu, aðallega verið að eta mat og kökur.
Heyrðu, ég ætla að reyna að plata einhvern með mér til Parísar, skemmtilegra að hafa einhvern með sér ef að þú ert að vinna á fullu. Annars eru þær nú svo busy þessar RVK gellur að ég veit ekki hvort það takist! En ég krossa ennþá fingurna...

Nafnlaus sagði...

Sæll félagi

Gleðilegt sumar !!!
Gaman að heyra að þú sért að fíla Paris í botn. Kíkji alltaf reglulega hingað inn og forvitnast um tjallinn.

Hvernig væri nú svo að SVARA þegar maður sendir þér póst. Á samt svo ekki efn á að rífa kjaft hihihi
....Þú gætir nú kanski þegar þú ert einn að danglast í fríi, rambað fyrir framan tölvuna og skrifað nokkrar línur :Þ

Nafnlaus sagði...

Sæll félagi

Gleðilegt sumar !!!
Gaman að heyra að þú sért að fíla Paris í botn. Kíkji alltaf reglulega hingað inn og forvitnast um tjallinn.

Hvernig væri nú svo að SVARA þegar maður sendir þér póst. Á samt svo ekki efn á að rífa kjaft hihihi
....Þú gætir nú kanski þegar þú ert einn að danglast í fríi, rambað fyrir framan tölvuna og skrifað nokkrar línur :Þ

Nafnlaus sagði...

ÚPSSS hvaða voða yfirgangur er þetta bara tekið mikið pláss...mikið fer fyrir litlum greinilega

Nafnlaus sagði...

Vá hljómar vel! Macdonaldssteik... verði þér að vindi og skít!

Hildur sagði...

Datt hingað inn eftir að hafa ekki kikt i mjög langan tima... Langaði bara að kasta a þig kveðju. Gleðilegt sumar og have fun :)

Dillibossi Knúdsen sagði...

vooo heyrðu ennþá Gleðilega páskabloggið.. manni bara sárnar og finnst maður vera skilinn eftir.. engar fréttir eða neitt!!