föstudagur, maí 11, 2007

Eurovision

Hvernig geta menn alltaf verið ferlega hissa þegar við komumst ekki áfram úr undankeppninni?
Í fyrsta lagi þá eru 28 lög að berjast um 10 sæti þannig að burt séð frá lögunum þá eru möguleikarnir mjög litlir og full ástæða til að slaka aðeins á bjartsýninni.
Lagið okkar í ár var ekkert gott! Vissulega var það vel flutt og voru flytjendur landi og þjóð til sóma en lagið var ekki gott. Vissulega getur maður játað það að eftir að hafa heyrt það 100 sinnum og allir fréttamiðlar hafa hamast við að dásama framgöngu okkar fólks í finnlandi, spáð því góðu gengi og sagt frá hversu gríðarlega vinsælir íslensku keppendurnir voru, þá fylltist maður pínulítilli bjartsýni og stóð maður sig jafnvel að því að trúa því að við næðum nokkuð langt. Svo byrjaði keppnin og maður var dreginn aftur niður á jörðina, þrátt fyrir fínan flutning þá stóð þetta lag ekki á nokkurn hátt uppúr og átti ekki heima meðal 10 efstu laga. Reyndar fannst mér 8 af þeim lögum sem komust áfram eiga það fyllilega skilið.
En þetta er bara mín skoðun og allir eiga rétt á svoleiðis.
Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er þessar ömurlegu samsæriskenningar sem spretta upp ár hvert. Það er enginn helvítis mafía, pólitík eða samsæri í gangi. Fyrir það fyrsta þá er öllum þarna úti drullusama um þessa keppni, það horfir nánast enginn á þetta nema íslendingar, eldri borgarar og örfáir aðrir. Ég held að mafían hafi í ýmsu öðru að snúast heldur en að velta sér upp úr Eurovision. Hlýtur það þá ekki að vera klíka líka þegar langflest stig sem norðurlöndin gefa skiptast innbyrðis, hver segir að okkar tónlistarsmekkur sé betri ein þeirra? Þarna er einfaldlega um mismunandi menningu að ræða og fólk kýs það sem það þekkir. Svo óheppilega vill til fyrir okkur að það eru fleiri lönd sem tilheyra þeirra menningu en okkar, sem þýðir bara að við þurfum að koma með drullu gott lag í þessa keppni. Það þýðir ekkert að segja að það sé ekki hæg, Finnland vann í fyrra, svíar voru ofarlega, Norðmenn voru í öðru sæti þar áður og svo mætti lengi telja. Sjálf höfum við náð öðru sæti og ef við skoðum sigurvegara síðustu 20 ár, þá hafa þeir 13 sinnum komið frá Vestur Evrópu, tölfræðin verður bara meira V-evrópu í hag ef farið er lengra aftur í tímann.
Það sem maður getur bablað um eurovision, hef ekki tíma í meira enda efast ég um að nokkur nenni að lesa þetta, en í guðana bænum hættið þessu væli.
Mögnuð helgi framundan! Eurovision og kosningar á morgun, ég held með Moldovu, Hvíta Rússlandi og Serbíu í júró. Soldið mörg, en þá er líka meiri séns á að maður verði glaður :) Gott ef maður er ekki bara líka loksins búinn að ákveða hvað maður ætlar að kjósa í alþ.kosningunum ;)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tek undir með þér Burri. Mér finnst það heldur þung orð (eða mikið væl eins og þú orðar það) að saka einhverja mafíustarfsemi um ófarir Íslendinga (og annarra) í þessu undanfarið.
Annars horfði ég lítið á þetta; minnir að þessi þrjú lög sem þú nefnir í lokin hafi öll verið rosalega vel flutt, auk ungverska lagsins.

Annars hefði ég bara viljað fá föstudagslag svona á þessum síðustu og verstu tímum :p

Nafnlaus sagði...

JAJA, Finnar unnu líklega í fyrra vegna austur-evrópsku-mafíunnar.
En það sem mér finnst vitlausast í þesu er að Ísrael sé í keppninni, þurfa lönd ekki að vera í EVRÓPU???
spurning um að bjóða sýrlandi og líbanon að vera með næst, þau eru bæði nær evrópu...
Kv. Óskar

Nafnlaus sagði...

frábær pistill hjá þér, gæti ekki verið þér meira sammála. nema ég hélt svoldið meira með Moldovu, en annars bara fínt mál. Við Íslendingar þurfum bara að fara að fatta að við erum ekki á undan okkar samtíð eins og við viljum oft á tíðum halda, held við séum bara langt á eftir, þá sérstaklega ef litið er til júgravísjón

Nafnlaus sagði...

þið vitið ekkert. ef þið hefðuð eitthvað vit á þessu myndi ég kanski nenna að tala um þetta við ykkur.

Nafnlaus sagði...

Valdi, þú veist ekki einu sinni hvað lagið heitir sem bróðir þinn söng í Eurovison...

Ef þú hefðir eitthvað vit almennt þá myndi ég kannski nenna að ræða þetta við þig.

Ekki vera svona bitur þó að Eiki hafi ekki verið með nógu gott lag í farteskinu.

Það kemur annað ár eftir þetta, viljum við ekki miklu frekar vinna júgravísjón með almennilegt lag heldur en ekki???

Nafnlaus sagði...

Æi Greyið Sigga Magga. Dreptu mig nú ekki. Er ekki kominn tími á að þú takir hausinn á þér útúr rassgatinu á þér áður en þú ferða að Commenta á þetta :-)

Nafnlaus sagði...

Vertu ekki að blanda vinkonu minni í þetta, og ef ég á að geta hlustað á þig alla daga þá verð ég að hafa hausinn upp í rassgatinu á mér...

En ég hvet alla til að fara inná http://sigmarg.blog.is/blog/sigmarg/ og tjá júgraþulinum okkar hvað hann er einstaklega leiðinlegur þulur með fimmaurabrandarana sína...

Sævar Jökull Solheim sagði...

jájájá, þetta líst mér á, hannes og mörður komnir í ham! :)

það er spurning villi hvort sigmar svari þessari spurningu þinni... efast um það