föstudagur, apríl 27, 2007

jammm...

Langar að leyfa lesendum að njóta ávaxta spádómsgáfu minnar (sem er reyndar alveg fáránlega lítil).
En það er varðandi meistaradeildina í næstu viku.
Ég held að báðum leikjum verði snúið við, Liverpool á eftir að taka Chelsea, líklega 2-0 og Milan koma bandóðir í leikinn á móti Man Utd. og vinna 1-0 eða 2-1.

Svo eru nokkur skilaboð fyrir helgina:

-Dóri, djöfull tek ég þig í bakaríið í næsta PES móti
-Ríkisstjórnarkostningar nálgast og stjórnmálaumræður að ná hámarki, sem er gaman, en ég er samt spenntari fyrir eurovision
-Hávarður, please slökktu á Metallica
-Þriggja klúta myndir ættu að geta hentað öllum
-Óskar, þú getur ekkert í PES
-Stemning verður á balli í Hlégarði annað kvöld
-Ólafur Arnar ætlar að brjóta hefðina og halda ekki eurovision partý þetta árið
-Líkamsræktarkortið er ekki lengur í pásu
-Rokkferð í júlí er í fullum undirbúningi
-Villi, ég sæki pokann til þín á eftir
-hættið þessu stressi og hlustið í staðinn á fallegt lag, eins og þetta hér að neðan
-eigið góða helgi

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá föstudagslag! Ekkert spes myndband, en fínasta lag.
Hver á að fá skilaboðin um þetta "ekki eurovision partý" sem ég er víst að fara halda? Hvernig partý eru það annars?

Hafðu það gott um helgina! :)

Sævar Jökull Solheim sagði...

nei, hálf lélegt myndband, hefðu nú að minnsta kosti getað séð sóma sinn í því að vera með nakta kellingu.
Ekki eurovision partý eru teiti þar sem saman kemur fólk sem hefði mætt í partý hefði það verið haldið og ekki aflýst, semsagt allt það fólk átti að fá þessi skilaboð... ekki

Nafnlaus sagði...

Varðandi PES, þá langar mig að benda þér á að ég er ríkjandi hádegismeistari.. Þannig að eins og staðan er í dag þá ert það þú sem getur ekkert...

Kv. Hádegismeistarinn Óskar

Nafnlaus sagði...

Núna er mánudagur, og pokinn er ennþá hérna.... hann týnist þá bara í flutningunum

Sævar Jökull Solheim sagði...

jah... kannsi ekki alveg allar tilkynningarnar réttar, en flestar voru það samt