mánudagur, maí 08, 2006

post páskablogg

Ja hérna... hallærislegt að hafa ennþá páskablogg... öss... biðst velvirðingar á aumingjaskapnum.

Hér er bara nóg að gera og lífið er fínt, veðrið orðið mjög gott og maður orðinn pínu sólbrúnn í smettinu. úfff... ég er að blogga um veðrið, þið getið allt eins hætt að lesa núna!
Allavega, mikil vinna í gangi þessa dagana, einn gædinn var rekinn í Prag og einn af okkar gædum þurfti þá að flytja sig yfir þannig að við erum færri sem þýðir meiri vinna... sem er fínt, meiri vinna þýðir meiri peningar og minni tími til að eyða þeim... merkilegt hvað maður eyðir miklu. Sé samt ekki eftir að hafa keypt playstation2 tölvuna, tölvuleikina og alla dvd diskana... það var góð fjárfesting :) eitthvað verður maður að gera þegar maður er í fríi!
Auðvitað saknar maður alltaf íslands... þyrfti eiginlega að fara að tala við hana Fanný mína, alltaf þegar ég fékk smá heimþrá þegar ég var í Svartfjallalandi þá tókst Fanný alltaf að sannfæra mig um að ég væri hreinlega ekki að missa af neinu heima (eitthvað sem ég svosem vissi, en gott þegar einhver segir manni það) ...góð vinkona hún Fanný! :)

Bikarúrslitaleikurinn nálgast!! Liverpool - WestHam... ég hlakka til. Svo er champions league úrslitaleikurinn í Paris þetta árið, ég verð í fríi og mun að sjálfsögðu sniglast fyrir utan völlinn í leit að miða... hæpið að maður fái eitthvað á viðráðanlegu verði en það verður þá gaman að upplifa stemninguna og sjá leikinn á breiðtjaldi.
Mamma og pabbi eru mjög sennilega að koma í heimsókn 19 maí! það verður frábært :D Það er nú einmitt Eurovision helgin! spurning hvort það verði partý á skeljagrandanum?!? synd að missa af því þá! Westenterten hafði lýst yfir mögulegri komu en ákvað að láta svo ekkert heyra í sér... piff... svona kallar! :p Arna Guðný og vinkona hennar koma til Paris snemma í júní, það verður gaman að hitta þær og sötra smá öl með íslenskum hætti :) Aðrir hafa ekki boðað komu sína en ég er ekki búinn að gefa upp vonina!!
Hlakka líka til þegar Davinci code myndin kemur út! og svo er auðvitað HM að byrja... þarf nú varla að nefna hvað ég hlakka til þá! verður gaman að vera í landi þá sem er með lið í keppninni.

Svo er spurningin hvað maður gerir þegar maður er búinn hér... samningurinn gildir bara út júní þannig að þá annað hvort er ég hreinlega búinn eða fæ tilboð um að vinna annars staðar (prag eða ítalíu), ef svo verður þá er spurningin hvort ég taki því eða komi til baka heim... allt óráðið, finst það líka best þannig :) Langar soldið mikið að fara yfir til þýskalands þá (byrjun júlí) og taka þátt í HM klikkuninni... nenni samt ekki að gera það einn! einhver sem er til í að kíkja til þýskalands???

Jæja... þá er ég búinn að blogga um allt sem ég hlakka til á næstuni, þetta var aðalega gert til að sannfæra sjálfan mig um að það var algjörlega að ástæðulausu að ég nennti varla fram úr rúminu í morgun.
Farinn út í sólina og segi bless

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fanný hefur rétt fyrir sér. Þú ert nú ekki að missa af miklu hérna... sýnist vera nóg um að vera í kringum þig (það reyndar hefur alltaf fylgt þér) :p
Það verður allavega ekkert eurovisionparty á grandanum... allavega verð ég ekki þar.

Dillibossi Knúdsen sagði...

Já mikið rétt ekki að missa af miklu.. same old same old.. ég myndi miklu frekar halda mig þar sem þú ert og hætta ekki fyrr en í september.. því þá er ég atvinnulaus og get komið og tekið við af þér.. hvernig hljómar það??
Annarrs er Einar og vinir hans að fara út á HM.. vorr einmitt að bjóað Bjarna (Fannýjar) með sér út... humm honum fannst það ekki leiðinlegt.. þannig að þú veist.. Your never alone!!

Nafnlaus sagði...

Já þú ert allavega ekki að missa af miklu hér fyrir austan ;) nema auðvitað sveitaparadísinni og rólegheitunum. Er samt farin að þrá menninguna og ætla að skella mér í bæinn í næstu viku til að hitta skvísurnar! Held að okkur dreymi öllum um rauðvínið og matinn í París...og auðvitað að hitta þig :Þ En eins og þú veist þá rætast fæstir draumar...hehhehehheh.....

Nafnlaus sagði...

Bryndís systir er einmitt í París núna...ertu búinn að sjá hana? Hún er ljóshærð!

Dreymdi þig annars í nótt..kíkti þessvegna á páskasíðuna. Við þurftum að gista saman í tjaldi og vorum orðin svo leið á hvort öðru að við gátum bara verið saman milli 12 -4 á daginn.

Lítur út fyrir að þetta sé mjög skemmtilegt starf þó það sé eflaust þreytandi til lengdar. Gæti verið gaman að vera gæd á Ítalíu. Átt allavega eftir að fá ógeð á pizzum og verða ýkt mjór.

Farðu vel með þig og frönsku stelpurnar!

Bibba Rokk sagði...

Ó MÆ GOD, ertu ekki að DJÓKA með leikinn. Þetta var engin smá spenna. TIL HAMINGJU. Vildi óska að við gætum fagnað þessu saman.

Nafnlaus sagði...

Rosalega ertu slæmur í blogginu maður, ættir að skammast þín...........
farðu svo að þroskast upp úr þessum fótboltarugli

Sævar Jökull Solheim sagði...

ja villi minn, ekki haegt ad segja ad madur se ad standa sig i blogginu, vonandi ad madur baeti ur tvi bradlega... ja Olla sa eina ljoshaerda hrena um daginn, hun vildi samt engan veginn vidurkenna ad hun heti bryndis... annad hvort eru fleiri ljoshaerdar her eda ad hun tottist ekki kannast vid mig.
Takk oll fyrir kommentin! tau eru mikilvaegari f. mig en thid haldid!!