fimmtudagur, maí 03, 2007

boltinn

Verður maður ekki að byrja þetta á að segja "I told you so" og vitna með því í síðasta blogg þar sem ég hélt því fram að báðum undanúrslitaleikjunum yrði snúið við og tvö bestu félagslið heims, Liverpool og Milan, myndu því mætast í úrslitaleiknum í Aþenu.
Það er náttúrlega ekkert sætara en að komast í úrslit og það með því að slá Chelsea og Mourinho aftur út úr keppninni. Það var þó skelfileg frammistaða Man Utd sem kom eiginlega mest á óvart í þessum leikjum. Allir voru þeir eins og asnar inn á vellinum og þá ættu Giggs, Scholes, Ronaldo og Rooney sérstaklega að skammast sín fyrir að bregðast liðinu gjörsamlega. Eins er óskiljanlegt að Ferguson endi leikinn með tvær ónotaðar skiptingar eftir leik þar sem enginn í liðinu gat rass... það var ekki að sjá að þetta væri liðið sem trónir á toppi deildarinnar, þeir hljóta að hafa verið að spila langt yfir getu í vetur.

en nóg um það
Vítaspyrnukeppnin hér

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við erum bestir Lang bestir. Liverpool klárar þetta eins og síðast fyrir 2 árum.

Nafnlaus sagði...

það er það skemmtilega við bikarkeppnir Sævar minn að meira að segja lélegu liðinn geta komist alla leið í úrslit.

bitur kveðja
Þórarinn;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

ég átti satt að segja ekki von á að Man Utd maður myndi kommenta á þessa færslu en þeir virðast leynast einn og einn þarna úti sem kunna ekki að skammast sín ;)

Nafnlaus sagði...

Glory Glory Man United