þriðjudagur, maí 08, 2007

Kosningar 2007

Hvað skal kjósa?

Nú er maður búinn að velta mikið fyrir sér hvað skal kjósa á laugardaginn. Það er gott að velta því fyrir sér því þá ætti maður að vera meðvitaðri um sitt val og maður getur verið sáttur við lífið og liðið vel fram að næstu kosningum, hvernig sem úrslitin verða.

Það má segja að hingað til hef ég, hvort sem mér líkar betur eða verr, tilheyrt tveimur flokkum og verð ég að segja að ég hef orðið fyrir frekar miklum vonbrigðum með þá báða og er ég ekki bjartsýnn á að þeir ríði feitum hesti úr þessum kosningum. Annan mun ég hreinlega ekki með nokkru móti getað kosið á laugardaginn og ég er ansi hræddur um að hinn verði heldur ekki fyrir valinu í kjörklefanum, það er bara hreinlega eitthvað svo glatað sem hann hefur fram að færa.

Nú hefur maður fylgst með þáttum þar sem þeir sem allt þykjast vita sitja og ræða þessi mál og reyna að koma fyrir manni vitinu, einnig hafa vinir og kunningjar komið til manns og reynt að snúa manni í þessa eða hina áttina, umfjallanir eru mjög reglulegar á bloggsíðum (eins og hér er gert) og maður er meira að segja farinn að ræða þessi mál daglega í vinnunni. Sumir vilja meina að heimspólitíkin spili stóran þátt í þessu, aðrir nefna málefnin og enn aðrir vilja hreinlega meina að það sé dagsformið, enda vel þekkt úr íþróttaheiminum að þeir sem eru mest á tánum hverju sinni bera sigur úr býtum.

Ég tel mig vel undirbúinn í kosningarnar þetta árið, ég hef kynnt mér vel hvað allir hafa fram að færa og er nokkuð viss um hvað hentar mér best. Þótt endanleg ákvörðun verði nu ekki tekin fyrr en á hólminn er komið á laugardaginn þá tel ég nokkuð víst að ég muni kjósa hvíta rússland, enda frammúrskarandi framlag þar á ferð.

Spennandi helgi framundan og ég hlakka til!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, veit ekki allveg hvort þessi kosningapistill fjallaði um alþingiskosningarnar eða Júgravísjón. Ég fór hins vegar og kaus í gær og fór að velta fyrir mér í kjörklefanum þessum bókstöfum... Afhverju er Framsókn ekki með F og afhverju er Sjálfstæðisflokkurinn ekki með S ... svo voru bara einhverjir stimplar með stöfum þarna og ég gat engan veginn stafað nafnið á flokknum sem ég ætlaði að kjósa með þessum stimplum, afhverju er ekki penni í kjörklefanum?

Smali sagði...

Stórskemmtilegur pistill hjá þér.

Nafnlaus sagði...

Þess vegna er best að taka bara sjálfstæðisstympillinn frá og ugla svo bara með hinum hvað maður á að kjósa. En Sævar, hvar verður Eurovisionpartýið? Og nú held ég að kassinn lendi í Njálsgötunni eftir þetta ógeðslega jöfnunarmark hjá Essien

Nafnlaus sagði...

Það er partý á Njálsgötunni á Fimt
Ball með Out Loud á Mangó Grill Sportbar á föstudag og svo Júrópartý tvö í skipholtinu hjá Danní boy..

p.s. ég hefði boðið mig fram ef ég væri ekki búsettur á elliheimili eins og er

Sævar Jökull Solheim sagði...

Hvaða alþingiskosningar villi? stimplaðiru þá ekki öruglega F fyrir framsókn?

Takk fyrir það smali

Veit ekki með kassann daníel, finnst einhvernvegin óttarlegt metnaðarleysi hjá báðum liðum fyrir 3 sætinu.

Sýnis Villi vera búinn að plana þetta allt... sjáum til hvernig þetta gerjast

Nafnlaus sagði...

Jú eða sko ég ætlaði að kjósa FRAMSÓKN en þegar ég kallaði fram að það vantaði R stimpill þá var mér vísáð út

Nafnlaus sagði...

Sævar og Linda Kristín bjóða til Evróvision partýs í kvöld Fimmtud.

Allir velkomnir!!

Sævar Jökull Solheim sagði...

Þar vitið þið það, Sjálfskipaður upplýsingafulltrúi Njálsgötunnar hefur talað