þriðjudagur, maí 22, 2007

Leikurinn

Jæja... þá er bara að koma að því maður
Hápunktur ársins
Liverpool - AC Milan á morgun
Ég er hreinlega farinn að titra úr spenningi...
Er ekki einhver með inside information hjá Sýn og getur kommentað hérna hvort leikurinn er í opinni dagskrá eður ei.
Tvær ástæður fyrir því að svo gæti verið:
1. Mér skilst að hann hafi verið sendur út í opinni dagskrá 2005
2. Þeir sögðust ætla að sýna einn leik í opinni dagskrá í hverri umferð... þetta hlýtur að vera loka umferðin?

Bara svona að tékka... ef þetta væri óruglað þá er öllum boðið í svakalegt fótboltapartý hjá mér annað kvöld með leikinn í nýju græjunum ;) annars verður maður bara að sætta sig við reykfylltan yfirtroðinn pöbb. Látið endilega vita ef þið vitið e-ð

En sama hvar maður horfir... þetta verður roooosalegt!
Hvernig spá menn annars?
2-0 fyrir Liverpool segi ég!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef ekki heyrt að leikurinn sé í opinni dagskrá. Þú ferð að sjálfsögðu á Players á svona leiki.Ég er mun hræddari við úrslitin, ég spái 2-1 fyrir AC. Þar sem Kuyt skorar fyrir liverpool en Kaka og Gattuso fyrir AC. En vonum það besta. Óhófleg bjórdrykkja er æskileg hvort sem Liverpool vinnur eða ekki!!

Nafnlaus sagði...

Ég spái 3-1 fyrir Milan. Ef það á að nefna markaskorara líka að þá vona ég að Clarence Seedorf skori. Hinir verða Kaka, Inzaghi og Gerrard.

Nafnlaus sagði...

liverpool vinnur þetta og enga svart sýni. Og ef þeir vinna ekki núná, þá bara næst.

Smali sagði...

1-0 fyrir Liverpool. Reyna með markið beint úr útsparki.